Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2015/101 315
þar sem rannsökuð voru 537 sýni frá maí 2012 til apríl 2013, fund-
ust þessar bakteríur ekki í neinu sýni. Af sömu ástæðu og að ofan
greinir er erfitt að bera saman algengi þess að finna Campylobacter
í ferskum kjúklingafurðum. Nýjustu gögn um algengi Campylobac-
ter í ferskum tilbúnum kjúklingaafurðum í Evrópu eru frá 2013, en
þar er algengið að jafnaði 26%, eða allt frá 0% í Slóvakíu upp í 74% í
Luxemburg (í sumum tilfellum byggt á mjög fáum sýnum).15 Staða
þessara mála er því mjög góð hér á landi.
Salmonella spp.
Á Íslandi er nýgengi Salmonellasýkinga 15,2/100.000, næstum
því helmingi lægra en nýgengi Campylobactersýkinga. Fleiri Ís-
lendingar smitast af Salmonella í útlöndum en á Íslandi (mynd
2). Salmonellasýkingar eru því tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi og
oftast er um að ræða stök tilfelli sem erfitt er að rekja. Á sama hátt
og fyrir Campylobactersýkingar er mjög lítill hluti Salmonellasýk-
inga greindur og tilkynntur og geta nýgengistölur því verið mjög
villandi og erfitt að bera saman á milli landa. Þannig virðist sem
Salmonellasýkingar séu mun algengari í Norður- en Suður-Evr-
ópu, þó að raunin sé allt önnur eins og sýnt hefur verið fram á með
mælingum á mótefnum gegn Salmonella hjá hópi fólks í 13 löndum
Evrópu.10,11 Ein stærsta Salmonella-hópsýking sem komið hefur upp
á Íslandi var árið 2000 og var rakin til innflutts salats. Þar var um
fjölónæman S. typhimurium stofn að ræða.16 Reynsla höfunda er
sú að stofnar sem taldir eru vera innlendir hafa alltaf verið mjög
næmir fyrir sýklalyfjum, þannig að þegar um fjölónæma stofna er
að ræða megi reikna með því að þeir séu upprunnir í útlöndum.
Matvæli sem eru upprunnin utan Íslands eru því ekki aðeins lík-
legri til að innihalda Salmonella, heldur er Salmonella sem berst frá
útlöndum (öðrum en Norðurlöndunum) mun líklegri til að vera
ónæm fyrir mörgum sýklalyfjum. Salmonella fannst ekki í inn-
lendum kjúklingaafurðum í nýlegri rannsókn á neytendamarkaði
á Íslandi.17
Alifuglabændum hefur tekist svo vel upp að fyrirbyggja Cam-
pylobacter og Salmonellu smit, að Ísland er orðin fyrirmynd annarra
þjóða. Hér á landi er til dæmis brugðist við öllum tegundum
Salmonellu, en ekki aðeins S. typhimurium og S. enteritidis eins og
krafa er um í Evrópusambandinu.18 Finnist einhver Salmonella teg-
und í eldishópi alifugla hér á landi er óheimilt að senda hann til
slátrunar, öllum fuglum í hópnum er fargað og allt urðað.19 Finnist
Salmonella í sýnum teknum í sláturhúsi hérlendis eru afurðir hóps-
ins innkallaðar og það sama gildir ef Salmonella finnst á markaði.
Escherichia coli
E. coli er ein af algengustu bakteríunum í þörmum manna og dýra
og þannig mikilvægur hluti eðlilegrar örveruflóru þeirra. Til eru
nokkur afbrigði af E. coli sem geta valdið niðurgangi. Algengastir
eru líklega svokallaðir „enterotoxigenic“ E. coli (ETEC), sem eru al-
gengasta orsök ferðamannaniðurgangs. Annað afbrigði sem nefn-
ist „Enterohaemorrhagic“ E. coli (EHEC) getur valdið blóðugum
niðurgangi og um 15% barna innan 10 ára aldurs sem sýkjast fá
bráða nýrnabilun (haemolytic uraemic syndrome). Ákveðnar sermis-
gerðir eru þekktari að því að valda þessum einkennum en aðrar
og er sermisgerðin O157:H7 þeirra þekktust og hafa saurræktanir
að mestu miðað við að finna þá sermisgerð. Árið 2011 varð stór
hópsýking í Þýskalandi af sermisgerðinni O104:H4, sem greindist
ekki með hefðbundnum aðferðum.20 Við grun um EHEC-sýkingu
er því nú einnig mælt með leit að eiturefnum bakteríunnar í saur
í stað leitar að sermisgerð O157:H7 eingöngu.21 EHEC er aðallega
að finna í meltingarvegi ungra nautgripa, en þeir geta líka lifað
lengi í umhverfinu og þannig mengað vatn og grænmeti.22 EHEC-
sýkingar hafa verið mjög sjaldgæfar á Íslandi, eða að jafnaði aðeins
0-2 tilfelli á ári (mynd 3), það er nýgengi 0-0,6 tilfelli/100.000 á ári.
Til samanburðar er nýgengið í Skotlandi um fjögur tilfelli/100.000
á ári.23 Árin 2007 og 2009 skáru sig mjög úr á Íslandi vegna hópsýk-
inga. Uppruni hópsýkingarinnar árið 2009 hefur enn ekki fundist,
en hópsýkingin árið 2007 var vegna mengaðs salats sem var inn-
flutt frá Hollandi.24
Líklega má rekja lágt nýgengi á Íslandi til þess að EHEC annað-
hvort finnst ekki eða er sjaldgæft í nautgripum á Íslandi. Í nýlegri
rannsókn á vegum Matvælastofnunar voru tekin sýni úr 845 naut-
gripum (169 nautgripabú) í 7 umdæmum til að kanna hvort greina
mætti Salmonellu eða E. coli O157:H7 (EHEC) í sýnunum. Öll sýnin
Mynd 2. Nýgengi sýkinga af völdum Salmonella á Íslandi eftir árum og uppruna
(innlendum, erlendum og óþekktum).
Tafla I. Nýgengi greindra sýkinga af völdum Campylobacter og Salmonella
á Íslandi árin 2010-2014, samanborið við nokkur lönd í Evrópu og í
Evrópusambandinu árið 2013; fjöldi/100,000 íbúa.
Campylobacter Salmonella
Ísland
2010 17,3 10,7
2011 38,6 17,6
2012 20,6 12,5
2013 31,2 15,1
2014 43,3 12,6
Danmörk 173,7 20,3
Svíþjóð 84,9 29,7
Noregur 65,2 26,9
Bretland 104 13,2
Þýskaland 77,3 22,8
EU 64,8 20,4
Y F i R l i T S G R E i n