Læknablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 11
LÆKNAblaðið 2015/101 299
Inngangur
Gallsteinar og sjúkdómar tengdir þeim eru algeng
vandamál þó margir sem hafa gallsteina séu ein-
kennalausir. Algengi gallsteina er 10-20% í Evrópu
og Norður-Ameríku og talið er að allt að 8% hvítra
kvenna í Norður-Ameríku fari í gallblöðrutöku á lífs-
leiðinni.1-3 Gallblöðrutaka er ein algengasta aðgerð
sem framkvæmd er á Landspítala og hafa verið gerðar
á bilinu 400 til 550 gallblöðrutökur árlega á Landspít-
ala undanfarin ár.4,5
Einkenni, sambærileg þeim sem áður voru talin
stafa frá steinum í gallblöðru, geta komið fram eftir að
gallblaðra hefur verið fjarlægð.5-9 Þessi einkenni geta
komið fram dögum, vikum eða árum síðar og geta
einkennin annaðhvort verið vegna vandamála í gall-
rás (ductus choledocus), þá einna helst steina, eða vegna
vandamála utan gallvegakerfisins.5,6,9
Talið er að flestir gallrásarsteinar myndist í gall-
blöðru og ferðist eftir gallblöðrugangi (ductus cysticus)
niður í gallrás.5 Flestar rannsóknir benda til þess að
steinar í gallrás sem greinast á fyrstu tveimur árum
eftir gallblöðrutöku hafi verið til staðar við aðgerð-
ina sjálfa en að þeir sem greinast síðar hafi myndast
í gallrás eftir aðgerð.5,10 Aðrar rannsóknir benda til
þess að þetta tímabil sé styttra, eða um 6 mánuðir.4
Þeir steinar sem myndast í gallrás eru oftast tengdir
rennslishindrun og/eða sýkingu í gallrás (cholangitis)
og eru 4-10% af öllum steinum í gallrás.11 Mikilvægt er
að meðhöndla þessa undirliggjandi þætti til að koma í
veg fyrir endurkomu steina síðar meir.5
1Skurðlækningadeild
Landspítala, 2læknadeild
Háskóla Íslands.
inngangur: Einkenni gallsteina í gallrás geta komið fram eftir gallblöðru-
töku. Ef þau koma fram innan tveggja ára er talið að steinn hafi verið til
staðar við aðgerðina. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þá sjúklinga
sem greindust með gallrásarstein eftir að hafa farið í gallblöðrutöku á
Landspítala á árunum 2008-2011.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn þar sem upplýsingum um
sjúklinga var safnað úr sjúkraskrárkerfi Landspítala. Meðal þess sem var
skráð voru lifrarpróf, niðurstöður myndgreininga, tími frá aðgerð, meðferð
og fylgikvillar.
niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 40 sjúklingar með gall-
rásarstein eftir gallblöðrutöku. Meðalaldur var 50 ár (20-89) og konur voru
24 (60%). Meðaltími frá aðgerð að greiningu gallrásarsteins voru 382
dagar. Greining var staðfest í 87,5% tilfella. Hjá 36 sjúklingum (90%) var
brugðist við með röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá.
Gall rásarmyndataka með ástungu gegnum kviðvegg og lifur var gerð hjá
einum sjúklingi, einn fór í opna aðgerð en þremur sjúklingum batnaði án
meðferðar. Þrír sjúklingar fengu fylgikvilla í kjölfar meðferðar. Gallrásar-
steinn greindist innan við tveimur árum frá aðgerð hjá 31 sjúklingi (77,5%).
Tíðni fyrri gallrásarsteina, gildi bílirúbíns og víkkun á gallgöngum án sjáan-
legs steins var svipuð, hvort sem steinar greindust snemma eða seint.
Ályktun: Nær alla er hægt að meðhöndla án skurðaðgerðar. Þó meirihluti
steina greinist innan tveggja ára verður ekki séð að grunur um gallrásar-
stein hafi átt að vakna við sjálfa gallblöðrutökuna hjá meirihluta sjúklinga.
ÁgrIp
Fyrirspurnir:
Elsa Björk Valsdóttir
elsava@landspitali.is
Greinin barst
14. janúar 2014,
samþykkt til birtingar
7. maí 2015.
Höfundar hafa
útfyllt eyðublað um
hagsmunatengsl.
Gallrásarsteinar eftir gallblöðrutöku
á Landspítala 2008-2011
Þórey Steinarsdóttir1 læknir, Elsa Björk Valsdóttir1,2 læknir, Páll Helgi Möller1,2 læknir
Algengi steina í gallrás á fyrstu tveimur árum eftir
gallblöðrutöku með kviðsjá er 1-2% erlendis.5 Á Íslandi
hefur tíðni gallrásarsteina eftir gallblöðrutöku á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala verið
1,5%.12,13 Lifrarprófin ALAT (Alanin transaminase), bíli-
rúbín og alkalískur fosfatasi (Alkaline phosphatase, ALP)
geta verið hjálpleg við greiningu gallrásarsteina.5,14 Óm-
skoðun getur sýnt fram á steina eða víkkun á gallrás
en segulómun af gallrás og brisrás (Magnetice Resonance
Cholangiopancreatography, MRCP) er nákvæmari til slíkr-
ar greiningar.5
Aðalmeðferð gallrásarsteina er röntgenrannsókn
á gallvegum og brisgangi með holsjá (Endoscopic Ret-
rograde Cholangiopanreatography, ERCP) með totuskurði
(sphincterotomy), annaðhvort fyrir (ef steinn er þekktur)
eða eftir aðgerð. Einnig er hægt að fjarlægja gallrásar-
steina í sömu aðgerð og gallblaðra er tekin í kjölfar
greiningar með myndrannsókn af gallrás í aðgerð (int-
raoperative cholangiogram).15
Endurinnlagnir og inngrip vegna gallrásarsteina
sem greinast ekki við fyrstu innlögn eru kostnaðar-
samar fyrir bæði samfélagið og sjúklinginn. Tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna þá sjúklinga sem greind-
ust með gallrásarstein á Landspítala á árunum 2008-
2011 eftir gallblöðrutöku, bera niðurstöður saman við
niðurstöður erlendra rannsókna, meta hvort gallrásar-
steinar við gallblöðrutökur séu vangreindir og hvert sé
hlutfall steina sem telja megi víst að hafi verið til staðar
við aðgerð miðað við steina sem hafi myndast síðar.
R a n n S Ó k n
Rannsókn unnin við
skurðdeild Landspítala
http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.06.30
13
0/
90
12
0/
80
14
0/
10
0
15
0/
110
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
A
c
ta
v
is
5
1
3
0
7
2
Vaxandi
háþrýstingur?
Lerkanidipin Actavis
– Sértækur kalsíumgangaloki með aðalverkun á æðar
10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur.