Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2014/100 343 með lyfjum, þegar félagslegar ástæður liggja að baki. Læknis- fræðilegar ástæður hafa haldist með svipuðum hætti lengi og taka til minni hluta fóstureyðinga, - oftast síðkominna meðgöngurofa (14.-21. vika). Af og til er vakið máls á því að fáum konum sé neitað um fóstureyðingu, en það er byggt á misskilningi. Eftir umræður og upplýsingar taka konur sjálfar upplýsta ákvörðun innan þess ramma sem lögin leyfa og því þarf sjaldan að koma til neitunarúr- ræðis og tilvísunar til úrskurðarnefndar. Kynsjúkdómar og kynheilbrigði Á 8. áratug síðustu aldar mátti stöku sinnum sjá eggjaleiðarabólgu vegna lekandasýkingar, en nú hafa þær orðið fátíðar.23,24 Sárasótt er sjaldgæf, en klamýdía er algengur sýkingavaldur meðal yngri kvenna, sem í sumum tilvikum leiðir til eggjaleiðarabólgu og skemmda sem valda ófrjósemi. Fræðslustarf Ástráðs hefur að hluta til beinst að forvörnum gegn klamýdíusýkingum og gott eftirfylgd- arkerfi á vegum húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítalans hefur átt mikinn þátt í að hefta útbreiðslu klamýdíusýkinga. Samhliða klamýdíunni og á sama aldurskeiði (yngri konur fyrst og fremst) hefur mannavörtuveiran (human papilloma virus, HPV) oft valdið keiluvörtum (condyloma acuminata) á ytri kynfærum og í leggöng- um, sem erfitt getur verið að meðhöndla. HPV er kynsjúkdómur, sem einnig veldur sýkingu í frumum í umbreytingasvæði legháls- ins (þar sem flöguþekja og kirtilþekja leghálsins mætast, transform- ation zone) og leiða til leghálsbrabbameins. Margir rekkjunautar eru algengt atferlismunstu meðal ymgri kvenna25,26 og ný viðhorf til kynlífs virðast hafa rutt sér til rúms (í bókstaflegum skilningi). Íslendingar eru nú nálægt Evrópumeti í tíðni klamýdíusýkinga (upplýsingar frá Guðrúnu Sigmundsdóttur, Landlæknisembætt- inu, landlaeknir.is), sem er áhyggjuefni vegna tengslanna við HPV. Munstur þessara sjúkdóma haldast í hendur við það sem sjá má á Norðurlöndum, þó staðan sé ívið slakari á Íslandi.27,28 Hér þarf að auka við fræðslu í gegnum skóla og vinnustaði, einkum með tilliti til kynhegðunar og ábyrgðar í kynlífi, bæta aðgengi að smokkum og hormónagetnaðarvörnum hjá yngstu konunum og breyta um bólusetningaraðferð gegn HPV veirunni þannig að sú aðgerð við 12 ára aldur taki til HPV vörtuveirustofna auk áhættustofna fyrir leghálskrabbameini. Þá þarf að huga enn betur að umbótum í ráð- gjöf til kvenna sem eiga erfiðara en aðrar með notkun getnaðar- varna. Þar á meðal eru konur sem þurfa að fara í fóstureyðingu,29-32 og fyrir þær konur meðal annars hefur nú verið sérstök móttaka á kvennadeild Landspítalans í tvo áratugi. Aðrir kynsjúkdómar sem áður sáust voru helst trichomoniasis og flatlús, en þau vandamál eru nú sjaldséð. Frjósemivandamálin Tæknifrjóvgun hófst á Íslandi eftir vandlegan undirbúning árið 1991 og er því að verða aldarfjórðungsgömul meðferð. Áður höfðu verið gerðar tæknisæðingar með nokkrum árangri.33 Fyrsta til- raunin til glasafrjóvgunar tókst, sem lofaði góðu og það hefur reynst svo. Alls hafa um 2500-3000 börn fæðst á Íslandi í kjölfar tæknifrjóvgunaraðgerða. Um 4-5% fæðinga hér á landi hafa síðustu 15 árin verið eftir glasafrjóvgun, smásjárfrjóvgun, tæknisæðingar og skyldar aðgerðir. Meðferðin var á Landspítalanum fram til 2004, en þá var stofnsett einkarekið fyrirtæki utan um starfsemina, ART Medica (í Kópavogi). Starfsemin hefur mótast með árunum: Upp- setningu fleiri en eins fósturvísis var takmörkuð til að draga úr fjölburameðgöngum sem voru nokkuð tíðar í upphafi, meðal ann- ars með endurskoðun laga um tæknifrjóvganir (árið 2007). Lögin voru meðal annars rýmkuð með tilliti til samkynhneigðra og óska þeirra um barneignir. Í gangi hefur verið umræða um staðgöngu- mæðrun og frumvarp um það er í smíðum. Skoðanir varðandi stað- göngumæðrun eru skiptar, en það sama átti við um glasafrjóvgun í upphafi. Samfélagsleg umræða leiðir til skilnings og samstöðu um meginlínur í heilbrigðisúrræðum, líka fyrir litla hópa eins og einstæðar konur og þær konur sem þurfa á staðgöngumæðrun að halda. Nú er hugað að nýjum leiðum varðandi tæknifrjóvganir svo sem gjöf fósturvísa og eggfrystingu (cryo-preservation) sem hefur þýðingu fyrir ungt fólk sem fær krabbamein, þar með talið í kyn- kirtlum. Breytt viðhorf í skurðlækningum í grindarholi Það var ekki tilviljun að kviðsjárspeglanir og kviðsjáraðgerðir þróuðust fyrst innan kvenlækninga, og þá einnig á Íslandi, enda þótt upphafið hafi hér á landi verið á lyflækningadeild Land- spítala þegar Jón Þorsteinsson lyflæknir notaði loftbrjósttæki við kviðsjárskoðun til að auðvelda sýnatöku frá lifur árið 1964 (munn- legar heimildir). Með tilkomu vídeótækninnar um og uppúr 1990 varð framþróunin mest innan skurðlækninga í kviðarholi. Opnar skurðaðgerðir til að fara inn í grindarhol kvenna miðast nú að mestu við keisaraskurði og aðgerðir vegna krabbameins. Í tengslum við góðkynja kvensjúkdóma hefur aðgerðamynstrið breyst og kviðsjáraðgerðir eða aðgerðir um leggöng hafa komið í Gunnlaugur Snædal og nokkrir starfsmenn á Landspítala taka við sírita frá Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins árið 1985. For- maður deildarinnar var Karitas Bjargmundsdóttir (fyrir miðju). Framlag ýmissa velvildar- manna til fæðinga- og kvensjúkdómaþjónustu í landinu hefur verið ómetanlegt.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.