Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 17

Læknablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 17
LÆKNAblaðið 2015/101 305 Inngangur Óráð (delirium) er geðrænt heilkenni sem á sér vefrænar orsakir. Það er brátt ástand sem þróast á skömmum tíma og gengur oftast yfir á nokkrum klukkustundum eða dögum, en getur verið langvinnara.1,2 Bráðarugl (acute confusion) er annað heiti yfir þetta heilkenni. Orð- ið delirium er komið úr latínu og er upphafleg merking þess í raun „að fara úr plógfarinu“.3 Þar sem einkenni óráðs eru meðal annars breyting á meðvitund, truflun á athygli, minni, tali, skynjun, hreyfingum og tilfinn- ingum1 er þó ekki fjarri lagi að þeir sem fá óráð „fari úr plógfarinu“ í þeirri merkingu að fólk verður ólíkt sjálfu sér. Óráð er algengur fylgikvilli sjúkrahúslegu. Rann- sóknir meðal skurðsjúklinga sýna algengi á bilinu 11- 61%4,5 og eftir opna hjartaaðgerð er algengi þess á bilinu 3-52%.6 Ólíkar algengistölur skýrast af breytilegum úr- tökum hvað varðar aldur og aðra áhættuþætti óráðs og greiningaraðferðum sem notaðar eru. Fjölmargar rann- sóknir hafa sýnt fram á neikvæð áhrif óráðs á bata- horfur einstaklinga en þrátt fyrir það er vandamálið bæði vangreint og vanmeðhöndlað á sjúkrahúsum.4,7,8 Sumar rannsóknir sýna að óráð er vangreint hjá allt að tveimur af hverjum þremur sem það fá.7,9 Ófullnægj- andi mat á vitrænum þáttum, skortur á reglubundinni skimun og slök skráning lækna og hjúkrunarfræðinga eru dæmi um hindrandi þætti í fyrirbyggingu og greiningu vandamálsins.9,10 Í erlendum leiðbeiningum um forvarnir og meðferð við óráði er áhersla lögð á að greina þá sem eru í aukinni áhættu vegna undirliggj- Óráð er bráð og yfirleitt tímabundin truflun á meðvitund, athygli, hugsun, skynjun og tilfinningum. orsakir þess eru ekki að fullu þekktar en truflanir á taugaboðefnum og bólguviðbrögð eru mögulegir orsakaþættir. Óráð er algengt vandamál eftir opnar hjartaaðgerðir og afleiðingar geta verið alvarlegar. Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að vandamálið er vangreint og fyrirbyggingu og meðferð er ábótavant. Tilgangurinn með þessari yfirlitsgrein er að varpa ljósi á algengi, áhættuþætti og afleiðingar óráðs í kjölfar opinna hjartaaðgerða. Gerð var kerfisbundin fræðileg samantekt á rannsóknargreinum frá árunum 2005-2013 til að skoða algengi, útsetjandi og útleysandi áhættu- þætti og afleiðingar óráðs eftir opnar hjartaaðgerðir. Leitað var í gagna- grunnunum Web of Science, PubMed og Cinahl. Tæpur þriðjungur sjúklinga fær óráð eftir opna hjartaaðgerð. Útsetj- andi áhættuþættir eru meðal annars hár aldur, vitræn skerðing, gáttatif, þunglyndi og saga um heilablóðfall. Útleysandi áhættuþættir eru meðal annars tími á hjarta- og lungnavél og öndunarvél, lágt útfall hjarta eftir aðgerð, öndunarbilun, lungnabólga, sýkingar, þörf fyrir blóðgjöf og hjart- sláttaróregla eftir aðgerð. Óráð leiðir til lengri sjúkrahúslegu, skertrar sjálfsbjargargetu og hærri dánartíðni. Hægt er að fyrirbyggja óráð með því að sporna við þekktum áhættuþáttum. Óráð er algengur og alvarlegur fylgikvilli opinna hjartaaðgerða. Með aukinni þekkingu á áhættuþáttum, auk reglubundinnar skimunar fyrir einkennum, mætti draga úr algengi og flýta fyrir greiningu og meðferð. ÁgrIp andi áhættuþátta, greina snemmkomin einkenni og að þekkja áhættuþætti sem ýta undir ástandið og forðast þá.5,11-13 Forvörn er árangursrík og sýnt hefur verið fram á að fækka megi tilfellum óráðs um þriðjung og draga úr alvarleika þeirra með réttum starfsháttum.14,15 Með- ferð getur hins vegar verið vandasöm eftir að óráð hefur komið til.16 Fyrsta opna hjartaaðgerðin var framkvæmd hérlendis árið 1986 og eru framkvæmdar um 200 opnar hjartaað- gerðir árlega á fullorðnum einstaklingum. Meðalaldur sjúklingahópsins hefur farið hækkandi hérlendis, árið 1990 var meðalaldur þeirra sem gengust undir opna hjartaaðgerð 60,5 ár en 65,4 ár árið 2013.17 Í ljósi þess að þeim fjölgar sífellt sem ná háum aldri og auknar tækni- framfarir bjóða upp á flóknari og umfangsmeiri aðgerðir má