Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2014/100 337 Inngangur Hóstarkirtilsæxli eru misleitur hópur æxla með fjöl- breytileg einkenni og horfur. Þau eru sjaldgæf en engu að síður algengustu æxli upprunnin í miðmæti.1 Í íslenskri rannsókn var aldursstaðlað nýgengi 0,28/100.000 íbúa og reyndist svipað fyrir bæði kyn.2 Meðalstærð hóstar- kirtilsæxla í þeirri rannsókn var 6,5 cm og var stærsta æxlið 9,5 cm.2 Risaæxlum í hóstarkirtli hefur verið lýst í erlendum rannsóknum3 og hér er slíku tilfelli lýst í fyrsta skipti á Íslandi. Sjúkratilfelli Áður hraust 75 ára kona leitaði til heimilislæknis eftir að hafa verið með verki ofarlega í kvið og undir hægra rifjabarði í nokkra mánuði. Verkirnir höfðu ekki tengsl við máltíðir, hún hafði aldrei reykt og aldrei fengið hjarta- og æðasjúkdóma. Hún kvartaði ekki um mæði, brjóstverki eða önnur einkenni frá lungum, né heldur megrun eða nætursvita. Hún tók einungis blóðfitu- lækkandi lyf að staðaldri. Við skoðun voru veikari öndunarhljóð yfir hægra lunga en engin aukahljóð heyrðust yfir lungum. Kviður var mjúkur og engar fyrirferðir við þreifingu. Blóðrannsóknir sýndu blóð- rauða og hvít blóðkorn innan eðlilegra marka líkt og C-reactive protein (CRP) og lifrarpróf. Gerð var ómskoðun af lifur og gallvegum sem sýndi eðlilega lifur og gallblöðru án gallsteina. Hins vegar sást við ómunina skuggi í efra brjóstholi. Því var gerð tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýndi 13 x 12 cm þéttingu í neðri hluta hægra brjósthols sem lá þétt að hægra lungnaporti og miðmæti (mynd 1). Grunur vaknaði um sarkmein en ástunga sýndi ekki illkynja frumur og benti því frekar til góðkynja æxlis. Ákveðið var að taka konuna til aðgerðar og var æxlið fjarlægt í gegnum fremri brjóstholsskurð hægra megin. Í aðgerðinni sást að æxlið, sem var vel afmarkað Æxli í hóstarkirtli eru yfirleitt góðkynja og staðsett í framanverðu miðmæti. Hér er lýst afar sjaldgæfu risaæxli í hægra brjóstholi sem reyndist vaxið út frá hóstarkirtli. Æxlið sem mældist 15 x 8 cm reyndist hóstarkirtilsæxli (thymoma) af gerð AB og tókst að fjarlægja það með skurðaðgerð. Tveimur árum eftir aðgerð er sjúklingur einkennalaus og án merkja um endurkomu sjúkdóms. ÁGRIp frá lunganu og brjóstveggnum, fyllti alveg út í neðri þriðjung hægra brjósthols. Æxlið reyndist vaxa út úr fremra miðmæti, nánar tiltekið hóstarkirtlinum, með 8 cm löngum stilk. Hóstarkirtillinn með æxlinu var fjar- lægður í heild sinni (mynd 2) og sýndi vefjagreining að æxlið var hóstarkirtilsæxli af gerð AB, 15 x 13 x 8 cm Greinin barst 3. desember 2013, samþykkt til birtingar 30. apríl 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Risaæxli í hóstarkirtli – sjúkratilfelli Elín Maríusdóttir1, Karl Erlingur Oddason1, Sigfús Nikulásson2, Tómas Guðbjartsson1,3 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2meinafræðideild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Höfundarnir eru öll læknar á Landspítala og Tómas prófessor við læknadeild HÍ. Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is S J Ú k R a T i l F E l l i Mynd 1. Tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýnir æxlið í hægra brjóstholi (ör). Mynd 2. Ljósmynd af æxlinu sem var hart viðkomu. Stilkurinn sem teygði sig inn að miðmæti er neðst til vinstri á myndinni. Victoza 6 mg/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. NovoNordisk. A 10 BX 07. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC Innihaldslýsing: Einn ml af lausn inniheldur 6 mg af liraglútíði. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Victoza er ætlað til meðferðar áÁbendingar: fullorðnum með sykursýki af tegund 2 til að ná stjórn á blóðsykri: Í samsettri meðferð með metformíni eða súlfónýlúrealyfi hjá sjúklingum með ófullnægjandi stjórn á blóðsykri þrátt fyrir stærsta þolanlegan skammt af metformíni eða súlfónýlúrea einu sér, eða í samsettri meðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfi eða metformíni og tíazólidíndíóni hjá sjúklingum sem hafa ófullnægjandi stjórn á blóðsykri þrátt fyrir tveggja lyfja meðferð. Til að auka þolSkammtar og lyfjagjöf: Skammtar: meltingarfæra er upphafsskammturinn 0,6 mg af liraglútíði á sólarhring. Eftir