Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 42
362 LÆKNAblaðið 2014/100 Ö l D U n G a D E i l D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðmundur oddsson, Guðrún Agnarsdóttir. Öldungaráð jóhann Gunnar Þorbergsson, jón Hilmar Alfreðsson, Kristín Guttormsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður Egilsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Aðalfundur og afmælishóf í Skíðaskálanum í Hveradölum Öldungadeild LÍ var stofnuð 7. maí 1994 á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Svo skemmtilega vildi til að tvítugsafmælið bar upp á hefðbundinn aðalfundardag, miðvikudaginn 7. maí. Þótti við hæfi að halda upp á daginn og var því boðað til fundarins í Skíðaskálanum í Hveradölum. Að fundarstörfum loknum var efnt til borðhalds. Tveir læknanemar léku á klarinett og píanó undir fordrykk, sem var í boði öldungadeildarinnar, sem og rútuferð á staðinn. Veislustjóri var Páll Ásmundsson og aðalræðumaður Hörður Þorleifsson sem hélt erindi um sögu öldungadeildarinnar með myndasýningu úr starfi deildarinnar. Allnokkrir kvöddu sér hljóðs og sögðu gamansögur. Sungið var úr sérprentuðu sönghefti með undir- leik læknanemanna ungu. Páll Ásmunds- son hafði samið smellið afmælisljóð um öldungadeildina sem sungið var við mikinn fögnuð. Ásmundur Brekkan var heiðursgestur á afmælisfundinum, en hann, Árni Björnsson og Gunnlaugur Snædal voru helstu hvatamenn að stofnun öldungadeildarinnar. Formaður kallaði Ásmund upp og tilkynnti honum að hann hefði verið kjörinn heiðursfélagi öldunga- deildarinnar. Síðar um kvöldið hélt Ás- mundur ræðu þar sem hann lét gamminn geisa. Rifjaði hann meðal annars upp tíðar komur sínar í gamla skíðaskálann í Hvera- dölum allt frá barnsaldri, en á þeim árum var nægur snjór á svæðinu. Ekki sakaði að hann settist við píanóið að lokinni veislu og lék nokkur lög áður en haldið var heim. Fundargerð og ársskýrslu ásamt erindi Harðar Þorleifssonar má finna á vefsíðu öldungadeildarinnar hjá lis.is. Magnús B. Einarson formaður Öldungadeild Læknafélags Íslands 20 ára Ferðaglaðir öldungar. Fyrsta utanlandsferðin var farin til Borgundarhólms 2003. Frá 2006 hefur verið farið árlega til út- landa nema 2009 vegna hruns- ins. Áfangastaðir hafa verið Slóvenía, Suður-England, Norð- ur-Frakkland, Madrid, fyrrum Austur-Þýskaland, Norður- Spánn, Toskana og nú nýlega Mön og Írland. Fararstjórar hafa verið Gunnar Biering, Magnús Jónsson, Kristín Jóhannsdóttir og Kristinn R. Ólafsson. Hér gerir öldungahópurinn sig breiðan framan við Dómkirkjuna í Flórens. Ljósm. PÁ. Aðalstjórn Öldungadeildar LÍ á svölum Skíðaskálans. Frá vinstri Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Magnús B. Einarson formaður og Þórarinn Sveinsson ritari. Ljósm. PÁ. 1 6 - 1 8 J U N E 2 0 1 5 | G O T H E N B U R G , S W E D E N Sustainable healthcare through General Practice – meeting the demands of a changing world 19th Nordic Congress of General Practice www.nordicgp2015.se C A L L F O R S Y M P O S I U M & W O R K S H O P P R O P O S A L S Opens: 3 Jun 2014 Deadline: 25 Sep 2014 C A L L F O R A B S T R A C T S Opens: 1 Sep 2014 Deadline: 18 Dec 2014 R E G I S T R A T I O N O P E N S 1 D E C E M B E R 2 0 1 4

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.