Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 40
328 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Umfjöllun Helga og Ólafs1 snertir svo mörg atriði að í þessu svari verður einungis tekið á þeim helstu. Í upphafi at- hugasemda Helga og Ólafs segir: „Þrjár vísindagreinar hafa birst eftir Aðalbjörgu Kristbjörnsdóttur doktors- nema í lýðheilsufræðum og Vilhjálm Rafnsson lækni og prófessor, sem er leið- beinandi hennar, um að tengsl séu á milli búsetu á „háhitasvæðum“ og aukinnar áhættu að fá krabbamein.“2-4 Greinarnar hafa allar birst í ISI-tíma- ritum á árunum 2012 til 2015. Þrátt fyrir birtingu rannsóknanna á alþjóðlegum vettvangi, sem aðeins taka vísindagreinar til birtingar eftir nákvæma gagnrýni ritrýna utan ritstjórnar og með samþykki ritstjóranna, virðast greinarnar hafa farið alvarlega fyrir brjóstið á Helga og Ólafi. Ekki sýnist umfjöllunin og sú athygli sem rannsóknirnar hafa fengið í fjölmiðlum bæta þar um. Við erum ósammála gagn- rýni þeirra, en þeir finna sig knúna til skrifa í Læknablaðið, að eigin sögn vegna þess að í greinarnar skorti umfjöllun um 1) hvort rannsóknartilgátan uppfylli skil- merki um orsakasamhengi, 2) hvort töl- fræðileg fylgni geti verið tilviljanakennd, 3) truflandi þætti, 4) valvillur, og 5) töl- fræðilega veikleika eins og þegar leitað er að marktækum mun í undirhópum. Hér á eftir verður fjallað um ofangreinda töluliði. 1) Spurningin um hvort rannsóknar- tilgáta uppfylli skilmerki um orsakasam- hengi er rökleysa og illskiljanleg þeim sem gera og lesa faraldsfræðilegar rannsóknir. Í umræddum þremur rannsóknum er rannsóknartilgátan um hvort tengsl séu milli búsetu á háhita- og hitaveitusvæðum og áhættunnar á krabbameinum. Ef tengsl finnast milli atriða/þátta í faralds- fræðilegri rannsókn hafa verið sett fram skilmerki um það hvort hægt er að líta á sambandið sem orsakasamband eða ekki, en skilmerkin eru ekki sett um rannsókn- artilgátur heldur um það eða þau sam- bönd sem koma fram í niðurstöðum rann- sókna.5 Undir lok umfjöllunar Helga og Ólafs er sagt að í rannsóknunum höfum við gefið í skyn að þau tengsl og sambönd sem við höfum fundið séu orsakasam- bönd, en það höfum við ekki gert. Þvert á móti höfum við haldið því fram að það sé ekki hægt að álykta um orsakir hærra nýgengis krabbameins og hærri dánartíðni vegna krabbameina á háhita- og hitaveitu- svæðum miðað við samanburðarsvæðin út frá niðurstöðum okkar. Við vitum ekki af hverju Helgi og Ólafur gera okkur upp þessa skoðun á orsakasamhenginu. 2) Í rannsóknunum2-4 eru ekki gerðar at- huganir á tölfræðilegri fylgni og því er at- hugasemdin ekki viðeigandi. Þegar Helgi og Ólafur tala um tölfræðilega fylgni er nærtækast að skilja þá svo að þeir eigi við enska hugtakið correlation, þeir nefna þetta enska orð í þessu sambandi,1 en sú aðferð var ekki notuð í rannsóknunum þegar verið var að athuga hvort tengsl væru milli búsetu á háhita- og hitaveitusvæðum og krabbameinsáhættu. Ef Helgi og Ólafur eiga hins vegar við útkomurnar úr töl- fræðilegu líkönunum í lifunargreiningun- um sem gerðar voru í rannsóknunum, þá er því til að svara að vegna þeirra áhættu- hlutfalla sem fundin voru með greining- unum voru reiknuð 95% öryggismörk. Öryggismörk áhættuhlutfalls sem ekki inniheldur einn heilan gefur til kynna að það sé tölfræðilega marktækur munur milli hópanna sem verið er að bera saman. Tölfræðiaðferðir þessar í rannsóknunum eru vel þekktar og almennt notaðar í hóprannsóknum af þessari gerð og þær eru nákvæmlega útskýrðar í sérstökum köflum um aðferðir. Það er því óskiljanlegt af hverju Helga og Ólafi finnst skorta um- fjöllun um tölfræðilega fylgni. 3) Í rannsóknunum öllum2-4 er mikið og oft fjallað um truflun, truflandi þætti, hugsanlega truflandi þætti, og óþekkta truflandi þætti. Í rannsóknunum er sagt frá hvernig og með hvaða aðferðum er reynt að hafa stjórn á og leiðrétta fyrir ýmsum truflandi þáttum, svo sem aldri, kyni, þjóðfélagsþrepi (menntun og hús- næði), reykingum og aldri kvenna við fyrstu fæðingu. Okkur er ekki ljóst af hverju Helga og Ólafi finnst skorta um- fjöllun um truflandi þætti því hún er um- fangsmikil og ítarleg. Þegar fjallað er um truflandi þætti í gagnrýninni eru nefndir Valgarður Egilsson og Agnar Helgason án þess að bent sé á birtar rannsóknir þeirra, en vísað í óbirt mat. 4) Í umræðunni um valvillur er tilfært í gagnrýninni að kunnugt sé að nýgengi krabbameina sé breytilegt eftir landshlut- um, en sleppt að segja frá því að Reykjavík og Reykjanes eru með hærra nýgengi, þegar krabbameinin eru greind, heldur en önnur svæði á landinu og munurinn á Háhitasvæði og krabbamein – svar við umfjöllun Helga Sigurðssonar og Ólafs G. Flóvenz Vilhjálmur Rafnsson læknir og prófessor Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir doktorsnemi í lýðheilsuvísindum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.