Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2014/100 215 vanþróað ríki að nánast öllu leyti, varpa þessi sögulegu gögn skýru ljósi á umfang og afleiðingar mislinga þegar þeir berast í næmt þýði. Líklegt verður þó að telja að bágborið heilsufar, næringarástand, húsakostur og lítil heilbrigðisþjónusta hafi ráðið allmiklu um það hversu gríðarlega margir Íslendingar létust í þessum faröldrum, en þeir voru margfalt fleiri en þeir sem létust í spænsku veikinni.24,29 Í grein í Þjóðólfi frá árinu 1882 er talað um að ein orsökin fyrir því að mislingasóttin 1846 varð svo skæð hafi verið sú að oft fékk hvert einasta barn á heimilum sýkina á sama tíma, svo að á mörgum bæjum lágu heimilisstörf niðri. Allir lágu rúmfastir í einu svo að dagleg störf voru ekki unnin og jafnvel ekki mögulegt að hjúkra hinum sjúku. Um leið og bráði af fólki varð það að taka til starfa og sjá fyrir heimilinu. Við það tók sóttin sig gjarnan upp aftur, þá jafnvel með tilheyrandi fylgikvillum mislingasýkingar, til að mynda lungnabólgu, sem varð mörgum banvæn. Sýkinni gat fylgt hálsbólga, augnveiki, höfuðverkur, hósti, brjóstþyngsli og fleira og stundum mikill niðurgangur sem varð mörgum að bana.22 Síðari tíma fræðimenn hafa sett fram þá kenningu að sýkingin kunni að vera því illvígari í barnmörgum fjölskyldum vegna aukins smit- skammts við slíkar aðstæður.7 Ein áleitin spurning lýtur að vægi erfðaþátta í tilurð sjúkdómsins. Hvort hugsanlegt sé að ákveðnir einstaklingar séu í aukinni hættu á að fá lífshættulega fylgikvilla sjúkdómsins. Þær skráningar sem er að finna í hinum gömlu kirkjubókum geta hjálpað okkur að svara þeirri spurningu. Þegar borinn er saman tíminn sem það tók faraldurinn 1846 að breiðast út um landið, vekur athygli hversu hratt það gerðist, þrátt fyrir lélegar samgöngur. Eins og vænta mátti staðnæmdist far- aldurinn við Skeiðará, en barst réttsælis til Austurlands. Einnig er áhugavert að skoða hversu misjafnt það var eftir landsvæðum hve langur tími leið þar til faraldurinn náði hámarki. Í Reykjavík og nágrenni var útbreiðsluhraðinn mestur. Leiða má líkur að því að þéttbýlið í Reykjavík hafi flýtt mjög fyrir útbreiðslunni, enda ber- ast farsóttir almennt hægar út í strjálbýli og geta jafnvel stöðvast. Á Austurlandi var stígandi hægastur, enda var þar oft langt á milli bæja og landshlutinn víðfeðmur. Faraldurinn 1882 gekk hraðar yfir en faraldurinn 1846, mögulega vegna betri samgangna þó erfitt sé að segja til um það. Hann gekk yfir á þremur mánuðum á meðan faraldurinn 1846 virðist hafa náð að teygja sig yfir um 6 mánuði. Samanburður á umframdánarhlutfalli eftir sýslum sýnir sterkar vísbendingar um mikilvægi ónæmis í mislingum. Vitað er að misl- ingafaraldur gekk yfir Austurland 1868-70. Þá komu mislingarnir með frönsku fiskiskipi á Langanes og dreifðu sér um Þingeyjar- sýslur og Austurland.30 Gera má ráð fyrir að fremur lág dánartíðni á Austurlandi árið 1882 geti skýrst af þessu. Rannsókn á mislinga- faraldri í Færeyjum árið 1846 er talin vera ein sú fyrsta sem sýndi fram á ónæmisfræðilegt minni líkamans gagnvart sjúkdómnum. Danski læknirinn Peter Ludwig Panum tók eftir því að þeir sem höfðu fengið mislinga sem bárust til eyjanna 1781 smituðust ekki árið 1846.31 Samanburður á umframdánarhlutfalli eftir sýslum á Íslandi í faraldrinum 1846 sýnir að innbyrðis munur eftir sýslum var mun minni en árið 1882. Heimildir um mislingafaraldra á 18. öld á Íslandi eru afar stopular og mislingum var gjarnan ruglað saman við rauða hunda og skarlatsótt.32 Fræðimönnum ber til að mynda ekki saman um það hvort mislingar hafi borist til landsins árið 1798, en jafnvel þótt svo hafi verið