Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 24
344 LÆKNAblaðið 2014/100 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S stað opinna aðgerða við til dæmis legnám, enda bataferlið hraðara og skurðáverkinn minni. Undirbúningi undir aðgerðir hefur verið umbylt og er nú hluti af bataferlinu (flýtibati, fast-track surgery). Af aðgerðum vegna góðkynja sjúkdóma í legi og eggjastokkum eru um 70-80% gerðar með kviðsjáraðferðum, svo og flestar aðgerðir vegna utanlegþykktar.34 Á kvennadeild Landspítala var byrjað að falast eftir upplýstu og skriflegu samþykki fyrir aðgerðum og þaðan breiddist sú venja út. Með batnandi heilbrigði kvenna og færri barneignum hjá hverri konu, áherslu síðasta áratugar á betri viðgerðir þegar spangartæt- ing verður í fæðingu, og notkun nýrra meðferðarúrræða við trufl- unum á tíðablæðingum (hormónalyf, hormónalykkja) hefur eins og annars staðar dregið úr þörf fyrir kvensjúkdómaaðgerðum eins og legnámi, legsigsaðgerðum og aðgerðum vegna blöðrumyndunar á eggjastokkum. Sérhæfðar þvagfæraskurðlækningar kvenna hafa þróast að nokkru í samvinnu við almennar þvagfæraskurðlækn- ingar, þar með talið aðgerðir með net-ísetingu undir þvagrás til að lagfæra áreynsluþvagleka þar sem árangur er allt að 70-90%. Sami árangur næst við legsigsaðgerðir með stoðneti í erfiðari til- vikum, en þessar aðgerðir eru þess eðlis að mikla sérhæfni þarf til og líklegt að þær verði ekki gerðar með nægum árangri nema á einum stað á landinu. Þá hefur ítrekað verið bent á brýna þörf á að aðgerðir vegna alvarlegri forma legslímuflakks þurfi að fara fram við sérhæfðar aðstæður þar sem einnig er möguleiki á teymis- vinnu og eftirfylgd aðila með mismunandi bakgrunn. Hér gilda sömu viðhorf og til dæmis í meðferð krabbameins og varðandi flóknari þvaglekavandamál. Þetta mun, með betri lyfja- og sjúkra- þjálfunarúrræðum, leiða til þess að þörf fyrir aðstöðu til kven- sjúkdómaaðgerða má mæta á færri stöðum á landinu. Þar þarf á hinn bóginn að auka við sérhæfingu starfsfólksins og bæta teymis- vinnu frá sjúkleikamati til aðgerðanna sjálfra (ef þær þarf) og eftir- fylgdar. Sum vandamál, svo sem vegna bráðaþvagleka, asatíða og innkirtlavandamál þarf að meðhöndla þar sem völ er á góðri stoð- greiningu á formi ómskoðana, segulómunar, sneiðmynda og fleiri myndgreiningaraðferða (svo sem jáeindaskann, positron emission tomography, PET). Nauðsynlegt er að framtíðarstefna sé mörkuð sem tekur á slíkri sérhæfingarþörf. Krabbameinsleitin og krabbameinsmeðferð Fimmtíu ára leitarstarfs Krabbameinsfélagsins var nýlega minnst, en það hófst 1964, 10 árum eftir að krabbameinsskráin var stofn- sett. Leitin breytti mjög mörgu til betri vegar fyrir konur á Ís- landi. Meginmarkmiðið var að finna forstig leghálskrabbameins, en einnig aðrar meinsemdir í grindarholslífærum kvenna. Konur tóku leitinni fegins hendi og mæting var jafnan góð fram undir síð- ustu ár, ekki síst vegna þess að læknar sem önnuðust leitina voru lærðir kvensjúkdómalæknar sem gátu veitt konunum ýmis stærri eða smærri ráð og beint þeim til frekari meðferðar þegar þörf var á slíku. Dánartíðni af völdum flöguþekjuafbrigðis leghálskrabba- meins lækkaði um 90% og leitin hafði jákvæð áhrif til að minnka kirtilfrumukrabbamein í leghálsi og legslímukrabbamein,36,37 en ekki varð sami árangur varðandi eggjastokkakrabbamein og enn hefur ekki fundist skimunaraðferð sem gagnast við þeim vágesti, ekki heldur með ómun. Frá upphafi var góð gagnasöfnun tengd leitinni og það ásamt með tölvuvæðingu hennar snemma og góðu boðunarkerfi varð tilefni til ítarlegrar rannsóknarvinnu sem lagði raunhæfan grundvöll að strafsreglum leitarinnar. Samhæfing skimunar fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameinsleitar