Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.06.2014, Blaðsíða 30
350 LÆKNAblaðið 2014/100 Aldarafmæli hlýtur að vera að minnsta kosti einnar messu virði. Það þótti aðstandendum Læknablaðsins og buðu því til síðdegis- hófs í Iðnó við Tjörnina einn fagran vordag, 15. maí. Fjölmargir þáðu boðið og sýndu sig og sáu aðra í gamla leikhús salnum. Þar voru læknar að sjálfsögðu í yfirgnæfandi meirihluta en núverandi og fyrrverandi starfsmenn létu líka sjá sig ásamt öðrum velunn- urum blaðsins. Núverandi ritstjóri blaðsins, Engilbert Sigurðsson, ávarpaði samkvæmið og má lesa orð hans hér í næstu opnu. Hann kall- aði til sín ýmsa sem komið hafa við sögu blaðsins og er á engan hallað þótt nafn Arnar Bjarnasonar fyrrverandi ritstjóra sé nefnt fyrst. Hann fékk bók og blóm og aðrir voru líka leystir út með gjöfum. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands fékk einnig orðið, óskaði blaðinu til hamingju og greindi frá ákvörðunum stjórnar LÍ um afmælisgjafir til blaðsins. Þar kemur tvennt til. Annars vegar ætlar félagið að styrkja skönnun og innsetningu Læknablaðsins frá upphafi á vefinn timarit.is og er það verk þegar langt komið. Hins vegar er ætlunin að fjárfesta í hugbúnaðinum ScholarOne til þess að halda utan um ritrýni og aðra vinnslu fræðigreina sem birtast eiga í blaðinu og í framhaldi af því verður annað efni einnig unnið í sama gagnagrunni. Helga Hannesdóttir færði blaðinu og félaginu að gjöf fjóra ár- ganga af fyrirrennara Læknablaðsins sem afi hennar, Guðmundur Hannesson prófessor og fyrsti ritstjóri Læknablaðsins, hand- skrifaði, fjölritaði og sendi til allra lækna landsins á árunum 1901- Aldarafmæli lang lífasta fagtímarits Íslands fagnað í Iðnó ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Páll Ásmundsson fyrrum ritstjóri blaðsins (1972-1976) og Birna Þórðardóttir sem lengi þjónaði blaðinu sem ritstjórnarfulltrúi (1986-2001). Ásgeir Haraldsson barnalæknir, systkinin Magnús smitsjúkdómalæknir og María Soffía augnlæknir Gottfreðsbörn, Védís Skarphéðinsdóttir ritstjórnarfulltrúi og Þröstur Haraldsson sem hefur lagt gjörva hönd á hvaðeina á Læknablaðinu, þó ekki borið blaðið út til áskrifenda. Ragnheiður Gröndal og Pálmi Gunnarsson þöndu sína strengi á sviðinu í Iðnó. Lj ós m yn di r A rn al du r H al ld ór ss on

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.