Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2014/100 331 Inngangur Áverkar á höfði eftir slys eða ofbeldi eru algeng ástæða fyrir komum á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Þeir geta haft varanlegar afleiðingar í för með sér, bæði líkam- legar og vitsmunalegar, og eru ein af meginorsökum fyrir ótímabærum dauða.1,2 Börn sem verða fyrir áverka á höfði, sem taldir eru minniháttar, ná sér í flestum tilfellum fljótt og án þess að vart verði við varanlegan skaða.3 Þó er ávallt fyrir hendi hætta á alvarlegum fylgikvillum og áverkar sem taldir eru vægir í byrjun geta haft alvarlegar afleið- ingar til lengri tíma litið.4,5 Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á áverkum á höfði á Íslandi.5-8 Rannsókn frá árinu 2000 fjallaði um alvarlega höfuðáverka á gjörgæsludeild á Sjúkra- húsi Reykjavíkur á tímabilinu 1994-1998. Þar kom fram að innlögnum á gjörgæslu vegna höfuðáverka hafði fækkað samanborið við eldri rannsókn frá tímabilinu 1973-1980.6,8 Tíðni alvarlegra höfuðáverka jókst hins vegar síðustu tvö ár tímabilsins. Dánartíðni var tæp 12% sem var ívið lægri tala en á meðal nágrannaþjóða okkar þar sem hún var um 15-20%.6 Niðurstöður þessara tveggja íslensku rannsókna benda til þess að umtalsverður árangur hafi náðst í meðferð alvarlegra höfuðáverka milli tímabilanna þar sem dánartíðni sjúklinga með Glascow Coma Score <8 við komu lækkaði úr tæpum 50% niður í 24,7%.6,8 Með aukinni vitundarvakningu um umfang og afleiðingar af áverkum á höfði hefur rannsóknum á faraldsfræði þeirra fjölgað síðastliðna áratugi. Þær hafa í kjölfarið nýst við forvarnavinnu og skipulagn- 1Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3heila- og taugaskurðlækningadeild, 4bráðasviði Landspítala. inngangur: Áverkar á höfði eru algeng afleiðing slysa og ofbeldis. Þeir geta haft varanlegar afleiðingar í för með sér og eru ein af meginorsökum fyrir ótímabærum dauða. Markmið rannsóknarinnar var að gera heildarút- tekt á komum á bráðadeild Landspítala vegna áverka á höfði í Reykjavík og athuga nýgengi, eðli og alvarleika en slík heildarúttekt hefur ekki verið gerð áður. Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru afturvirkt allar komur Reykvíkinga á Landspítala vegna áverka á höfði á árunum 2000-2005 og 2008-2009. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrárkerfum Landspítala. Áverkagrein- ingar voru flokkaðar í mjúkpartaáverka, augnáverka, höfuðbeinaáverka, innankúpu- og heilataugaáverka og fjöláverka. Valin var ein aðalgreining ef höfuðáverkagreiningar voru margar. niðurstöður: Á 8 árum komu 35.031 Reykvíkingar á Landspítala vegna áverka á höfði. Karlar voru 67%. Meðalaldur var 26 ár (0-107). Flestar komur voru hjá börnum á aldrinum 0-4 ára (20,8%), 5-9 ára (11,5%) og ungu fólki 20-24 ára (9,4%). Árlegt nýgengi lækkaði úr 4,2% árið 2000 í 3,3% árið 2009. Nýgengi innlagna lækkaði úr 181/ár/100.000 íbúa árið 2000 í 110/ár/100.000 íbúa árið 2009. Slys orsökuðu 80,5% áverkanna en slagsmál og ofbeldi 12,7%. Flestir komu á bráðadeild vegna mjúkparta- áverka (65%), augnáverka (15%) og innankúpu- og heilataugaáverka (14%). Hlutfallslega flestir lögðust inn vegna innankúpublæðingar (90,1%). Innlagðir voru 8,7% þeirra er hlutu andlitsbeinabrot en 79,2% þeirra er hlutu höfuðkúpubrot. Ályktanir: Algengustu orsakir áverka á höfði eru slys og ofbeldi sem karlar verða oftar fyrir en konur. Algengasta komuástæðan er sár á höfði en algengasta innlagnarástæðan innankúpublæðing. Nýgengi koma og innlagna Reykvíkinga á Landspítala vegna áverka á höfði fór lækkandi síðasta áratuginn. ÁGRIp Fyrirspurnir: Brynjólfur Mogensen brynmog@landspitali.is ingu heilbrigðisþjónustu þeirra sem hljóta slíka áverka.1 Þessar rannsóknir hafa aðallega beinst að ákveðnum undirhópum sjúklinga, en lítið er um þýðisrannsóknir á áverkum á höfði í heild sinni. Markmið rannsóknarinnar var að gera heildarúttekt á komum á bráðadeild Landspítala vegna áverka á höfði og meðal annars að athuga nýgengi, eðli og alvarleika áverkanna en slík heildarúttekt hefur ekki verið fram- kvæmd áður hérlendis. Efniviður og aðferðir Þýði Rannsóknin var afturskyggn. Skoðaðar voru allar komur Reykvíkinga á Landspítala vegna áverka á höfði á árunum 2000-2005 og 2008-2009. Ekki var búið að skrá upplýsingar í gagnagrunn Landspítala fyrir árin 2006 og 2007 þegar gögnunum var safnað. Fólk með lögheimili annars staðar var undanskilið. Fjöldi íbúa Reykjavíkur var breytilegur milli ára og jókst úr 109.887 árið 2000 í 119.547 árið 2009. Upplýsingum um aldur, kyn, orsakir, greiningar og afdrif var safnað úr sjúkraskrárkerfum Landspítala. Fengið var leyfi framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala, Siðanefndar Landspítala (5/2010) og Persónuverndar (2010/156). Áverkar á höfði Áverkar á höfði voru flokkaðir samkvæmt ICD-10 grein- ingum í mjúkpartaáverka (S00 S01 S08 T00 T01 T20 T33 S09.0 S09.1 S09.2 S09.8 S09.9 T28), augnáverka (T15 S05 Greinin barst 6. september 2013, samþykkt til birtingar 16. apríl 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Komur á bráðadeild Landspítala vegna áverka á höfði Eyrún Harpa Gísladóttir1 læknir, Sigurbergur Kárason2 læknir, Kristinn Sigvaldason2 læknir, Elfar Úlfarsson3 læknir, Brynjólfur Mogensen4 læknir R a n n S Ó k n NÝ ÁBENDING Strattera er nú eina lyfið sem samþykkt er til að hefja meðferð við ADHD hjá fullorðnum Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20. 3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50. 5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53. – Fyrsta og eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki flokki örvandi lyfja1 – Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-6 – Tekið einu sinni á dag1 – Hefur staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sem sýna að Strattera er góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1 Með stöðugri stjórn á einkennum vekur ADHD minni athygli Strattera LIL130801

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.