var einnig jákvæð og breytingar á því nú hafa verið dregnar í efa.38,39 Enginn vafi getur þó leikið á því að leitin hafði jákvæð áhrif út fyrir rammann sem henni var sniðinn. Konur urðu meðvitaðri um eigin heilsu og stuðningur við leitina var almennur, ekki síst utan þétt- býlissvæðanna. Ýmis vandamál, svo sem legsig og gömul ummerki spangarskaða, voru greind og vísað til meðferðar og ýmsir kven- sjúkdómar sem áður voru algengir sjást nú í minni mæli en áður. Þar á leitin sinn hlut, þó fækkun barneigna og önnur tækifæri til lækninga á kvensjúkdómum hafi líka komið til. Á árinu 2011 var byrjað að bólusetja 12 ára stúlkur gegn human papillomaveirunni, að vísu með tvígildu bóluefni sem ekki náði til HPV-tegunda sem valda vörtuveirum og teljast líka til áhættuveira fyrir leghálskrabbameini.37,40,41 Vænta má nýrra bóluefna sem taka til fleiri stofna HPV-veirunnar (multivalent efni) og kepppikefli ætti að vera að íslenskar stúlkur fái þá bestu vörn sem völ er á. Jafnframt þarf að ræða bólusetningu hjá piltum á sama aldri. Enn er ekki farið að skima fyrir veirunni í leghálssýnitöku, eins og æskilegt væri til að geta gert eftir 30 ára aldur til að gera leitna markviss- ari.41 Um leið þarf að finna leiðir sem höfða til ungs fólks til að auka mætingu í leghálskrabbameinsleitina. Hún hefur minnkað síðastliðinn áratug, einkum hjá yngri konum. Breyta þarf sýnitöku- tækninni, endurmeta skipulag leitarstarfsins, ná til yngri kvenna með nýjum hætti og undirbúa innkomu þeirra kvenna í leitina sem hafa verið bólusettar, enda mun bólusetningin með tímanum kalla á breytingar á leitarstarfinu.. Aðgerðir vegna krabbameina í kynfærum kvenna hafa lengi verið fyrst og fremst gerðar á kvennadeild Landspítala af litlu teymi sérhæfðra lækna. Langt er síðan ljóst varð hér sem annars staðar að árangur mældur í fylgikvillum og lifun er bestur þar sem meðferðin er á hendi fárra lækna sem geta viðhaldið nauðsynlegri þekkingu og þjálfun. Það tók tíma að koma þessari breytingu í gegn hér á landi, en heita má að nú leggi læknar ekki í slíkar aðgerðir annars staðar. Bæta má skipulagt mat á eggjastokkameinsemdum til að hámarka líkur á að kona með mögulegt illkynja æxli fari í fyrstu og vel skipulagða aðgerð þar sem sérhæfing og stoðþjónusta er fyrir hendi. Enn eru ekki til æxlisvísar sem duga til að greina eggjastokkakrabbamein á frumstigum og of margar konur eru enn að greinast á stigi 3 og 4. Þar til betri æxlisvísar finnast þarf að gæta varúðar í greiningu og hafa lágan þröskuld við að senda konuna til nánari rannsókna. Það gildir um alla lækna sem mögulega geta verið tilkvaddir, og þá fyrst og fremst heimilislækna meltingar- sjúkdómalækna og skurðlækna. Brjóstakrabbameinsleitin með brjóstamyndatöku hefur verið rekin á vegum Krabbameinsfélagsins í tengslum við legháls- krabbameinsleitina. Frá 1973 var brjóstaþreifing í boði um leið og leghálssýni var tekið og kvenskoðun gerð, en 1987 hófst skipulögð leit að brjóstakrabbameini með brjóstaröntgenmyndatöku hjá konum 35 ára og 40-69 ára og um leið var brjóstaþreifingu hætt hjá þessum aldurshópum. Allmargar hendingarvalsathuganir hafa sýnt árangur hjá konum á aldrinum 50-69 ára. Um aldarfjórðungs reynsla er nú af þessu leitarferli með nánari greiningaraðgerðum ef við á, svo sem ómun og vefjasýnitöku. Árangurinn hefur þó verið dreginn í efa vegna tilhneigingar til ofgreiningar og vegna þess að dánartíðni hefur ekki lækkað. Íslensku gögnin sem safnað hefur verið á vegum Krabbameinsfélagsins sýna gagn af skimuninni42 og erfitt er að sjá að henni verði ekki fram haldið meðan betri aðferðir til greiningar hjá einkennalausum konum hafa ekki fundist.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.