Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 52
Andrés Kolbeinsson tók myndina sem hér fylgir með árið 1958 á annarri af tveimur skurðstofum Landspítalans. Fyrir miðju einbeitir Friðrik Einarsson sér við skurðaðgerð. Honum til hægri handar er Árni Björnsson, síðar yfirlæknir lýtalækn- ingadeildar, en á vinstri hönd er Grétar Ólafsson, síðar yfirlæknir á hjarta- og lungnaskurðdeild. Valtýr Bjarnason yfir- læknir snýr baki í myndavélina en hann var um þessar mundir eini sérmenntaði svæfingalæknir spítalans. Þessir læknar eru allir látnir. Ekki er kunnugt um nöfn annarra sem sjást á myndinni. Yfir þessari mynd er falleg birta og friður, næstum helgi, þar sem lampinn fyrir ofan myndar eins og geislabaug um þessa athöfn. Á þessum árum var hvíti liturinn ríkjandi á skurðstofum. Sloppar voru hvítir, svo og húfur, andlitsmaskar og línið sem dúkað var með umhverfis aðgerðar- svæðið. Þetta var allt þvegið og dauð- hreinsað og notað margsinnis því einnota hlutir höfðu ekki rutt sér til rúms að ráði. Sama er að segja um ýmislegt, svo sem barkaslöngur sem notaðar voru við svæf- ingar. Aðalsvæfingalyfið var eter. Auk handverkfæra sinna höfðu skurð- læknar sog- og rafmagnsbrennslutæki til að létta sér störfin. Svæfingavélar voru mjög einfaldar og tengdar stórum súr- efnis- og glaðloftskútum sem skipta þurfti út með ákveðnu millibili því súrefnislagnir voru ekki um spítalann. Engir vaktarar voru til og eina hjálpartækið við svæfingar var blóðþrýstingsmælir á handlegg. Loftræsting var í því fólgin að opnaður var gluggi væri þungt loft eða heitt. Á sumrin leituðu flugur stundum inn um gluggann og var þá reynt að hafa hraðar hendur til að drepa þær svo þær kæmust ekki í aðgerðarsvæðið. Friðrik var lengi ötull skurðlæknir á handlækningadeild Landspítalans. Hann stundaði framhalds- og sérfræðinám í Danmörku á árunum 1937-1945 og var þar öll heimsstyrjaldarárin. Á þessum árum var sérhæfing innan skurðlækninganna ekki eins mikil og síðar varð. Þurftu því skurðlæknar að hafa á valdi sínu kunnáttu til þess að gera aðgerðir á hinum ýmsu líf- færum líkamans. Síðari árin lagði Friðrik einkum stund á þvagfæraskurðlækningar. Friðrik segir nokkuð frá sérfræðinám- inu í æviminningum sínum Læknir í þrem löndum. Danskir læknar höfðu margir stundað sérfræðinám í Þýskalandi þar sem prússneskur andi ríkti á spítölum og inn- leiddu þeir svo þann sið í heimalandi sínu. Þar var stéttaskipting mikil og yfirlæknar margir ráðríkir og valdamiklir. Ef til vill hefur þetta mótað hann að einhverju leyti því mörgum þótti hann nokkuð formlegur og stífur í framkomu og stundum höst- ugur, svo sem á skurðstofum. Hann segir að sér hafi ekki alltaf tekist að hemja skap sitt en það hafi lagast er tímar liðu. Hann ö l d U n G a d E i l d Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðmundur oddsson, Guðrún Agnarsdóttir. Öldungaráð jóhann Gunnar Þorbergsson, jón Hilmar Alfreðsson, Kristín Guttormsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður Egilsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Minnisstæðir læknar Friðrik Einarsson (1909-2001) Ólafur Jónsson fyrrum yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar Borgarspítalans Aðgerð á Landspítala 1958. Ljósm. Andrés Kolbeinsson. Eigandi Ljósmyndasafn Reykjavíkur. 252 LÆKNAblaðið 2014/100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.