Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2014/100 357 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Bretlandi, þeir Douglas Macmillian, Steve McCulley og Andrew Baildam. Afleiðingar brottnáms á sálfélagslega líðan og samlíf þeirra sem fara í brottnám á brjóstum voru umræðuefni Kerstin Sandelin frá Svíþjóð og vakti erindi hennar athygli. Ljóst er að þessar stóru aðgerðir, bæði brjóstnám og oft á tíðum eggjastokkabrottnám, geta haft mikil áhrif á samlífið en þessu efni hefur ekki verið gefinn nægur mikið gaumur í rannsókn- um síðustu ára. Mikilvægt er að stuðla að frekari framskyggnum rannsóknum á þessu efni á næstu árum. Áhugavert málþing var einnig um það hvernig efla mætti norræna sam- vinnu þeirra brjóstaskurðlækna sem eru að vinna við „onkóplastik“, það er að fjarlægja krabbamein úr brjósti en fram- kvæma einnig uppbyggingar samfara brjóstnámi eða fleygskurði. Ræddar voru leiðir til að styðja við unglækna sem hafa áhuga á að fara út í þetta sérnám, bæði innan norrænna landa en einnig víðar, til að mynda í Evrópu. Maria Joao Cardoso frá Portúgal, sem starfar einnig innan ESO (European School of Oncology), fjallaði ítarlega um þessa möguleika. Augljóst er að miklir ónýttir möguleikar eru bæði innan Norðurlanda og innan Evrópu. Staðan á Norðurlöndum Ráðstefnunni lauk með yfirliti yfir stöðuna í áhættuminnkandi skurðaðgerðum í hverju Norðurlandanna fyrir sig. Fyrir hönd Íslands var Kristján Skúli Ásgeirs- son sem sagði meðal annars frá því að miklar skipulagsbreytingar hefðu átt sér stað á Landspítala undanfarin ár hvað varðar þjónustu fyrir BRCA-arfbera og aðra sem eru í mikilli áhættu á að fá brjóstakrabbamein á ævinni. Þannig er nú rekin svokölluð há-áhættu göngudeild en þar starfa nú tveir brjóstaskurðlæknar, og sérhæfðir brjóstahjúkrunarfræðingar sem sinna mikilvægu stuðnings- og upplýsingahlutverki. Áætlað er að rúmlega 40% heilbrigðra kvenna sem hafa greinst sem BRCA-arfberar undanfarin tvö ár muni fara í áhættuminnkandi skurðaðgerð fyrir lok þessa árs. Erlendir fyrirlesarar á RRS Iceland. Aftasta röð frá vinstri: Steve McCulley (Englandi), Catharina Eriksen (Svíþjóð), Maria Joao Cardoso (Portúgal), Douglas Macmillan (Englandi), Andrew Baildam (Englandi), Catarina Svarvar (Finlandi). Miðröðin frá vinstri: Ellen Schlichtling (Noregi), Lovis Mæhle (Noregi), Kerstin Sandelin (Svíþjóð), Anne Irene Hagen (Noregi), Tiina Jahkola (Finlandi), Susanna Kauhanen (Finlandi). Fremsta röð frá vinstri: Kristján Skúli Ásgeirsson (Íslandi) og Iain Brown (Englandi). Á myndina vantar Steven Narod (Kanada) og Trine Foged Henriksen (Danmörku). Mynd: Kristján Skúli Ásgeirsson Sumarferð í Mýrdalinn 19.-20. ágúst 2014 Lagt verður af stað kl. 9 þriðjudaginn 19. ágúst frá Sælkerabúðinni að Bitruhálsi 2. Fyrsti áfangi ferðarinnar verður að Skógum. Byggðasafnið verður skoðað með leiðsögn og snæddur léttur hádegisverður. Síðan verður ekið austur að Felli þar sem rústir gamla bæjarins verða skoðaðar. Hér bjó séra jón Steingrímsson lengi en dvöl hans í Mýrdal verða gerð skil í ferðinni. Þá verður haldið í Dyrhólaey en þaðan í Reynishverfi, skoðuð Reynisfjara og hugað að Hellnum þar sem jón bjó um tíma. Komið verður að leiði Sveins Pálssonar, en um hann og Eyjólf Guð- mundsson frá Hvoli verður einnig fjallað. Loks verður litið yfir Heiðardalinn en síðan haldið að Hótel Dyrhólaey að Brekkum þar sem við gistum og snæðum saman kvöldverð. Síðari daginn verður ekið til Víkur, litið til Suður-Víkur, komið við í Víkurfjöru og Brydes- búð, þar sem safnið verður skoðað. Þá verður Hjörleifshöfði heimsóttur, minjar skoðaðar að Höfðabrekku, en síðan ekið upp heiðina og inn í Þakgil. Þar verður áð. Við verðum með nesti frá Hótel Dyrhólaey. Einnig verður fjallað um Kötlugos og áhrif þeirra á ferðaleiðir um svæðið. Notið verður leiðsagnar staðkunnugra félagsmanna og velunnara. Loks verður haldið heimleiðis að kveldi. Stjórn öldungadeildar lÍ

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.