Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 14
334 LÆKNAblaðið 2014/100
Áverkar á höfði eru ein algengasta ástæða áunninnar fötlunar
hjá ungu fólki og orsök þriðjungs allra dauðsfalla vegna slysa.6
Því er brýnt að halda áfram með og efla forvarnarstarf gegn
slysum. Í rannsókninni okkar voru flestir áverkanna orsakaðir af
slysum og öðrum óhöppum. Börn yngri en 10 ára hlutu áverka á
höfði nær undantekningarlaust vegna slysa eða annarra óhappa.
Í aldurshópnum 15-29 ára var hlutfallið komið niður í 64% og
nærri þriðjungur orsakaður af slagsmálum og ofbeldi. Sjúkdómar
orsökuðu nær 10% af áverkum á höfði hjá 75 ára og eldri. Yfirlið
eru algeng ástæða fyrir slysum og áverkum eldri borgara.19 Þetta
er mikilvægt að hafa í huga þegar kemur að forvarnarstarfi en
misjafnt er á milli aldurshópa hvers kyns forvarnir skila bestum
árangri. Slysaforvarnir eru þó stærsti og mikilvægasti þátturinn í
öllum aldurshópum, en sýnu mest hjá yngstu kynslóðinni. Einnig
er mikilvægt að efla forvarnir gegn ofbeldi hjá ungu fólki, til
dæmis með aukinni fræðslu og bættri löggæslu. Að lokum þarf
að huga að forvörnum fyrir eldri borgara með tilliti til sjúkdóma
og bylta.
Styrkleikar þessarar rannsóknar eru stórt þýði almennings,
langt tímabil og gæði skráningar. Í Reykjavík sinnir bráðamóttaka
Landspítala slysum og áverkum en minna en 1% rannsóknar-
þýðisins leitaði þó á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins. Rann-
sóknin hefur nokkrar takmarkanir. Val á viðeigandi greiningar-
kóðum getur misfarist og rangur kóði verið skráður. Um var að
ræða afturskyggna rannsókn svo skráning gagna var ekki jafn
áreiðanleg og ef um væri að ræða framskyggna rannsókn. Rann-
sóknartímabilið var brotið upp, þar sem ekki var búið að skrá gögn
frá árunum 2006 og 2007. Fólk með minniháttar höfuðáverka getur
einnig leitað á heilsugæslustöð til aðhlynningar og höfum við ekki
upplýsingar um þær komur í þessari rannsókn. Norræna orsaka-
skráningu vantaði hjá 1,5% þýðisins og eingöngu helmingur þess
hóps voru börn er leituðu á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
þar sem ekki er gerð slík skráning.
Í þessari rannsókn var áverkastigun og áverkaskor notuð til að
meta alvarleika áverkanna, þar sem langflestir hlutu yfirborðs- eða
augnáverka.9,10 Áhugavert hefði verið að hafa með upplýsingar um
Glasgow coma skala (GCS) til að meta meðvitund sjúklinga. GCS
er betri mælikvarði en AIS og ISS til að meta innankúpuáverka en
yfirgnæfandi meirihluti þýðisins er ekki með slíka áverka í þessari
rannsókn.
Rannsóknin hefur sérstöðu að því leyti að flestar aðrar rann-
sóknir skoða aðeins þann hóp er leggst inn á sjúkrahús. Rann-
sóknin gefur því skýrari heildarmynd af höfuðáverkum í samfé-
laginu. Eins og sást í okkar rannsókn voru algengustu ástæður
fyrir komum á bráðamóttöku opin sár á höfði, en hlutfallslega al-
gengasta orsök innlagna var innankúpublæðing. Á Íslandi virðist
vera nokkuð lágt nýgengi áverka á höfði og hefur það farið lækk-
andi undanfarin ár, en lengi má gott bæta. Mikilvægt er að halda
áfram öflugu forvarnarstarfi og stuðla með því að frekari fækkun
slíkra áverka.
