Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 38

Læknablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 38
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R 326 LÆKNAblaðið 2015/101 Öldrunarbylgjan sem gengur nú yfir Vesturlönd á eftir að gerbreyta heil- brigðiskerfinu hér á landi. Barnaspreng- ing eftirstríðsáranna er að nálgast eftir- launaaldurinn og með hækkandi aldri fjölgar þeim sem glíma við fjölveikindi sem aftur gerir auknar kröfur til heil- brigðisstétta um rétta meðferð, hvort sem er með eða án lyfja. Um þetta snýst fjöldi rannsókna í lyfja- og læknisfræði um þessar mundir og ein þeirra er nú komin í gang á Landspítalanum undir því við- eigandi heiti SENATOR. – Þetta er klínísk rannsókn sem fram fer á sex evrópskum háskólasjúkra- húsum, segir Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir og ábyrgðarmaður rann- sóknarinnar á Landspítalanum. – Tilurð hennar byggir á þeirri vitneskju að eldri einstaklingum með marga sjúkdóma og fjöllyfjanotkun er hættara en öðrum við aukaverkunum lyfjameðferðar. Slíkar aukaverkanir geta verið sjúklingum hættulegar, lengt legutíma á sjúkrahúsi og aukið kostnað. Markmiðið með SENATOR er að bæta greiningu á aukaverkunum lyfja ásamt því að þróa og prófa hugbúnað sem gefur ráð um lyfjameðferð og aðrar meðferðarleiðir eldri sjúklinga með marga sjúkdóma, bætir hann við. Auk Landspítala taka þátt í rannsókn- inni sjúkrahús í Cork á Írlandi, Aberdeen í Skotlandi, Ghent í Belgíu, Ancona á Ítalíu og Madrid á Spáni. Til viðbótar leggja vísindamenn fjögurra háskóla og stofnana í Danmörku, Þýskalandi, Englandi og Frakklandi sitt af mörkum, meðal annars við að samræma lyfjalista og leggja mat á hagkvæmni við notkun hugbúnaðarins. Rannsókninni er stýrt frá Cork á Írlandi og bakhjarl hennar er 7. rammaáætlun Vísindasjóðs Evrópu sem styrkir hana með sex milljónum evra. Rannsókninni á að ljúka árið 2017. Markmið og framkvæmd – Áætlað er að þátttakendur í rann- sókninni verði rúmlega 400 hér á Land- spítala, segir Aðalsteinn. Auk hans eru í rannsóknarteyminu kollega hans Ólafur Samúelsson, Ástrós Sverrisdóttir hjúkr- unarfræðingur, sem er verkefnisstjóri, Sólveig Sigurbjörnsdóttir deildarlæknir og Pétur Gunnarsson lyfjafræðingur. Þátt- takendur í SENATOR eru valdir þannig að sjúklingum sem lagðir eru inn á bráða- deildir á Landspítalanum og uppfylla þau skilyrði að vera 65 ára eða eldri og með fleiri en þrjá langvinna sjúkdóma er boðin þátttaka innan tveggja sólarhringa frá inn- lögn. – Í fyrri hluta rannsóknarinnar er safnað upplýsingum um tíðni aukaverk- ana með víðtækri yfirferð sjúkraskrár og staðlaðri úttekt gagna meðan á inn- lögn stendur, segir Aðalsteinn. – Upp- lýsingar sem fást verða síðar notaðar til að þróa skimunarpróf sem auðveldar að greina aðstæður þar sem aukin hætta er á aukaverkunum lyfja. Á Landspítala eru þegar komnir rúmlega 100 þátttakendur í rannsóknina og er áætlað að ljúka fyrri hlutanum í sumar. Í seinni hluta rannsóknar er þátt- takendum skipt í tvo hópa: Annars vegar viðmiðunarhóp þar sem hefðbundnum að- ferðum er beitt og hins vegar hóp þar sem hugbúnaðurinn verður notaður. Hjá þeim sjúklingum sem lenda í íhlutunarhópnum er lyfjameðferð sjúklings metin og læknir sjúklingsins fær ábendingar um hana sem byggja á úrvinnslu hugbúnaðarins. Hugbúnaðurinn gefur leiðbeiningar um hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð og leiðbeiningar um heppilegri lyf í áfram- haldandi meðferð. Leiðbeiningar sem koma frá hugbúnaðinum eiga að aðstoða lækni við að forðast auka verkanir, draga úr ofnotkun lyfja og gæta að hagkvæmni. Hugbúnaðurinn mun einnig veita ráð- leggingar um aðra meðferð en með lyfjum og fylgst verður með sjúklingum í þrjá mánuði eftir útskrift, segir Aðalsteinn. Þörf á leiðbeiningum um lyfjameðferð aldraðra Ólafur rekur fyrir blaðamanni forsögu leið- beininga um lyfjameðferð aldraðra. – Það eru meira en 25 ár síðan menn fóru að huga að nauðsyn skilmerkja fyrir lyfjameðferð aldraðra. Fyrstu kerfis- bundnu skilmerki sem náðu útbreiðslu voru kennd við Beers og þróuð í Banda- ríkjunum. Í upphafi var settur saman listi yfir lyf sem telja má óviðeigandi að gefa öldruðum vegna áhættu eða gagnsleysis. Þessi skilmerki hafa verið endurskoðuð nokkrum sinnum, síðast árið 2015. Beers- skilmerki þóttu af ýmsum ástæðum ekki henta evrópskum aðstæðum nógu vel vegna lyfjavals, auk þess sem þau taka ekki á algengum villum í lyfjameðferð aldraðra. Í byrjun þessarar aldar kom saman hópur evrópskra sérfræðinga til að þróa Fjöldi sjúkdóma gerir lyfjanotkun flóknari Landspítalinn tekur þátt í SENATOR – stórri evrópskri rannsókn á lyfjameðferð aldraðra ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Óviðeigandi lyfjameðferð • Lyf sem eru án ábendingar fyrir viðkomandi einstakling • Þar sem hugsanlegur skaði er meiri en ávinningur af lyfjameðferð • Notkun á lyfjum í hærri skömmt- um eða í lengri tíma en talist getur eðlilegt fyrir viðkomandi • Tvö lyf úr sama flokki • Lyf með mikla hættu á milliverk- unum við önnur lyf og/eða sjúk- dóma • Meðferð sem ekki er í samhengi við lífslíkur eða ástand sjúklingsins

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.