Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 33
lækna var stofnuð árið 1983 og var Örn
Bjarnason, sem var ritstjóri blaðsins í alls
17 ár og ábyrgðarmaður þess í 14 ár, fyrsti
formaður nefndarinnar. Örn var kall-
aður til, ásamt fleirum, þegar Læknablaðið
stefndi í þrot veturinn 1975-1976. Páll Ás-
mundsson, Þórður Harðarson og Bjarni
Þjóðleifsson komu að ritstjórn blaðsins
með Erni á þessum árum, en þá skiptist
það í félagslegan og fræðilegan hluta.
Fyrir tilstuðlan Tómasar Árna Jónassonar
læknis tókst farsælt samstarf við Povl Riis,
ritstjóra danska læknablaðsins, sem leiddi
til þess að Læknablaðið var prentað um
skeið í Danmörku. Örn lýsir þessu ferli í
viðtali sem mun birtast í Læknablaðinu í
júlí. Það er ljóst að ef ekki væri fyrir fram-
lag Arnar og félaga á þessum árum, þegar
hann stóð í stafni lengst af, stæðum við
vart hér í dag til að fagna aldarafmæli út-
gáfu Læknablaðsins.
Mig langar að biðja Örn um að koma
upp á svið og þiggja smáþakklætisvott
frá mér fyrir allt hans óeigingjarna starf í
þágu blaðsins. Hann er enn að grúska og
stutt síðan hann leit síðast inn á skrifstofur
blaðsins og heilsaði upp á starfsmenn. Örn
er mikill áhugamaður um bækur. Ég valdi
litla bók um merkan mann handa honum
á fornbókasölu hér í bæ, bók sem fjallar
um okkar fyrsta landlækni, Bjarna Páls-
son. Bókin er skrifuð af lærisveini Bjarna,
Sveini Pálssyni lækni og náttúrufræðingi,
sem fjallað er um í maíhefti Læknablaðsins.
Sigurður Guðmundsson skólameistari
á Akureyri ritar kjarnyrtan inngang.
Nokkrir okkar mætustu lækna eiga ættir
að rekja til Sigurðar eins og margir vita.
Njóttu vel Örn.
Ég vil einnig nota tækifæri til að þakka
öllum þeim læknum sem ég hef setið með í
ritstjórn síðastliðin 9 ár fyrir gott samstarf,
og ritrýnum fyrir ómetanlegt framlag til
fræðihluta blaðsins. Fræðileg umgjörð
Læknablaðsins hefur eflst á síðasta áratug.
Blaðið hefur þó ekki farið varhluta af efna-
hagsþrengingum samfélagsins sem hafa
hægt tímabundið á viðgangi rannsókna
hér á landi. Jóhannes Björnsson prófessor,
forveri minn sem ritstjóri og ábyrgðar-
maður, átti mestan þátt í skráningu Lækna-
blaðsins á Medline árið 2005 þegar hann sat
í ritstjórn í ritstjórnartíð Vilhjálms Rafns-
sonar. Þar náðist afar merkur áfangi í sögu
blaðsins. Tómas Guðbjartsson prófessor
hefur birt fleiri fræðigreinar en nokkur
annar í Læknablaðinu á síðasta áratug. Ég
þakka honum fádæma elju við greinaskrif
í blaðið og þeim báðum náið og gott sam-
starf í ritstjórn.
Síðast en ekki síst þakka ég Védísi
Skarphéðinsdóttur, ritstjórnarfulltrúa,
sem er hjarta blaðsins og heldur því
gangandi frá degi til dags, Hávari Sigur-
jónssyni blaðamanni, Sævari Guðbjörns-
syni, sem annast umbrot, og Sigdísi Þóru
Sigþórsdóttur, auglýsingastjóra og ritara
blaðsins, fyrir gott samstarf og þrautseigju
í starfi. Mér þætti vænt um ef starfsmenn
blaðsins kæmu upp á svið og tækju á móti
viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Það
er í raun afrek, og líklega einsdæmi, að
fræðirit sem er skráð á alla helstu alþjóð-
lega gagnagrunna hafi aðeins fjóra starfs-
menn í tveimur og hálfu stöðugildi.
Harpa Hauksdóttir augnlæknir, Guðrún Svanborg Hauksdóttir meinafræðingur og
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir, en hún hefur verið í ritstjórn síðan 2011.
Ásgeir Haraldsson barnalæknir og Jóhann Heiðar Jóhannsson meinafræðingur, áhuga-
maður um íðorð í læknisfræði sem skrifaði um þau í blaðið frá 1990-2008.
Þorbjörn Jónsson ónæmislæknir, formaður LÍ frá 2011, Helga Hannesdóttir barna- og unglingageðlæknir, barnabarn
Guðmundar Hannessonar, og Engilbert ritstjóri með gjöf Helgu til Læknablaðsins og LÍ.
LÆKNAblaðið 2014/100 353