Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 12
212 LÆKNAblaðið 2014/100 Þar var í 81% tilfella um óbólusetta ein- staklinga að ræða og 8% sem ekki voru bólusettir að fullu.17 Þessa faraldra má því að stórum hluta rekja til ófullnægj- andi þátttöku í bólusetningum, en möguleg skaðleg áhrif bóluefna hafa valdið mörgum foreldrum áhyggjum, einkum tengsl við einhverfu. Engin slík tengsl hafa fundist.18 Faraldsfræði mislinga á Íslandi er um margt sérstök vegna einangrunar landsins og hins langa tíma sem oft leið á milli faraldra. Í heilbrigðisskýrslum Íslands má finna yfirgripsmiklar sögulegar heimildir og nákvæmar landfræðilegar upplýsingar um skæða faraldra, sem hafa verið erlendum rannsakendum á sviði faraldsfræði hugleikið rannsóknarefni.19,20 Engu að síður hafa mislingafaraldrar 19. aldar hér á landi verið fremur lítið rannsak- aðir. Þótt gögn úr heilbrigðisskýrslum séu um margt ítarleg, er þar ekki unnt að finna upplýsingar um aldur, kyn og búsetu þeirra sem létust úr skæðum farsóttum á árum áður. Slíkar upplýsingar má hins vegar nálgast í kirkjubókum og manntölum, sem eru vannýttar heimildir í læknisfræðirannsóknum hér á landi (mynd 1). Á 19. öld komu mislingar sjaldan til landsins og því var stórt hlutfall þjóðarinnar næmt fyrir veirunni hverju sinni. Þess vegna var sjúkdómurinn ekki landlægur hér á landi heldur barst hingað með skipum á margra ára fresti. Einangrun var beitt en þegar slík viðbrögð brugðust var veiran fljót að dreifa sér svo úr varð mann- skæður faraldur. Stærstu mislingafaraldrar sem sögur fara af hér á landi voru árin 1846 og 1882. Þegar um afar bráðar en skammvinnar farsóttir er að ræða skapa kirkjubækurnar tækifæri til þess að búa til lista yfir þá sem líklega létust úr slíkum sjúkdómum, löngu eftir að faraldrarnir eru um garð gengnir.21 Slíkir listar geta því varpað ljósi á afleiðingar þess er stór hópur næmra einstaklinga er útsettur fyrir skæðri veiru á sama tíma. Hér verður faröldrum 19. aldar gerð skil með vísan til íslenskra samtímaheimilda, einkum kirkjubóka og tímarita. Efni og aðferðir Yfirlestur og skráning gagna Á Þjóðskjalasafni Íslands er að finna kirkjubækur frá 18.-20. öld. Í þær skráðu sóknarprestar niður upplýsingar um fædda, fermda, gifta, burtvikna, innkomna og látna. Þar er að finna persónugreinanlegar upplýsingar, þar með talið nafn, fæðingar- og dánardag, búsetu og stundum dánarorsök. Fengið var yfirlit hjá Þjóðskjalasafni Íslands um allar þær sóknir sem á landinu voru á árunum 1845-47 og 1881-83 og kirkjubækur þeirra sókna yfirfarn- ar. Af þeim 205 kirkjubókum sem voru skráðar fyrir árin 1845-47 voru 8 ekki til staðar, eða tæp 4%. Af þeim 188 kirkjubókum sem voru skráðar fyrir árin 1881-83 voru 13 ekki til staðar, eða tæp 7%. Því má gera ráð fyrir að dauðsföll hafi verið fleiri en þessi rann- sókn sýnir. Upplýsingar um látna og mannfjölda eftir sóknum og sýslum voru fengnar úr fáanlegum kirkjubókum og handskrif- uðum manntalsskýrslum á Þjóðskjalasafni Íslands, sem og riti Hagstofunnar, Hagskinnu. Hluti af þessum opinberu upplýsingum var yfirfarinn og skráður á tölvutækt form. Tölulegar upplýsingar um mannfjölda, fæðingar- og dánartíðni voru fengnar úr gögnum Hagstofu Íslands. Greinargóðar lýsingar í Heilbrigðisskýrslum landlæknis og héraðslækna voru einnig skoðaðar, auk gamalla tímarita, bóka og greina. Úrvinnsla og tölfræði Fjöldi einstaklinga sem lést í hverjum mánuði það ár sem farald- urinn geisaði var skráður niður og til samanburðar sá fjöldi sem lést árið á undan og eftir. Faraldarnir báðir gengu yfir á nokkrum mánuðum á árunum 1846 og 1882. Mislingarnir komu að vori til og voru um garð gengnir við árslok. Vitað er að mislingar bárust hvorki til landsins 1845 né 1847, sama gildir um árin 1881 og 1883. Því var ákveðið að bera þau ár saman við mislingaárin 1846 og 1882. Dregin er sú ályktun að hinn aukni fjöldi dauðsfalla sem sést á þeim tímabilum sem mislingarnir herjuðu á þjóðina, sé vegna mislinganna. Reiknað var út umframdánarhlutfall (excess morta- lity) eftir sýslum fyrir þau tímabil er faraldararnir stóðu sem hæst á eftirfarandi hátt: Faraldurinn 1846 stóð yfir í um 7 mánuði (júní til desember). Meðalfjöldi dauðsfalla yfir 7 mánuði í hverri sýslu árin 1844-45 var dreginn frá fjölda dauðsfalla í júní til desember í hverri sýslu árið 1846. Sá fjöldi var reiknaður sem hlutfall af mann- fjölda í hverri sýslu árið 1845. Sömu aðferð var beitt fyrir síðari R A N N S Ó K N Mynd 1. Hér sést manntals- skýrsla Snæfells- og Hnappa- dalsprófastsdæmis fyrir árið 1846, rituð af Pétri Péturssyni síðar biskupi. Ljósmyndina tók Sandra Gunnarsdóttir á Þjóð- skjalasafni Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.