álykta að þeim fjölgi verulega sem teljast í hættu á að fá óráð, en hár aldur og heilabilun, sem hefur sterka fylgni við hækkandi aldur, eru meðal helstu áhættu- þátta óráðs.18,19 Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á algengi, áhættuþætti og afleiðingar óráðs eftir opnar hjartaað- gerðir. Byrjað er á almennri umfjöllun um óráð og því næst gerð grein fyrir niðurstöðum kerfisbundinnar rannsóknarsamantektar á óráði eftir opna hjartaaðgerð. Skilgreiningar og greiningarviðmið fyrir óráð Í ICD-10 (International Statistical Classification of Disea- ses and Health Related Problems, 10th revision, ICD-10) Greinin barst 8. janúar 2015, samþykkt til birtingar 22. apríl 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Óráð eftir opna hjartaaðgerð: kerfisbundin samantekt á algengi, áhættuþáttum og afleiðingum Steinunn Arna Þorsteinsdóttir1,2 hjúkrunarfræðingur, Herdís Sveinsdóttir2,2 hjúkrunarfræðingur, Jón Snædal1,3 læknir 1Skurðlækningarsviði Landspítala, 2hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands, 3öldrunarlækningadeild Landspítala Landakoti. Fjórar yfirlitstöflur með greininni (nr. II-V) eru á heimasíðu Læknablaðsins. Fyrirspurnir: Steinunn Arna Þorsteinsdóttir steitors@landspitali.is Y F i R l i T S G R E i nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.06.31 www.sak.is Forstöðulæknir geðlækninga og deildarlæknir geðlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri Lausar eru til umsóknar tvær stöður í geðlækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri. ÖRYGGI • SAMVINNA • FRAMSÆKNI Forstöðulæknir Staðan veitist frá 1. ágúst 2015 til fimm ára. Hæfniskröfur Fullt lækningaleyfi og sérfræðiréttindi í geðlækningum. Reynsla af stjórnun, hæfni á sviði samskipta og sam- vinnu, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um- sagnir stöðunefndar lækna sjúkrahússins og stöðunefnd- ar Embættis landlæknis. Forstöðulæknir geðlækninga hefur yfirumsjón með geðlækningum og er leiðandi og stefnumótandi í grein- inni á sjúkrahúsinu. Hann samræmir störf yfirlækna og annarra sérfræðinga sem undir hann heyra til að tryggja skjólstæðingum sjúkrahússins bestu mögulegu þjónustu. Forstöðulæknir hefur eftirlit með vinnufyrirkomulagi og mönnun innan einingarinnar í samræmi við markmið um rekstur hennar og fjárhagsramma. Deildarlæknir Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi 1. september 2015. Staðan veitist til 6 mánaða, eða lengur ef um semst. Hæfniskröfur Umsækjandi skal hafa fullgilt íslenskt lækningaleyfi. Hæfni á sviði samskipta og samvinnu, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum nauðsynleg. Helstu þættir starfsins Í starfinu felst dagvinna skv. nánari fyrirmælum og skipulagi forstöðulæknis geðlækninga. Stöðunni fylgir vaktskylda á geðdeild. Um er að ræða námsstöðu og fær deildarlæknirinn í starfi sínu leiðsögn og kennslu hjá geðlæknum. Starfið felst í þjónustu við sjúklinga geðlækninga, skráningu og samskiptum samkv. fyrir- mælum, lögum og reglugerðum, þátttaka í kennslu nema heilbrigðisstétta, aðstoð við verklega þjálfun læknanema og þátttaka í meðferðarteymum einingarinnar. Upplýsingar um starfið veita: Sigmundur Sigfússon forstöðulæknir geðlækninga sími: 463 0100 netfang: sigmundur@sak.is Ingvar Þóroddsson framkvæmdastjóri lyflækningasviðs sími: 463 0100 netfang: ingvarth@sak.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní n.k. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublaði sem fæst á vef sjúkrahússins www.sak.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt próf- skírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina almenna geð- deildin utan höfuðborgarsvæðisins og þjónar aðallega íbúðum Norður- og Austurlands 18 ára og eldri. Þar er veitt margvísleg meðferð við öllum bráðum og langvinn- um geðröskunum, í góðri samvinnu við heilsugæslu, sjúkrahúsdeildir, félagsþjónustu sveitarfélaga og aðra aðila á svæðinu. Geðdeildin skiptist í tvær þjónustuein- ingar, legudeild og dag- og göngudeild.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.