Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 22
222 LÆKNAblaðið 2014/100 við sýkt sár og opin kviðarhol og eru helstu ábendingar svipaðar og hjá fullorðnum en undirþrýstingurinn er þó oft hafður lægri.53 Frábendingar og fylgikvillar Enda þótt ábendingar fyrir sárasogsmeðferð séu fjölmargar á meðferðin ekki alltaf við og dauðsföllum hefur verið lýst.54 Helstu frábendingar eru þegar sárasogsmeðferð er notuð á óvarin líffæri, blæðandi sár og sár hjá sjúklingum með blæðingavandamál. Sama á við um illkynja sár, flóknar beinsýkingar og sár með umfangs- miklu drepi.3,55,56 Alvarlegustu fylgikvillar sárasogsmeðferðar eru blæðingar, sérstaklega frá hjarta þegar meðferðinni er beitt við djúpum sýk- ingum í bringubeinsskurði. Tíðni blæðinga frá yfirborði hjartans við þessar sýkingar er allt að 21% en reyndist 10% í nýlegri íslenskri rannsókn.37,57 Oftast eru blæðingar frá hjarta saklausar yfirborðs- blæðingar en rof á hægra slegli er einnig vel þekktur og lífshættu- legur fylgikvilli.58,59 Rof er hægt að fyrirbyggja með því að verja yfirborð hjartans með vaselíngrisjum sem komið er fyrir undir svampinum. Þá ná beinkantarnir síður að skera sig inn í vöðvann þegar sog er sett á svampinn.57,58 Blæðingum hefur einnig verið lýst við sárasogsmeðferð annarra sára en í bringubeinsskurði, en sjaldgæft er að þær valdi lífshættulegu blóðtapi.60 Þó hefur verið lýst tilfellum þar sem óvarðar æðar hafa rofnað og sjúklingum blætt út.61,62 Einnig þarf sérstaka aðgæslu við sárasogsmeðferð hjá sjúklingum með blæðingavandamál og hjá sjúklingum sem taka blóðþynnandi lyf.55,56 Ekki er mælt með sárasogsmeðferð á stór sár þar sem vefja- drep er til staðar vegna hættu á sýkingum af völdum loftfælinna baktería. Sama á við um ómeðhöndlaðar beinsýkingar (osteomye- litis)55 eða á illkynja sár, enda meðferðin jafnvel talin geta örvað skiptingu krabbameinsfrumna.3 Sárasogsmeðferð getur þó reynst vel við líknandi meðferð illkynja sára, sérstaklega þar sem hægt er að fækka sáraskiptingum.63 Við sárasogsmeðferð er mælt gegn því að nota hefðbundið sog í vegg sjúkrastofu í stað sárasugu þegar sogtæki er ekki tiltækt. Annars geta myndast óæskilegar sveiflur í undirþrýstingi og við- vörunarkerfi eru ekki til staðar eins og á sárasugum.56 Minniháttar blæðingar eru algengar þegar skipt er um umbúðir, til dæmis þegar örvefur í sárbörmum vex inn í svampinn og svampurinn festist í sárinu. Mælt er með því að láta ekki líða of langan tíma á milli umbúðaskipta til að forðast að svampurinn festist í sárinu.27 Einnig er komið fyrir sérstakri filmu í sárbotninum, til dæmis vaselín grisju.25,64 Vandamál tengd sárbörmum eru algeng en húðin getur soðnað undan umbúðunum og sárin jafnvel stækkað.5,7 Verkir eru annað algengt vandamál, sérstaklega þegar sog er sett á umbúðirnar eða þegar beitt er ósamfelldu sogi. Verkir líða oftast hjá og eru mestir við umbúðaskipti.3 Oftast má slá á verki með því að minnka sogið.27 Við sýkingar í kviðarholi eða kviðvegg er alltaf hætta á myndun garnafistla en einnig þegar kviðarhol er skilið eftir opið.3 Í slemb- aðri rannsókn Bee og félaga var tíðni garnafistla 21% hjá þeim sem fengu sárasogsmeðferð borið saman við 5% hjá þeim sem lokað var með nælonneti.65 Í annarri rannsókn var tíðni garna- fistla eftir sárasogsmeðferð aðeins 7%.44 Hætta á garnafistlum er aukin hjá sjúklingum með undirliggjandi sjúkdóma, sömuleiðis hjá sjúklingum með sýkingu í kvið en síður við kviðarholsáverka. Óljóst er hvort tíðni garnafistla er hærri við sárasogsmeðferð borið saman við aðrar meðferðir sem beitt er við opnu kviðarholi.66 Kostnaður Sárasogsmeðferð er kostnaðarsöm, enda tækjabúnaður og um- búðir dýrari en þegar notast er við hefðbundnar sáraumbúðir. Þó hafa slembaðar samanburðarrannsóknir sýnt að heildarkostnaður eykst ekki við sárasogsmeðferð. Skýrist það af styttri legutíma vegna hraðari gróningar sára sem vegur upp á móti auknum umbúðakostnaði.5,67 Sárasogsmeðferð krefst færra starfsfólks7 og R A N N S Ó K N Mynd 4. Sárasogsmeðferð beitt við opinn skotáverka á brjóst- og kviðarhol. Hluti brjóstveggjar, vinstra lunga og þind höfðu tæst í sundur en einnig kom gat á gollurshús og ristil. Fyrsta myndaröð sýnir hvernig vaselíngrisju var komið fyrir í sárinu til að verja hjarta og þind. Síðan var sárið þakið nokkrum lögum af svampi og lokað með plastfilmu og sárasuga tengd við sárið með 125mmHg undirþrýstingi. Í annarri myndaröð sést áverkinn á brjóstkassann tveimur og 7 vikum síðar og eftir flipafærslu og húðágræðslu 7 vikum frá áverka. Síðustu tvær myndirnar sýna sárið 18 mánuðum eftir áverka. Myndirnar eru birtar með leyfi European Journal of Trauma.52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.