Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 22
342 LÆKNAblaðið 2014/100 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S komu meðgöngu sé þekktar hjá þeim konum.7 Þetta segir sitt um gæði meðgönguverndar á Íslandi. Nákvæm skráning fæðinga frá 19728 hefur gert alla upplýsingaöflun markvissari og síðastliðna tvo áratugi hafa árlegar skýrslur með ítarlegum upplýsingum um fæðingar og tengd atriði verið gefin út af Fæðingaskráningunni.3 Skimun fyrir fósturgöllum hófst 1984 við 19-20 vikna með- göngulengd, og var tæpum tveimur árum síðar orðin almennt atriði í meðgönguvernd.9 Þar var lögð áhersla á einsleita ákvörðun meðgöngulengdar út frá ómmælingum,10 skimun fyrir alvarlegri fósturgöllum, fylgjustaðsetningu og önnur skyld atriði, og heil- brigðisstarfsfólki var kennt á framkvæmd skimunarinnar. Nær all- ar konur hafa komið í þessa skoðun sem var eins og mæðraverndin sjálf, gjaldfrí skoðun. Við þetta var bætt samþættu líkindamati upp úr árinu 200011 og um 85% kvenna nýta sér nú það tilboð með upp- lýstum hætti,12 enda þótt þar sé ekki um gjaldfría skimun að ræða. Mæður/foreldrar velja sjálfar/sjálf að kaupa þessa viðbótarskoðun við 11-14 vikna meðgöngulengd. Þegar þessi skimun hófst urðu talsverðar samfélagslegar deilur um réttmæti hennar. Sú leið að hafa skimunina ekki sjálfkrafa hluta mæðraverndar, heldur að láta hana kosta peninga, varð til þesss að gagnrýni hætti að mestu. Fólk velur sjálft hvort það vill kaupa skimun að fengum upplýsingum um hana. Nú fæðast sjaldan börn með alvarlega fæðingargalla í líkamsbyggingu eða meiriháttar litningafrávik. Ef það gerist, eða frávik eru minniháttar, er oftast vitað um það áður, foreldrar og aðrir nákomnir vel upplýstir og fæðingin undirbúin þannig að barninu farnist sem best. Meiriháttar litningagallar svo sem þrí- stæður 13, 18 og þrílitnun, finnast í flestum tilvikum. Ef Downs- heilkenni greinist kjósa flestir foreldrar meðgöngurof, þó það sé ekki algilt. Inngripum eins og legvatnsástungum hefur fækkað í 1/5 hluta þess sem mest var. Þær greiningaraðgerðir sem gera þarf, oftast fylgjusýnitökur, hafa verið gerðar með öryggi sem er sambærilegt við það sem sést í öðrum löndum.13 Þó meðal íslenskra kvenna hafi mæður í elstu og yngstu aldur- hópunum verið hlutfallslega fleiri en sést meðal nágrannaþjóða í Norðvestur-Evrópu og offituvandinn sé verulegur, hefur burðar- málsdauði haldist lágur og það með hóflegri inngripatíðni í fæð- ingar, sem er nú með því lægsta sem sést í Evrópu. Fyrir 25 árum var því spáð að enn mætti lækka burðarmálsdauða á Íslandi14 og það hefur gengið eftir.15 Tíðni keisaraskurða hefur verið um 17-18% af fæðingum undanfarin 15 ár og ekki aukist.3 Markvissar for- varnir í formi leiðbeininga frá kvennadeild Landspítalans, grand- skoðun og flokkun burðarmálsdauðatilvika og flokkun fæðinga eftir svokölluðu Robson-flokkunarkerfi3 er meðal þeirra atriða sem hafa stuðlað að þessu. Ekkert bendir til að börnum og mæðrum farnist verr á Íslandi en annars staðar með tilliti til fylgikvilla fæð- inga og jafnvel heldur betur.16-18 Vel skipulögð og gjaldfrí mæðra- og meðgönguvernd með skim- un af þeirri gerð sem nú er stunduð verður áfram hornsteinn kven- heilbrigði. Hún þarf að vera öllum aðgengileg, þar með talin 19-20 vikna ómskoðunin, ef hún á að ná þeim tilgangi að allar konur njóti sömu gæða í meðgöngueftirlitinu til að tryggja öryggi þeirra og ófæddra barna sem þær ganga með. Getnaðarvarnir og meðgöngurof Getnaðarvarnir snúa fyrst og fremst að kvenlíkamanum vegna líffræðilegra þátta sem betra er að nálgast og breyta hjá konum, þó ábyrgðin sé jöfn hjá báðum kynjum. Samsetta getnaðarvarna- pillan var fyrst seld á Íslandi fyrir hálfri öld, 1964,19 