Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 12
332 LÆKNAblaðið 2014/100
T26), höfuðbeinaáverka (S02 S03 T02 T03), innankúpu- og heila-
taugaáverka (S04 S06 S07) og fjöláverka með áverka á höfði (T07
S09.7). Valin var ein aðalgreining fyrir hverja komu á bráðadeild ef
greiningar voru margar. Valdar voru þær greiningar er hlutu hæst
áverkastig (Abbreviated injury scale (AIS)9 og áverkaskor (Injury
severity score (ISS))10 AIS er staðlað stigunarkerfi þar sem áverkar
á ákveðin líkamssvæði eru flokkaðir eftir alvarleika og alvarleg-
ustu áverkarnir fá hæstan stigafjölda. Áverkaskorið byggir svo á
áverkastigsskráningunni.9 Ef áverkastigið var það sama vó inn-
ankúpuáverki þyngra en brot og brot þyngra en yfirborðsáverki.
Áverkastigun og áverkaskor voru valin til þess að meta alvarleika
áverka í þessari rannsókn þar sem langflestir hljóta yfirborðs- eða
augnáverka. Í þessari rannsókn var ekki skráð meðvitundarstig
(Glascow Coma Score) þar sem flestir einstaklinganna voru með
fulla meðvitund við komu og hentaði því ekki við mat á ástandi
þeirra. Endurkomur vegna sama áverka voru ekki taldar með.
Gögnin voru skoðuð bæði með og án mjúkpartaáverka utan á
höfuðkúpu.
Orsakir áverkanna voru skoðaðar út frá upplýsingum í Norræna
orsakaskráningarkerfinu (Nomesko11) sem notað er á bráðadeild
Landspítala. Sú skráning er gerð við komu á bráðamóttöku og þar
koma fram upplýsingar um orsakir slysa, óhappa og ofbeldis.11
Tölfræði
Upplýsingar um íbúafjölda Reykjavíkur á umræddum árum feng-
ust hjá Hagstofu Íslands. Notuð var lýsandi tölfræði og kí-kvaðrat
próf við úrvinnslu gagna. Notuð voru forritin Excel 2007 (Micro-
soft Corporation, Redmond, Washington) og Stata 11.0 (Stata Cor-
poration, College Station, Texas). P-gildi undir 0,05 var talið töl-
fræðilega marktækt.
Niðurstöður
Á rannsóknartímabilinu voru komur Reykvíkinga á Landspítala
vegna áverka á höfði 35.031, eða um 4380 (3917-4676) komur að
meðaltali á ári. Á sama tíma komu rúmlega 137 þúsund íbúar
vegna hvers kyns áverka á Landspítala. Karlar voru 67% og kon-
ur 33%. Meðalaldur var 26 ár (0-107), miðgildi 21. Flestar komur
voru hjá börnum á aldrinum 0-4 ára (20,8%), síðan 5-9 ára (11,5%)
og svo 20-24 ára (9,4%) (mynd 1). Innlagnir á sjúkrahús voru
hlutfallslega algengari meðal kvenna (5%) en meðal karla (3,7%)
(p<0,001). Árlegt nýgengi áverka á höfði meðal Reykvíkinga lækk-
aði nokkuð jafnt milli ára, úr 4,2% árið 2000 í 3,3% árið 2009. Þessi
lækkun er tölfræðilega marktæk (p<0,001) (mynd 2). Nýgengi inn-
lagna lækkaði marktækt úr 181/ár/100.000 íbúa árið 2000 í 110/
ár/100.000 íbúa árið 2009 (p<0,001) (mynd 3). Nýgengi innlagna,
án mjúkpartaáverkagreininga, var 120/ár/100.000 íbúa árið 2000.
Það lækkaði í 110/ár/100.000 íbúa árið 2003, og var komið niður í
50/ár/100.000 íbúa árið 2009.
Flestir sem komu á bráðadeild voru greindir með mjúkparta-
áverka á höfði (65%). Næstflestir með augnáverka (15%) og svo
innankúpu- og heilataugaáverka (14%) (tafla I). Mjúkpartaáverkar
voru í 99% tilfella yfirborðsáverkar eða opin sár. Augnáverkar
voru oftast vegna aðskotahlutar í auga (59%) eða áverka á auga
(39%). Flestir af þeim er hlutu beináverka voru með andlitsbeina-
brot (78%), en aðeins 8,7% þeirra lögðust inn á spítala. Höfuð-
kúpubrot var aðalgreining hjá 3% einstaklinga, en af þeim þurftu
79,2% innlögn.
Hjá þeim sem hlutu innankúpu- og heilataugaáverka var heila-
hristingur algengasta greiningin, eða 96%. Af þeim þurftu 7,3%
á innlögn að halda. Innankúpublæðingu hlutu 2% og rúm 90%
þeirra lögðust inn. Einnig hlutu 2% heilaáverka og rúm 77% þeirra
lögðust inn. Af heildarhópnum með innankúpu- og heilatauga-
áverka lögðust samtals 10,1% inn (tafla II).
Í töflu III má sjá orsakir áverka á höfði samkvæmt Norrænu
orsakaskráningunni. Þegar á heildina var litið voru flestir áverk-
anna orsakaðir af slysum og öðrum óhöppum (80,5%). Börn yngri
en 10 ára hlutu áverka á höfði nær undantekningarlaust vegna
slysa eða annarra óhappa. Í aldurshópnum 15-29 ára var nær þriðj-
ungur áverka orsakaður af slagsmálum og ofbeldi, en tæp 64%
vegna slysa eða óhappa. Sjúkdómar orsökuðu nær 10% af áverkum
á höfði 75 ára og eldri.
Hjá 525 (1,5%) manns vantaði Norræna orsakaskráningu og af
þeim voru 239 börn sem leituðu á Barnaspítala Hringsins vegna
áverka á höfði en þar var ekki gerð Norræn orsakaskráning.
Umræða
Í rannsókninni var gerð heildarúttekt á áverkum á höfði í Reykjavík
sem sýndi fremur lágt nýgengi slíkra meiðsla. Um 35.000 Reyk-
víkingar leituðu á Landspítala vegna áverka á höfði á þessum 8
árum. Á sama tíma komu rúmlega 137.000 íbúar vegna hvers kyns
áverka. Rúmlega ein af hverjum fjórum komum vegna áverka var
því vegna áverka á höfði.
Mynd 1. Aldursdreifing Reykvíkinga með áverka á höfði á árunum 2000-2005 og
2008-2009.
Mynd 2. Árlegt nýgengi áverka á höfði meðal Reykvíkinga á árunum 2000-2005 og
2008-2009.
R a n n S Ó k n