Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2014/100 211 Inngangur Mislingar eru bráðsmitandi sjúkdómur af völdum samnefndrar veiru. Sýkingin var algeng hjá börnum og olli árlega milljónum dauðsfalla á heimsvísu áður en bóluefni kom til sögunnar á sjöunda áratug 20. ald- ar. Eftir að einstaklingur sýkist tekur við um 10 daga meðgöngutími. Í kjölfarið kemur fram hiti, hósti, nef- kvef og tárubólga.1 Eftir þessi fyrirboðaeinkenni koma fram rauðir upphleyptir flekkir, fyrst á andliti og fyrir aftan eyrun en dreifa sér síðan um búkinn og útlimi. Þessi útbrot standa yfir í 3-5 daga og hverfa í sömu röð og þau komu fram.1 Ef engin eftirmál verða vegna sýkingarinnar hefst afturbati oftast rétt eftir að út- brotin koma fram. Ónæmisbæling sem verður í kjölfar sýkingarinnar verður þó til þess að margir eru lengi að jafna sig og hætt er við ýmsum tækifærissýkingum. Hún stendur yfir í nokkrar vikur og jafnvel mánuði.2,3 Sumir fá alvarlega og jafnvel banvæna fylgikvilla eins og skæðar lungnabólgur og miðtaugakerfissýkingar. Enn er óljóst hvers vegna sumir virðast sleppa betur frá sýkingunni en aðrir. Nokkrir mögulegir þættir hafa verið nefndir, svo sem vannæring, ónæmisfræði- legir þættir og veirumagn við sýkingu.4-7 Dánartíðni vegna mislinga er hæst hjá börnum undir 5 ára aldri en einnig hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif mislinga á barnshafandi konur. Mislingar geta haft skaðleg áhrif á bæði móður og fóstur og auka líkurnar á ótímabær- um fæðingum.8-10 Hægt er að koma í veg fyrir misl- inga með bóluefni sem veitir flestum ævilangt ónæmi. Mislingaveiran var einangruð af John Enders árið 1954 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Embætti landlæknis, 3Landspítala, Reykjavík inngangur: Mislingar hafa færst í vöxt sums staðar í hinum vestræna heimi og í mars 2014 greindist mislingatilfelli á Íslandi í fyrsta skipti frá árinu 1996. Sjúkdómurinn getur valdið dauða eða alvarlegum fylgikvillum og því brýnt að minna á hversu skæður hann getur orðið og mikilvægi bólusetninga. Vegna einangrunar Íslands barst sjúkdómurinn sjaldan til landsins fyrir 20. öld. Faraldrar voru því fáir en afar útbreiddir og mann- skæðir. Sérstaða Íslands að þessu leyti gerir það að verkum að auðvelt er að meta áhrif mislinga á fjölmennt, næmt þýði. Efniviður og aðferðir: Frásagnir og lýðfræðileg gögn sýna að um mitt ár 1846 og 1882 bárust mislingar til landsins og voru báðir faraldrar afar mannskæðir. Í þessari rannsókn var leitast við að greina umfang og áhrif faraldranna tveggja með yfirferð kirkjubóka. niðurstöður: Í faraldrinum 1846 jókst fjöldi dauðsfalla mjög í júní og náði hámarki í júlí þegar 741 einstaklingur lést, um fjórföld aukning umfram það sem vænta mátti. Faraldurinn var að mestu genginn yfir í desember. Staðbundinn faraldur geisaði á Austurlandi árið 1869. Faraldurinn árið 1882 hófst um mitt ár og náði fjöldi dauðsfalla hámarki í júlí þegar 1084 létust. Það var fimmföld aukning miðað við það sem vænta mátti. umframdánarhlutfall var hæst í N-Ísafjarðarsýslu, eða 4,7%, en ekkert í A-Skaftafellssýslu þar sem mislingar gengu 13 árum áður. Þeir sem létust í faraldrinum árið 1882 voru flestir í aldurshópnum 0-4 ára, eða 64,6%. Þá var dánarhlutfall kvenna á barneignaaldri rúmlega tvöfalt hærra en karla og fæðingatíðni 7-9 mánuðum eftir hámark 1882 faraldursins lækkaði marktækt um 50%. Ályktun: Þessi rannsókn varpar ljósi á alvarlegar afleiðingar mislinga í næmu þýði og sýnir verndandi áhrif hjarðónæmis. unnt er að auðkenna flest dauðsföll mislingafaraldranna 1846 og 1882 á Íslandi. ÁGRIp Fyrirspurnir: Magnús Gottfreðsson magnusgo@landspitali.is og lifandi veiklað bóluefni gegn mislingum var sett á markað árið 1963 í Bandaríkjunum.11 Bóluefni gegn mislingum kom fyrst til landsins frá Bandaríkjunum árið 1966 og var því dreift til héraðslækna víðs vegar um landið. Ekki var um skyldubólusetningu að ræða heldur gátu þeir sem vildu látið bólusetja sig gegn gjaldi.12 Árið 1976 hófst mislingabólusetning við tveggja ára aldur.13 Árið 1989 hófst bólusetning með þrígildu bóluefni gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (Measles, Mumps and Rubella vaccine, eða MMR bóluefni) og gefið við 18 mánaða aldur. Árið 1994 var ákveðin endurbólu- setning við 9 ára aldur og 2001 var hún færð upp í 12 ára aldur. Í mars 2014 greindust mislingar á Íslandi í fyrsta skipti frá árinu 1996.14 Þrátt fyrir að mislingar séu sjúkdómur sem ætti í raun að vera hægt að útrýma með bólusetningum, eru mislingafaraldrar enn algengir víða um heim. Grunn- útbreiðslutala, eða R0 fyrir mislinga, er á bilinu 15-25 (meðalfjöldi þeirra sem smitast af einum sjúklingi með sjúkdóminn, að því gefnu að allir séu næmir), sem sýnir fram á hve sjúkdómurinn er gríðarlega smitandi en sam- kvæmt þessu er nóg að 5% þjóðar sé næm fyrir sjúk- dómnum svo faraldrar geti myndast.15 Þau lönd innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins þar sem flest mislingatilfelli á hverja milljón íbúa voru tilgreind frá apríl 2012 til mars 2013 voru Bretland, Rúmenía, Írland, Frakkland og Belgía.16 Einnig var stór hópsýking af mislingum í Sviss árið 2011 þar sem 219 tilfelli voru tilgreind (47 tilfelli á hverja 100.000 íbúa). Greinin barst 30. september 2013, samþykkt til birtingar 7. febrúar 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Umfang og áhrif mislingafaraldranna árin 1846 og 1882 á Íslandi Sandra Gunnarsdóttir1 læknanemi, Haraldur Briem1,2 læknir, Magnús Gottfreðsson1,3 læknir R A N N S Ó K N NÝ ÁBENDING Strattera er nú eina lyfið sem samþykkt er til að hefja meðferð við ADHD hjá fullorðnum Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20. 3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50. 5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53. – Fyrsta og eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki flokki örvandi lyfja1 – Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-6 – Tekið einu sinni á dag1 – Hefur staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sem sýna að Strattera er góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1 Með stöðugri stjórn á einkennum vekur ADHD minni athygli Strattera LIL130801
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.