má gera ráð fyrir að mögu- R A N N S Ó K N leg áhrif af hjarðónæmi vegna faraldurs það ár hafi verið fremur takmörkuð árið 1846, nær hálfri öld síðar. Ljóst er að áhrif mislingafaraldranna beggja voru gríðarleg, en þó er munur á. Árið 1846 höfðu mislingar ekki borist til Reykja- víkur í að minnsta kosti 48 ár og hugsanlega lengur. Í þeim faraldri var algengt að allir á heimilinu veiktust á sama tíma svo að öll atvinna lá niðri.24,25 Í faraldrinum 1882 voru flestir 36 ára og eldri þegar búnir að fá sjúkdóminn og gátu hjúkrað hinum sjúku og hefur hugsanlega munað um það. Við skoðun á aldursbundnu dánarhlutfalli þegar faraldurinn 1882 gekk yfir, sést að yngsti aldurshópurinn, 0-4 ára, kemur hvað verst út (mynd 6). Á 19. öld var ungbarnadauði mun hærri en þekk- ist í dag, en ef skoðaður er meðalfjöldi látinna barna á fyrsta ald- ursári 5 árum fyrir faraldurinn 1882 (1877-1881) er fjöldinn 2,6-falt lægri en mislingaárið 1882. Við skoðun okkar á fæðingartíðni í kjölfar faraldursins 1882 má merkja gríðarlega fækkun í fæðingum í kjölfarið. Má álykta að allstór hluti kvenna á barneignaaldri sem lést þegar faraldur- inn gekk yfir landið 1882 hafi verið barnshafandi. Fækkunina í fæðingum árið 1883 mætti því skýra með því að umræddar konur hafi misst fóstur eða hreinlega látist. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa sýnt fram á skaðleg áhrif mislinga á barnshafandi konur.8-10 Athygli vekur að toppur sást í fjölda fæðinga þegar faraldurinn var í hámarki í júlí árið 1882. Vit- að er að mislingar höfðu oft þau áhrif á barnshafandi konur að þær fæddu fyrir tímann. Þessi toppur gæti því mögulega verið vegna fjölda ótímabærra fæðinga, en gríðarleg fækkun fæðinga kemur fram 7-9 mánuðum síðar, sem væntanlega skýrist af hvoru tveggja, dauðsföllum barnshafandi kvenna og fósturlátum. Mislingaárið 1882 létust um 1300 fleiri en búast mátti við hér á landi. Í yfirliti yfir mannfjölda í sýslum sem birt var árið 1891 í tímaritinu Ísafold var borinn saman íbúafjöldi árið 1880 við íbúa- fjölda 1. nóvember árið 1890. Í sumum sýslum varð vart við fólks- fækkun en mesta fólksfjölgunin var í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Ísafjarðarsýslum. Þegar hart var í ári var algengt að fólk yfir- gæfi sveitabúskapinn og flykktist að sjónum, en fyrrnefndar sýslur höfðu einmitt að geyma helstu fiskipláss landsins. Þótt straumur- inn hafi verið mikill úr sveitunum í sjávarplássin á harðindatíma- bilinu 1882-1887, var hann þó margfalt meiri af landi brott, nánast eingöngu til Vesturheims. Ein orsök fólksfækkunarinnar var því brottflutningur fólks til Vesturheims.33 Einnig má velta fyrir sér óbeinum áhrifum mislinganna á fólksfækkun á Íslandi. Ekki er ósennilegt að dauðsföll innan fjöl- skyldna, fráfall foreldra, maka eða barna hafi valdið losi í fjölskyld- um og sumir þeirra sem eftir lifðu hafi viljað leita á önnur mið. Ljóst er að mislingafaraldrar 19. aldar voru gríðarlega mann- skæðir. Í mars 2014 greindist mislingatilfelli á Íslandi í fyrsta skipti frá árinu 1996. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með gangi mála og halda bólusetningartíðni í hámarki, sérstaklega í ljósi þess að far- aldrar eru að koma upp víða í Evrópu í dag. Einnig þarf að hafa í huga að enginn núlifandi einstaklingur hefur upplifað mislinga í líkingu við mislingafaraldra 19. aldar. Alvarleiki sjúkdómsins hefur því líklega fallið í gleymsku hjá mörgum. Því er mikilvægt að auka vitund almennings um sjúkdóminn því mögulegt er að margir haldi að um saklausan útbrotasjúkdóm sé að ræða og því óþarfi að bólusetja börn gegn honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.