Þakkir
Bestu þakkir fá Össur Ingi Emilsson læknir, Sveinn Gunnlaugsson
tölfræðingur og Ingibjörg Richter kerfisfræðingur.
Heimildir
1. Jennett B. Epidemiology of head injury. J Neurol
Neurosurg Psychiatry 1996; 60: 362-9
2. Tagliaferri F, Compagnone C, Korsic M, Servadei F, Kraus
J. A systematic review of brain injury epidemiology in
Europe. Acta Neurochir (Wien) 2006; 148: 255-68; discus-
sion 268.
3. Kraus JF, McArthur DL. Epidemiologic aspects of brain
injury. Neurol Clin 1996; 14: 435-50.
4. Jennett B. Epidemiology of head injury. Arch Dis Child
1998; 78: 403-6.
5. Halldorsson JG, Flekkoy KM, Arnkelsson GB, Tomasson
K, Gudmundsson KR, Arnarson EO. The prognostic value
of injury severity, location of event, and age at injury in
pediatric traumatic head injuries. Neuropsychiatr Dis
Treat 2008; 4: 405-12.
6. Einarsson A, Sigvaldason K, Nielsen NC, Hannesson B.
Alvarlegir höfuðáverkar á gjörgæsludeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur 1994-1998. Læknablaðið 2000; 86: 25-9.
7. Halldorsson JG, Flekkoy KM, Gudmundsson KR,
Arnkelsson GB, Arnarson EO. Urban-rural differences in
pediatric traumatic head injuries: A prospective nation-
wide study. Neuropsychiatr Dis Treat 2007; 3: 935-41.
8. Guðmundsson K. Alvarlegir höfuðáverkar. Sjúklingar
vistaðir á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1973-1980.
Læknablaðið 1987; 73: 113-20.
9. The Abbreviated Injury Scale. Des Plaines, Ill : American
Association for the Advancement of Automotive Medicine
1990 revision, update 1998.
10. Baker SP, O‘Neill B, Haddon W Jr, Long WB. The injury
severity score: a method for describing patients with
multiple injuries and evaluating emergency care. J Trauma
1974; 14: 187-96.
11. NOMESCO: Nomesco classification of external causes of
injuries. 3rd revised edition 1997.
12. Banaslysum í umferðinni fækkar. rnu.is/default.asp?sid_
id=30281&tre_rod=002%7C&tId=2&fre_id=133828&-
meira=1; - ágúst 2013.
13. Slysaskýrsla Umferðarstofu 2012. us.is/files/slysa-
skyrsla2012.pdf; - ágúst 2013.
14. Ísland með hæstu einkunn í slysavörnum barna. forvarna-
husid.is/files/2009_7_23_V%C3%9E_H%C3%A6staEin-
kunn.pdf; - ágúst 2013.
15. Sigvaldason K, Tryggvason FT, Pétursdóttir G, Snorrason
H, Baldursson H, Mogensen B. Slys meðal sjómanna á
Íslandi árin 2001-2005. Læknablaðið 2010; 96: 29-35.
16. Heskestad B, Baardsen R, Helseth E, Romner B, Waterloo
K, Ingebrigtsen T. Incidence of hospital referred head
injuries in Norway: a population based survey from the
Stavanger region. Scand J Trauma Resusc Emerg Med
2009; 17: 6.
17. Kleiven S, Peloso PM, von Holst H. The epidemiology of
head injuries in Sweden from 1987 to 2000. Inj Control Saf
Promot 2003; 10: 173-80.
18. Karason S, Johannsson R, Gunnarsdottir K, Asmundsson
P, Sigvaldason K. Líffæragjafir á Íslandi 1992-2002.
Læknablaðið 2005; 91: 417-22.
19. Marrison VK, Fletcher A, Parry SW. The older patient with
syncope: practicalities and controversies. Int J Cardiol
2012; 155: 9-13.
R a n n S Ó k n