Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 28
348 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Gunnþóra Gunnarsdóttir Ari Jóhannesson lyflæknir er liðtækur á fleiri sviðum en lækningum. Hann gaf út ljóðabókina Öskudagar árið 2007 og nú er hann kominn með nýja bók, Lífsmörk, lífs- reynslu- og spennusögu með hetjulækni í aðalhlutverki. Við Ari sitjum úti á verönd Kjarvals- staða í glampandi sólskini og ætlum aðallega að spjalla um nýju bókina hans, Lífsmörk, sem gerist að hluta til á Land- spítalanum. Aðalsöguhetjan er svæfinga- og gjörgæslulæknir í miklum metum, bæði meðal starfsfólks og sjúklinga. Ari fer ekki í launkofa með að sögusviðið sé honum kunnugt. „Ég hef unnið á sjúkrahúsi nánast allan minn starfsaldur, og þekki allvel til á gjörgæsludeild, þó ég starfi þar ekki. Þetta er hins vegar ekki lykilsaga. Persónur bókarinnar eru alfarið mín hugarsmíð en auðvitað hef ég viðað þeim að mér gegnum árin. Ég vil segja að þær séu, hver um sig, samsettar úr nokkrum lifandi einstaklingum og held að það sé gjarnan þannig í skáldsögum. Ég reikna með að lesendur reyni að finna ákveðna einstak- linga í bókinni og er spenntur að vita hvað út úr þeim rannsóknum kemur. Það er reyndar búið að benda mér á nokkra sem koma til greina!“ Ari vill ekki beinlínis meina að söguefnið hafi lengi verið búið að sækja á hann. „Það sem sótti á mig var að halda áfram þar sem ljóðunum sleppti. Hluti þeirra var ortur út frá reynsluheimi læknis og ég hafði áhuga á að halda áfram með það sem viðmið en sá fljótlega að það sem mig langaði að lýsa komst ekki nægilega fyrir innan hins knappa ljóðforms. Þannig að fljótlega var kominn söguþráður og síðan persónur. En það var ekki eins og ég skrifaði inn í skapalón eða tiltekinn ramma, heldur varð söguþráðurinn að mestu til jafnhliða skrifunum. Ég vissi að ég ætlaði að fást við hluti sem eru ríkjandi á bráðasjúkrahúsum, það er fórnfýsi og það eru fíknir, bæði vinnu- fíkn og annars konar fíknir og það eru lífsmörk, bæði í eiginlegri og yfirfærðri merkingu. Líka sársauki. Það er heilmikill sársauki í þessari bók en líka húmor. Ástæðan fyrir því að aðalsöguhetjan er svæfinga- og gjörgæslulæknir er einkum sú að hann er svona erkitýpa, fórnfús og Ari er lyflæknir, með innkirtla- og efnaskiptasjúk- dóma sem undirgrein, og hefur starfað sem slíkur áratugum saman. Hann var við framhaldsnám og störf í Connecticut í Bandaríkjunum frá 1976-1984, síðan yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Akranesi til ársins 1998 en hefur síðan starfað á Landspítalanum. Læknir og rithöfundur: „Ég vissi að ég ætlaði að fást við hluti sem eru ríkjandi á bráðasjúkrahúsum, það er fórnfýsi og það eru fíknir,“ segir Ari sem hér stendur sunnan undir Kjarvalsstöðum, við hlið stjörnuhimins listaverksins Viðsnúningur eftir Guðjón Ketilsson. Mynd/gun Lífsmörk er viðburðarík saga

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.