a.m.k. viku á að auka skammtinn í 1,2 mg. Búast má við því að sumir sjúklingar hafi ávinning af því að auka skammtinn úr 1,2 mg í 1,8 mg og með hliðsjón af klínískri svörun má auka skammtinn í 1,8 mg eftir a.m.k. eina viku til að bæta blóðsykurstjórnun enn frekar. Ekki er mælt með sólarhringsskömmtum sem eru stærri en 1,8 mg. Victoza má bæta við metformín meðferð sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og tíazólidíndíóni. Halda má áfram að gefa óbreyttan skammt af metformíni og tíazólidíndíóni. Victoza má bæta við meðferð með súlfónýlúrealyfi sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfi. Þegar Victoza er bætt við meðferð með súlfónýlúrealyfi má íhuga að minnka skammt súlfónýlúrealyfsins til að draga úr hættu á blóðsykurslækkun. Ekki er nauðsynlegt að sjúklingur fylgist sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð Victoza. Við upphaf samsettrar meðferðar með Victoza og súlfónýlúrealyfi gæti á hinn bóginn reynst nauðsynlegt að sjúklingur fylgdist sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð súlfónýlúrealyfsins. Ekki er þörfSérstakir sjúklingahópar: Aldraðir sjúklingar (>65 ára): á skammtaaðlögun vegna aldurs. Reynsla af meðferð er takmörkuð hjá sjúklingum sem eru 75 ára. : Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá≥ Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi sjúklingum með væga skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 60 90 ml/mín.).- Mjög takmörkuð reynsla er af meðferð hjá sjúklingum með miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 30 59 ml/mín.) og engin reynsla er af meðferð hjá- sjúklingum með verulega skerðingu á nýnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 30 ml/mín.). Sem stendur er ekki hægt að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með miðlungsmikla eða verulega skerðingu á nýrnastarfsemi, þ.m.t. sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi. Reynsla af meðferð hjáSjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, á hvaða stigi sem er, er of takmörkuð til að hægt sé að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með væga, miðlungsmikla eða verulega skerðingu á lifrarstarfsemi. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun VictozaBörn: hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Ekki má gefa Victoza í bláæð eða í vöðva. Victoza á að gefa einu sinni á sólarhring hvenær dagsins sem er, óháð máltíðum og það má gefa undir húð á kvið, læri eða upphandlegg. Skipta má um stungustað og tímasetningu án þess að aðlaga skammta. Hins vegar er mælt með því að gefa Victoza inndælingu á u.þ.b. sama tíma dags þegar búið er að finna hentugasta tíma dagsins. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverjuFrábendingar: hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi: Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk. Umboðsaðili á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabær. Sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur í mars 2013. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is Pakkningastærð(ir):Tveir pennar í pakka. Hver penni inniheldur 3 ml lausn með 6mg/ml. Hver penni er því 15 skammtar miðað við 1,2 mg/skammt eða 10 skammtar miðað við 1,8mg/skammt. Afgreiðslutilhögun (afgreiðsluflokkun): Verð (samþykkt hámarksverð, 1. marsR. 2014): 6 mg/ml, 3ml x 2 pennar. Kr. 21.498,- Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: O. Sjá nánari upplýsingar á vef Lyfjaafgreiðslunefndar www.lgn.is Heimildir: 1. 2.DSAM, type 2-diabetes - et metabolisk syndrom, Klinisk vejledning for almen praksis, 2012 Pratley RE et al. One year of Liraglutide treatment offers sustained and more effective glycaemic control and weight reduction compared with sitagliptin, both in combination with metformin, in patients with type 2 diabetes: a randomised, parallel-group, open-label trial. Int J Clin Pract 2011; 65(4):397-407 Inngrip snemma í sjúkdómsferlinu með árangursríkri blóðsykurstjórn getur bætt fleiri góðum árum við lífið1 Victoza einu sinni á dag samhliða töflumeðferð leiðir til:® marktækrar lækkunar á HbA1c2 marktæks þyngdartaps2 IS /L R / 0 6 1 3 /0 1 6 0

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.