Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2014/100 345
S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R
Hormón og huldulyf
Á síðustu þremur áratugum liðinnar aldar varð mikil aukning í
hormónauppbótarmeðferð til að minnka óþægindi sem voru talin
tengd breytingaskeiði kvenna. Östrógen og prógestín í ýmsum
samsetningum eru áhrifarík til að draga úr ýmsum misslæmum
einkennum sem koma við minnkandi hormónaframleiðslu eggja-
stokka við og eftir tíðahvörf. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir
bentu auk þess til þess að langtímanotkun hormóna gæti dregið
hættu á hjartasjúkdómum og minnkað aldursbundna beinþynn-
ingu hjá konum.43,44 Aukin tíðni brjóstakrabbameins og hætta á
bláæðablóðsega var þekkt en var ekki talin vega upp á móti ávinn-
ingi af hormónameðferð. Í byrjun þessarar aldar komu fram rann-
sóknarniðurstöður sem bentu til þess að almenn langtímanotkun
hormóna væri ekki sá lykill að betri heilsu sem áður var talið og
frá árinu 2002 dró verulega úr notkun hormóna á breytingaskeiði.45
Nú eru hormón notuð í styttri tíma en áður og langtímanotkun
nær eingöngu bundin við staðbundna meðferð í leggöngum með
lágskammta östrógeni. Í staðinn hafa komið lítt eða órannsökuð
„náttúrulyf“, markaðsett með ágengum hætti og oft á hæpnum
forsendum, með vitnisburðum í stað rannsóknaniðurstaðna. Hér
þarf að vernda konur með viðeigandi löggjöf. Ekki getur verið rétt
að efni sem verka á sömu viðtaka og hormónalyf séu flokkuð sem
„náttúrulyf“ þegar aðeins er magn- en ekki eðlismunur á verkun-
armáta og ekki vitað hve mikil hormóna- og lyfjaáhrifin eru. Rann-
sóknir síðari ára hafa bætt ábendingar og skýrt frábendingar fyrir
hormónanotkun, þannig að nú eru þessi lyf gefin að teknu tilliti til
fleiri einstaklingsbundinna þátta í heilsufari konunnar.45
Genin og erfðirnar
Fæðinga- og kvensjúkdómafræðin hefur eins og flestallar aðrar sér-
greinar læknisfræði tengst rannsóknum á erfðaþáttum sjúkdóma
og sjúkdómsheilkenna á síðustu tveimur áratugum. Þar hefur
einkum verið um að ræða meðgönguháþrýsting, legslímuflakk
og fjölblöðruheilkenni eggjastokka í samstarfi við erlenda aðila
og Íslenska erfðagreiningu.47-51 Nokkur en takmarkaður árangur
hefur náðst, þar með talið að greina svæði á litningi 2 sem hlaut
erlendis nafnið PREGENE 1, sem fyrsta pre-eclampsíu genið. Ekki
hefur þó reynst unnt að endurtaka rannsóknarniðurstöðurnar
í öðru þýði eða einangra munstur genabreytinga á svæðinu, og
því er nafngiftin enn í lausu lofti. Þó hefur sá árangur orðið að
ákveðnar genabreytingar hafa verið útilokaðar, erfðamynstur hafa
verið skýrð, svo sem í meðgönguháþrýstingi og legslímuflakki, og
skerfur lagður til skilnings á sjúkdómsmynd og faraldsfræði þess-
ara sjúkdóma.52-55 Það er verkefni næstu framtíðar að nota öflugar
gentækniaðferðir og skyld fræði til að öðlast mun betri skilning á
samspili gena í flestum þeim heilkennum sem kallast sjúkdómar,
skilja betur hvernig arfgerðir tengjast svipgerðum þeirra og hver
eru áhrif margháttaðra umhverfisþátta á sýnd erfðabreytileika.
Sértækar birtingarmyndir sjúkdóma hjá konum
Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein af aðaldánarorsökum kvenna.
