Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2014/100 253 var aftur á móti hinn alúðlegasti þegar persónulegri kynni tókust. Öll reglusemi var honum afar mikilvæg og hann lagði mikla áherslu á stundvísi. Þannig var hann alltaf mættur á réttum tíma þegar skurðaðgerðir eða stofugangar skyldu hefjast. Þegar hann varð yfirlæknir skurðlækningadeildar Borgarspítalans, en sú deild tók til starfa árið 1968, hafði hann stuttan morgunfund með samstarfsmönnum þar sem farið var yfir verkefni dagsins, sagt frá nýjum sjúklingum og skurðaðgerðum á liðinni vakt. Hann sat við endann á löngu borði og hafði vasaúr fyrir framan sig og hóf fundinn á tilsettum tíma. Mörg tilsvör Friðriks og athugasemdir þóttu hnyttin en gátu þó stundum verið sérkennileg eða dálítið meinleg. Þau voru höfð eftir honum árum saman af þeim sem til þekktu og svo er raunar enn, og var þá reynt að líkja eftir málrómi hans. Hér fylgir að lokum stutt saga: Einhverju sinni kom ungur læknir of seint á morg- unfundinn. Friðrik bauð honum góðan daginn, gerði síðan stutt hlé og sagði: „Þessir morgunfundir hefjast stundvíslega klukkan núll átta núll núll“ og síðan með vaxandi áherslu og hækkandi rómi „OG NÚLL!“ Einn af yngstu lesendum Læknablaðsins Það kasta bókstaflega ALLIR öllu frá sér til að fá gott næði og setjast í rólegheitum á besta stað og láta fara vel um sig til renna yfir Læknablaðið þegar það kemur glóðvolgt inn um lúguna. Hundraðasti árgangurinn á sér marga aðdáendur sem fara yfir hvern staf í blaðinu og láta ekkert fram hjá sér fara. Þessi mynd barst blaðinu á dögunum frá einum af góðkunningjum þess. Frá öldungadeild Írlandsferðin: Enn eru laus pláss í ferðina 14. til 22. maí. Nánar á innra neti öldungadeildarinnar á lis.is Þeir sem hafa áhuga á Írlandsferðinni tali við ferðaskrif- stofuna VITA í Hóteli Nordica eða í síma 570 4444. Ferðin í Stykkishólm: Heimsókn í Eldfjallasafn Haraldar Sigurðssonar 30. apríl. Farið verður í rútu úr bænum fyrir hádegi og Hernámssetrið í Hvalfirði skoðað í leiðinni, en þar fáum við líka súpu og brauð í hádeginu. Við komum í Eldfjallasafnið um kl. 16. Eftir heimsóknina fáum við okkur í svanginn í Stykkishólmi. aðalfundur: Fundardaginn okkar 7. maí ber upp á 20 ára afmælisdag öldungadeildar Læknafélags Íslands og við gerum okkur dagamun. Förum í rútu í Skíðaskálann í Hveradölum og að aðalfundarstörfum loknum verður boðið upp á fordrykk og borðhald. Hörður Þorleifsson rekur sögu öldungadeildarinnar og veislustjóri verður Páll Ásmundsson. Lagt af stað úr Reykjavík kl. 16.30 og heimför um kl. 22. Sumarferðin: Farið verður austur í Mýrdal 19.-20. ágúst. Við höfum pantað 50 pláss á hótel Dyrhólaey. Á næsta fundi verða skráningarlistar fyrir þessar ferðir. Þeir sem komast ekki á næsta fund verða að skrá sig á skrifstofu Læknafélagsins í síma 564 4100. U M F J ö l l U n O G G R E i n a R Friðrik Einarsson læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.