Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2014/100 323 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson (í leyfi) havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1750 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Ungbarnaeftirlit í Heilsuverndarstöðinni Uppbygging íslenska heilbrigðiskerfisins hafði það markmið að fjölga heilbrigðum þegnum og koma í veg fyrir sjúkdóma og sóttir. Börn voru lengi afskipt í íslensku samfélagi og litið var á ýmsa barnasjúkdóma og barnadauða sem eðlilegan og lítt breytanlegan þátt. Danski læknirinn Peter A. Schleisner (1818-1900) sem dvaldi hér á landi á árunum 1847-1848 fannst mikið skorta á að kollegar hans og íslensk yfir- völd áttuðu sig á verðmæti þess að stuðla að heilbrigði allra landsmanna og að sérstaklega þyrfti að huga að ungbörnum. Það tók langan tíma að þróa heilbrigðiskerfið þannig að það þjónaði öllum og að áherslan færðist frá afleið- ingum yfir á forvarnir með heilsuvernd og heilsugæslu. Meðan læknisþjónusta var takmörkuð voru börn sjaldnast í forgangi en með auknum framförum í læknisfræði, meiri þekkingu á heilbrigðum lífsháttum og batnandi lífskjörum jókst áhersla á forvarnir. Í fyrstu var aðallega um sótt- varnir að ræða, einkum berklavarnir, en þær þróuðust út í almennt heilbrigðiseftirlit þar sem sjónum var einkum beint að konum og börnum. Frumkvæði í heilsugæslu og heilbrigðiseftirliti höfðu konurnar í Hjúkrunarfélaginu Líkn (stofnað 1915) undir forystu Christophine Bjarnhéðinsson (1868-1943) sem verið hafði fyrsta hjúkrunarkonan á Íslandi þegar Holds- veikraspítalinn í Laugarnesi tók til starfa árið 1898. Heil- brigðisástandið í Reykjavík var slæmt eins og í flestum öðrum þéttbýlisstöðum í örum vexti og opinber heil- brigðisþjónusta lítil. Líkn réði hjúkrunarkonu til að sinna heimahjúkrun, stofnaði berklavarnarstöð 1919 og hóf ungbarna- og mæðraeftirlit árið 1927. Nánast öll heilsu- verndarstarfsemi í Reykjavík var byggð upp og rekin að frumkvæði Líknar allt fram á fjórða áratug aldarinnar og á þess vegum störfuðu bæði læknar og hjúkrunarkonur. Læknar áttu að halda upp almennu heilbrigðiseftir- liti, til dæmis með skólahúsnæði og skólabörnum, en áttu stundum erfitt um vik þegar valið stóð á milli ítrustu heilbrigðiskrafna og menntunar. Lög um heilsuvernd og heilsuverndarstöðvar voru fyrst sett árið 1944 og þar var stefnt að víðtækri heilsuverndarstarfsemi en í raun var aðeins um berklavarnir að ræða. Í Reykjavík var hins vegar öflugt sjúkrasamlag og þar var stofnað embætti borgarlæknis 1948 sem hafði víðtækum skyldum að gegna um heilsuvernd og hafin var bygging heilsu- verndarstöðvar. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg tók til starfa árið 1953 en var formlega opnuð í mars 1957. Ný lög um heilsuverndarstarfsemi tóku gildi árið 1955 og þar var gert ráð fyrir heilsugæslustöðvum sem höfðu fjölþætt hlutverk, þar á meðal mæðra- og ungbarnavernd en uppbygging þeirra á landsvísu tók langan tíma. Heilsu- verndarstöðin tók við hlutverki Líknar og læknir félagsins, Katrín Thoroddsen (1896-1970), varð fyrsti yfirlæknir barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar árið 1955. Katrín var fyrst íslenskra kvenna til að vera skipuð í opinbert embætti, var héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1924-1926, og var fyrsti sérhæfði íslenski barnalæknirinn. Hún var frumkvöðull meðal lækna í málefnum kvenna og barna og starfaði að þeim málum nær allan sinn starfsaldur og skrifaði auk þess og þýddi rit um takmörkun barneigna og heilsufræði og meðferð ungbarna. Það er erfitt að mæla árangur af heilsuverndarstarfi en óhætt er að fullyrða að bætt heilsufar barna í Reykjavík hafi að hluta verið afleiðing af öflugu starfi Líknar og síðar Heilsuverndarstöðvarinnar. Virkt ungbarnaeftirlit og læknisskoðanir í skólum landsins áttu einnig stóran þátt í að bæta heilsufar landsmanna. Á myndinni á kápu blaðsins, sem tekin er í Heilsuverndarstöðinni árið 1956, er Katrín skoða unga tvíbura með aðstoð móður þeirra og reynir að fanga athygli drengjanna með svartri dúkku. Myndina tók Gunnar Rúnar Ólafsson og hún er varðveitt í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Jón Ólafur Ísberg Einar Sveinsson arkitekt (1906-1973) var húsameistari Reykjavíkur og teiknaði meðal annarra merkra bygginga Heilsuverndarstöðina sem var vígð 1957. Þar var lengi og vel stunduð heilsuvernd og nú er landlæknir þar til húsa, hótel, tölvufyrirtæki, skrifstofa hins nýja Landspítala - og fleira. Tvær myndir Braga Guðmundssonar úr Vísi 24. nóvember 1964. Sjálfstæð manneskja kemur gangandi með mömmu í ungbarnaeftirlit. Í baksýn eru vinsælustu bílar í heimi, Volksvagen-bjöllur. Börn og mæður með hlífðargleraugu í ljósum á Heilsuverndarstöðinni. Geirþrúður Kúld heilsu- verndarhjúkrunarkona vann við eftirlit ungbarna frá árinu 1939. Myndirnar eru allar fengnar úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ný meðferð fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 2 Ný leið til að lækka umframmagn af glúkósa - fjarlægir hann1 Eina meðferðin sem fjarlægir umframmagn af glúkósa um nýrun1 FJARLÆGIR um 70 g af glúkósa daglega. Getur leitt til þyngdartaps1 1 Heimild: Sérlyfjaskrártexti Forxiga (dapagliflozin), apríl 2013. LÆKKAR BLÓÐSYKUR HbA1C1 Nýtt! 03 -2 01 4- 01 Pétur Thomsen tók myndirnar utanhúss og innan. Birta, flúr og margbreytileiki er alls- ráðandi í hönnuninni og það er mikil heilsuvernd í sjálfu sér. Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari hannaði mynstrið í gólfdúknum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.