Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 4
324 LÆKNAblaðið 2014/100 F R Æ Ð I G R E I N A R 6. tölublað 2014 327 Gerum betur – fækkum höfuð- áverkum Ingvar Hákon Ólafsson Stór hluti þeirra sem fá höfuðáverka eru börn. Heilahristingur hjá börnum þar sem heilinn er að þroskast getur leitt til þroska- og hegðunar- vandamála fyrir barnið. Leitum því allra leiða til að minnka líkur á að börnin okkar verði fyrir áverkum á höfði. 331 Eyrún Harpa Gísladóttir, Sigurbergur Kárason, Kristinn Sigvaldason, Elfar Úlfarsson, Brynjólfur Mogensen Komur á bráðamóttöku Landspítala vegna áverka á höfði Algengustu orsakir áverka á höfði eru slys og ofbeldi sem karlar verða oftar fyrir en konur. Algengasta komuástæðan er sár á höfði en algengasta innlagnarástæðan innankúpublæðing. Nýgengi koma og innlagna Reykvíkinga á Landspítala vegna áverka á höfði fór lækkandi síðasta áratuginn. 337 Elín Maríusdóttir, Karl Erlingur Oddason, Sigfús Nikulásson, Tómas Guðbjartsson Risaæxli í hóstarkirtli – sjúkratilfelli Hóstarkirtilsæxli eru misleitur hópur æxla með fjölbreytileg einkenni og horfur. Þau eru sjaldgæf en engu að síður algengustu æxli upprunnin í miðmæti. Í íslenskri rannsókn var aldursstaðlað nýgengi 0,28/100.000 íbúa og reyndist svipað fyrir bæði kyn. 100. ÁRGANGUR LÆKNABLAÐSINS 341 Reynir Tómas Geirsson, Jens A. Guðmundsson Heilbrigði kvenna í hundrað ár: Má bæta það sem er gott? Íslenskar konur eru í hópi þeirra sem lengstri meðalævi ná í heiminum, barneignir þeirra ganga betur en hjá flestum öðrum þjóðum sé horft til mælikvarða eins og mæðra- og burðarmálsdauða, eða til tíðni og lifunar eftir krabbamein í kynfærum og til árangurs við meðferð margra kvensjúkdóma. 329 Vísindastarf á Landspítala – samanburður við Norðurlönd og sóknarfæri Þorvarður Jón Löve Rannsakendur á Land- spítala vinna vísindastörf þar sem magn og gæði standast alþjóðlegan samanburð. Nú er lag að sækja fram með því að vinna skipulegri notkun vísindamanna á rann- sóknargögnum. L E I Ð A R A R AðALfuNdur læknafélags Íslands 2014 verður haldinn dagana 25. og 26. september í Hlíðasmára 8 í kópavogi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.