Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 20
LÆKNAbLAðið hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg, söguleg og fræðileg. Inngangur Konur eru oft sagðar vera „betri helmingurinn“ í sambandi karls og konu. Á 100 ára afmælisári Læknablaðsins er því viðeigandi að fjalla sérstaklega um heilbrigði kvenna. Flest í starfsemi líkam- ans og líffæranna er báðum kynjum sameiginlegt, en margt er frábrugðið og þá í mismiklum mæli vegna þess að líffræðilegir grunnþættir sem stýra heilbrigði og sjúkdómsferlum, eru oft með öðrum hætti hjá konum en körlum. Við höfundarnir (tveir karlar) höfum átt starfsævi sem snerist um sérstök heilbrigðismál kvenna, það er að segja þau sem snertu kynheilbrigði og æxlun. Íslenskar konur eru í hópi þeirra sem lengstri meðalævi ná í heiminum, barneignir þeirra ganga betur en hjá flestum öðrum þjóðum sé horft til mælikvarða eins og mæðra- og burðarmálsdauða, eða til tíðni og lifunar eftir krabbamein í kynfærum og til árangurs við meðferð margra kvensjúkdóma. Hér er beint sjónum að því hvers vegna það gæti verið og hvers megi vænta í framtíðinni. Umfjöll- unin getur þó seint orðið tæmandi og framtíðarspár verða alltaf óvissar, jafnvel þegar best lætur. Við upphaf síðustu aldar var lítið vitað um sérstök heilbrigðis- vandamál kvenna, lífeðlisfræði og efnaskipti kvenlíkamans, nema helst hvað gera mætti þegar kona gat ekki fætt barn sitt og hvernig eiga mætti við nokkra kvensjúkdóma með skurðaðgerðum. Kven- líffærunum hafði verið lýst, en þekking á starfsemi þeirra var lítil og skilningur á sjúkdómum í þeim, eða í þungun, var takmark- aður. Í heiminum höfðu fáar konur lokið læknaprófi og engin á Ís- landi (sú fyrsta var Kristín Ólafsdóttir (1889-1972), kandídat 1917).1 Sjúkdómar kvenna aðrir en þeir sem lutu að þungun og æxlun- arfærunum, voru túlkaðir út frá því sem vitað var um birtingar- myndina hjá körlum. Engar skipulagðar forvarnaraðgerðir voru til. Mæðradauði var algeng staðreynd í lífinu og konur gátu ekki gengið að því sem vísu að öll börn þeirra kæmust til fullorðinsára. Þær gátu verið útslitnar af erfiði og alltof mörgum barneignum, ef þær lifðu fram yfir frjósemisárin. Kynhvötin var samt eðlislæg báðum kynjum, - undan því varð ekki komist. Konur smituðust af kynsjúkdómum sem erfitt var að lækna, þær misstu fóstur eða neyddust til að ganga gegnum þungun sem þær ekki vildu eða var heilsu þeirra ofviða. Ef alvarleg vandamál komu upp í þunguninni eða við fæðinguna voru fá ráð til nema tangarfæðingar og snör handtök reyndra lækna, sem oft voru ekki tiltækir þegar þess þurfti með. Árið 1910, fimm árum áður en til Læknablaðsins var stofnað, var gerður keisaraskurður í annað sinn á Íslandi og sá fyrsti þar sem móðir og barn lifðu bæði. Sá þriðji var gerður á stofnári blaðs- ins.2 Nú fæðist fimmta til sjötta hvert barn þannig á Íslandi og er talan þó lág miðað við flest önnur þróuð ríki.3 Kvensjúkdómar, svo sem krabbamein í kynfærum, voru ofast illviðráðanlegir langt fram eftir 20. öldinni. En á öldinni eftir að fyrsta tölublað Læknablaðsins kom út urðu stórfelldar framfarir í þekkingu á heilbrigðri og sjúk- legri þungun. Nú búa íslenskar konur við almennt gott heilbrigðis- net, og það tekur ekki síst til þungunar, frjósemi og kvensjúkdóma. Hvernig gerðist það, hvar stöndum við nú og hvað má bæta? Nú er horft til nýrrar aldar þar sem litið verður með heildstæðari hætti til heilbrigðis kvenna frá barnsaldri, gegnum kynþroskann, frjó- semisskeiðið, breytingaskeiðið og til efri ára.4 Ekki er úr vegi að staldra við nokkur atriði úr sögu læknsifræði á Íslandi, frá fyrsta lærða lækninum Bjarna Pálssyni, sem einnig stofnaði til ljósmæðrakennslu konum til stórra hagsbóta með tíð og tíma, til Jóns Hjaltalín Jónssonar sem gerði fyrsta keisaraskurð- inn 1865 í moldarkofa í Þingholtunum, til Matthíasar Einarssonar, Steingríms Matthíassonar, Guðmundanna þriggja (Hannesson, Magnússon og Thoroddsen) sem áttu þátt í að koma upp Landspít- alanum, til Katrínar Thoroddsen sem starfaði að upphafi mæðra- verndar hjá Líkn við Austurvöll í Reykjavík upp úr 1927. Þarna komu við sögu Jón Nikulásson, fyrsti læknirinn með sérfræðileyfi í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp (1936), og Pétur H.J. Jakobsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir sem var fyrsti háskólakennari fagsins á Íslandi og fyrsti prófessor í því, eftirmenn hans Sigurð- ur S. Magnússon og Gunnlaugur Snædal. Sá síðarnefndi lagði til merkan skerf með rannsókn sinni á brjóstakrabbameini á Íslandi. Aðrir eftirminnilegir læknar í fæðinga- og kvensjúkdómalækn- ingum voru Jónas Bjarnason kvensjúkdómalæknir á St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði, Bjarni Rafnar á Akureyri, Guðmundur Jó- hannesson sem var í forystu fyrir krabbameinslækningum kvenna og krabbameinsleitinni, Guðjón Guðnason á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Jón Þorgeir Hallgrímsson og Jón Hilmar Alfreðsson og Kristján Sigurðsson sem tryggði krabbameinsleitinni vísinda- lega merkan grundvöll. Þóra Fischer var fyrsta konan sem starfaði sem sérfræðingur á Kvennadeild Landspítala, en í dag eru konur í öllum stjórnunarstöðum og flestum sérfræðingastöðum deildar- innar. Enn aðrir læknar komu að uppbyggingu annarra sérgreina sem voru nauðsynlegar til að sinna því sem laut að kvenheilbrigði, svo sem Valtýr Bjarnason, Alma Þórarinsson, Bjarni Bjarnason, Gunnar Biering, upphafsmaður nýburalækninga, Hannes Þórar- insson og Ólafur Jensson. Margir fleiri lögðu til í þessari uppbygg- ingu síðustu aldar, einkum eftir opnun sérstakrar fæðingadeildar 1949 á Landspítalanum (síðar Kvennadeildin frá 1975). Úr stórum og mikilvægum hópi ljósmæðra má sérstaklega minnast á Þórunni Björnsdóttur, Jóhönnu Friðriksdóttur og Kristínu Tómasdóttur. Góð og náin samvinna ljósmæðra og fæðinga- og kvensjúkdóma- lækna var alla öldina grundvallaratriði í að tryggja hina stöðugt batnandi útkomu fyrir mæður og börn þeirra á Íslandi og þar með Reynir Tómas Geirsson, Jens A. Guðmundsson Höfundar eru kvensjúkdómalæknar geirsson.acta@landspitali.is Heilbrigði kvenna í hundrað ár: Má bæta það sem er gott? 340 LÆKNAblaðið 2014/100 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.