og varð auk smokksins, megin aðferðin sem ungar konur nýttu sér. Lykkj- unotkun var fremur bundin við konur sem voru eldri og höfðu átt barn. Hormónalykkjan, sem inniheldur prógestín-sterann levó- norgestrel, hefur orðið vinsæl getnaðarvörn síðastliðinn áratug, jafnvel meðal yngri kvenna, enda dregur mjög úr blæðingum með notkun hennar vegna þynningar á legslímunni. Aðrar getnaðar- varnir hafa haft minni þýðingu fyrir þýðið sem heild. Samfara þessu hefur fæðingum á hverja konu fækkað, þó sú tala hafi hald- ist við um 2,0 börn á konu í nær tvo áratugi. Það er það mesta sem sést í Evrópu vestanverðri þar sem barnafjöldi á hverja konu hefur verið á bilinu 1,3-1,8, jafnvel í löndum þar sem aðgengi að getnað- arvörnum hefur opinberlega verið meira heft en á Íslandi. Víða í nágrannalöndum eru getnaðarvarnir niðurgreiddar og lagt hefur verið til að á Íslandi gæti slíkt verið heppilegt fyrir konur innan tvítugs, enda hafa þunganir á ungum aldri ýmis aukaleg áhrif sem skipta máli fyrir ungar konur, svo sem á menntun og afkomu. Í lögum nr. 25 sem samþykkt voru á Alþingi 22. maí 1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, var kveðið á um „að auðvelda skyldi almenn- ingi útvegun getnaðarvarna, m.a. með því að sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði þeirra“. Þessu hefur aldrei verið framfylgt á Íslandi. Talsverð umræða hefur verið um áhrif hormónagetnaðarvarna á myndun blóðsega og áhrif á æðakerfið,20 og nauðsynlegt að ráðgjöf um getnaðarvarnir taki mið af því. Læknanemar hafa í meira en áratug staðið að fræðslu í yngri ár- göngum framhaldsskóla um land allt um ábyrgt kynlíf og getnað- arvarnir (Ástráður, astradur.is) á grundvelli jafningjafræðslu. Þetta hefur verið mikilvæg viðbót við þá fræðslu sem tengist líffræði og lífsleiknikennslu í skólum, og fræðslustarfi frá landlæknisembætt- inu og Fræðslusamtökum um kynlíf og barneignir (fkb.is). Fræðslu um getnaðarvarnir þarf þó að bæta verulega og lækka verð getn- aðarvarna, einkum til yngstu kvennanna. Neyðargetnaðarvörnin hafði lengi verið möguleg á Íslandi, en var lítið notuð þar til fyrir um áratug, þegar betri lyfjaform komu til sögunnar.22 Bæði betri fræðsla og tilvist neyðargetnaðarvarnarinnar og bætt aðgengi að henni hafa sennilega stuðlað að því að tíðni fóstureyðinga hefur ekki aukist að marki síðustu tvo áratugina þrátt fyrir fólksfjölgun. Úrræðið „fóstureyðing“ og neyðargetnaðarvörnin þurfa að vera til staðar í nútímasamfélagi. Um það og um túlkun laganna hefur ríkt breið samfélagsleg sátt. Fram til þess þegar lögin um fóstureyðingar (eða meðgöngurof; termination of pregnancy) voru sett árið 1975, hafði túlkun fyrri laga frá 1935 smám saman orðið frjálslyndari. Nýju lögin breyttu samt með róttækum hætti aðgengi kvenna að því úrræði að láta fjarlægja þungun sem þær töldu sig ekki geta gengið með. Heimildin náði fram að 16 vikna meðgöngu, en vegna aðgerðatæknilegra atriða og og til samræmis við tilmæli laganna hafa langflestar aðgerðir farið fram innan 12 vikna (landlæknir.is). Lögin leyfa frjálslynda túlkun fram að þeim tíma, en samt eru fóstureyðingar ekki „frjálsar“ á Íslandi í þeim skilningi að lögin setja aðgerðunum skorður og samþykki tveggja fagaðila þarf fyrir meðferð/aðgerð. Varðandi ólæknanlega sjúkdóma og fósturgalla hafa efri mörkin verið við 22 vikur frá 1987 með hliðsjón af tilmælum um skráningu fæðinga frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Nokkurn tíma tók að ná inn þeim möguleika að nota andhormóna og samdráttarlyfjaaðferð til fóstureyðinga23, en vel hefur tekist við þá meðferðarbreytingu. Meirihluti fóstureyðinga eru nú gerður snemma í meðgöngunni

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.