Áhættuþættir eins og aldur, fjölskyldusaga og hár blóðþrýstingur
skipta máli hjá báðum kynjum. Aðrir, eins og sykursýki, reyk-
ingar, þunglyndi, offita, þríglyceríð og kólesterólgildi hafa heldur
meira vægi hjá konum. Áhætta sem tengist meðgönguháþrýstingi,
fjölblöðruheilkenni eggjastokka, hormónagetnaðarvörnum og
breytingaskeiðinu eiga aðeins við um konur. Konur fá til dæmis
kransæðasjúkdóm síðar á ævinni en karlar og birtingarmyndin
er óljósari, svo sem með þreytu, lystarleysi, hjartsláttartruflunum
eða kviðverkjum.56-59 Þetta leiðir af sér að meðferð verður ekki
eins markviss. Ung kona sem fær hjartadrep er í meiri hættu á að
lifa það ekki af miðað við jafnaldra karl. Rannsóknir á íslenskum
konum voru með þeim fyrstu sem sýndu að háum blóðþrýstingi
í meðgöngu tengdist hærri tíðni blóðþrýstingshækkunar síðar
á ævinni og um 50% meiri líkum á dauða af völdum kransæða-
sjúkdóms.52,53,60 Eins og meðgöngusykursýki fylgja auknar líkur á
sykursýki af tegund 2 þegar komið er fram yfir fertugsaldur, þá er
meðgönguháþrýstingur merki um áhættu sem getur þýtt 5-7 árum
styttri ævi, stundum fyrir tíðahvarfaaldur.53
Efnaskiptasjúkdómar, þarma- og ristilsjúkdómar, geðsjúkdóm-
ar, fíknisjúkdómar, lungnasjúkdómar og stoðkerfissjúkdómar eru
meðal annarra heilbrigðisvandamála sem hafa aðrar birtingar-
myndir hjá konum en körlum. Nauðsynlegt verður að beina sjón-
um að þessum þáttum í framtíðinni og sníða forvarnaraðgerðir að
þeim. Framvirkar faraldsfræði og slembirannsóknir mun þurfa til
að skýra mun hjá körlum og konum betur. Þá eru vandamál eins
og ofbeldi gegn konum að öðlast mun meira vægi. Gögn frá Íslandi
styðja þetta og benda til þess að athygli ætti að beinast að þessu í
mun meiri mæli þegar konur koma til skoðunar á kvennadeildir
eða í mæðravernd.61,62
Umræða
Hvernig verður framtíðin á Íslandi með tilliti til kvennaheilbrigði?
Nú þegar hefur dregið úr þörf á skurðaðgerðum hjá konum vegna
kvensjúkdóma, barneignum hefur fækkað og þar með líkum á
skaða af þeirri orsök, og heilbrigði við tíðahvörf og fram á efri ár er
betra. Legutími á sjúkrahúsum hefur styst, konur fara heim mjög
fljótt eftir fæðingu og „sængurlega“ í hefðbundnum skilningi er
ekki lengur til að miklu leyti. Konur mega eiga von á langri ævi
og geta séð fram á gott heilsufar ef ættlægir sjúkdómar eru ekki
til staðar og ef þær geta forðast skaðsemi offitu, reykinga, áfengis
og fíkniefna. Börnin þeirra fæðast nær alltaf heilbrigð og eiga sér
álíka góða lífsvon. Nýjar rannsóknir munu skilgreina sjúkdóms-
ferli betur, annar skilningur á samþættingu erfða og umhverfis
mun leysa margar ráðgátur nútímans og síðustu 100 ára, ný með-
ferðarform og sértæk kvennaúrræði í læknisfræði munu bæta hag
kvenna.
Konur eiga sér bakhjarla: Samtök kvenna, svo sem Hringurinn
og Kvenfélagasambandið, Soroptimistar, Oddfellow-konur, og fag-
félög eins og Svölurnar, láta sig heilbrigðismál miklu skipta. Sam-
eiginleg samtök karla og kvenna, svo sem Lions, Rotary eða Kiw-
anis-klúbbar, hafa að auki lagt mikið til heilbrigðismála sem varða
konur, börn og fjölskyldur, hjá krabbameinsfélögunum og í Hjarta-
vernd er unnið ómetanlegt starf. Félög eins og Líf styrktarfélag,
Tilvera og Samtök um endómetríósis beina kröftum sínum að ein-
stökum sjúkrahúsdeildum eða sjúkdómsmyndum sem varða kon-
ur. Um allt land bera konur hag kvenna og barna sérstaklega fyrir
brjósti og sýna það í verki með mjög margvíslegum hætti. Enginn
veit hvað stjórnmálamenn og ráðandi öfl önnur munu leggja til.
Íslenskt samfélag hefur á 100 ára afmæli Læknablaðsins þróast
til góðs jafnræðis kynjanna, til aukinna réttinda kvenna á við karla
og til hagsældar sem gefur góða von til framtíðar þrátt fyrir mis-
fellur sem í stærra samhengi umheimsins virðast á stundum lítil-
fjörlegar. Og jafnvel þær verða lagfærðar ef þróunin heldur áfram
á sömu braut.
Heimildir er að finna á heimasíðu blaðsins laeknabladid.is