Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 40
Yfirlæknir fyrir heilsugæslustöðina
í laugarási
Laust er til umsóknar starf yfirlæknis við heilsugæslustöðina í Laugarási. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið
störf 1. október eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2014.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfssvið heilsugæslulækna er m.a.: Almennar lækningar, heilsuvernd, vaktþjónusta og kennsla nema.
Hæfnikröfur
- Krafist er að umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heimilislækningum.
- Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Starfs- og stjórnunarreynsla er metin.
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla af teymisvinnu.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra.
Góður læknisbústaður er í Laugarási og umhverfið stórfenglegt.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rök-
stuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf, vísinda- og rann-
sóknarstörf. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSu við ráðningu í starfið.
nánari upplýsingar veitir Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri lækninga HSu oskar@hsu.is í síma 8681488 og læknarnir í Laugarási, þeir
Pétur Skarphéðinsson peturska@hsu.is og Gylfi Haraldsson gylfi@hsu.is í síma 4805300.
Umsóknir berist til Óskars Reykdalssonar, framkvæmdastjóra lækninga, HSu v/Árveg, 800 Selfossi.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði stofnunarinnar nær til um
20.000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu.
Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 28 legu- og dagdeildarrúm og 40 hjúkrunarrúm. Stofnunin sinnir ennfremur heilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni.
Heilsugæslustöðin í Laugarási þjónustar um 2500 íbúa og þar eru starfandi tveir læknar.
Alls eru um 226 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
360 LÆKNAblaðið 2014/100
Staða sérfræðings í geðlækningum
Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings í geðlækningum við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og veitist staðan frá 1. september n.k. eða
eftir samkomulagi.
Ábyrgðarsvið: Starfið felur í sér þjónustu við sjúklinga á legudeild, göngudeild og bráðamóttöku og samvinnu við aðrar deildir sjúkrahússins
og stofnanir á Norður- og Austurlandi. Starfinu fylgir vaktskylda, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk
tækifæra til rannsóknarvinnu.
Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geðlækningum. Við leitum að geðlækni með víðtæka menntun og reynslu í almennum
geðlækningum. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu, auk hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Sjúkrahúsið á akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu
sérgreinameðferðir. Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina geðdeildin utan höfuðborgarsvæðisins. Þar eru sex stöður lækna. Deildin þjónar
aðallega íbúum Norður- og Austurlands frá 18 ára aldri. Deildin skiptist í legudeild og dag- og göngudeild með fjölbreyttum verkefnum. Góð
samvinna er við geðsvið Landspítalans og stofnanir SÁÁ fyrir fíknisjúklinga.
Næsti yfirmaður er Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðlækninga sem gefur nánari upplýsingar um stöðuna í síma 4630100 og í tölvupósti
sigmundur@fsa.is og Gróa B. jóhannesdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs í síma 4630100 og tölvupósti groaj@fsa.is. Starfskjör fara
eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2014.
Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði Embættis landlæknis um læknisstöður, sem fæst á vef sjúkrahússins, fsa.is, til Þóru Ákadóttur
starfsmannastjóra sjúkrahússins eða á netfang thora@fsa.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upp-
lýsingum um fræðilegar rannsóknir, rit- og kennslustörf og staðfest afrit af fylgigögnum.
öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: öRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er
reyklaus vinnustaður.