Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.06.2015, Qupperneq 44
332 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Félag heimilislækna efndi til félags- fundar þann 19. maí um fyrirhugaðar breytingar á rekstri Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins og kynnti aðkomu félagsins og Læknafélags Íslands að undirbúningi þessa verkefnis. Þórarinn Ingólfsson formaður Félags íslenskra heimilislækna hafði framsögu og rakti áralanga baráttu heimilislækna við að ná fram breytingum á samningum sínum við ríkið og öðlast möguleika á að starfa sjálfstætt og/eða reka heilsugæslu- stöðvar fyrir eigin reikning. „Er skemmst frá því að segja að þetta baráttumál hefur ekki fengið hljómgrunn hjá stjórnvöldum, sama hvort verið hefur við völd vinstri- eða hægrisinnuð ríkisstjórn þar til samn- ingar tókust í júní 2008 og rammasamn- ingur við heimilislækna var undirritaður. Það reyndist of seint og við tók enn frekari niðurskurður og atlaga að heimilislækn- ingum í kjölfar bankahruns. Læknis- þjónusta sem þegar var verulega undirfjár- mögnuð. Það voru gríðarleg vonbrigði að samningurinn var aldrei tekinn í notkun en settur í salt í kjölfar bankahrunsins og hefur aldrei fengist skoðaður síðan. Þar fór gott tækifæri forgörðum,“ sagði Þórarinn. Sagði Þórarinn að eftir hrunið hefði einkavæðing orðið nánast að bannorði meðal stjórnmálamanna og almennings og varla fengist rædd fyrr en loks hefði verið ljáð máls á því í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands samhliða undirritun kjarasamninga í byrjun þessa árs en í 7. grein þeirrar yfirlýsingar segir: „Opna þarf möguleika á fjölbreyttum rekstrar- formum sem byggja á virkri þjónustu- og verk- efnastýringu, skýrum gæðakröfum samhliða jafnræði í greiðslum óháð rekstrarformi.“ Nefndir og verkefnisstjórnir Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, setti fram áætlun undir slagorðinu Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017 og hófst sú áætlun með því að stofnaður var svokall- aður Innleiðingarhópur um þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu undir stjórn Hönnu Katr- ínar Friðriksen. Hópurinn tók til starfa með stórum kynningarfundi í Norræna húsinu 30. janúar 2014. Læknafélag Íslands skipaði Þórarin full- trúa sinn í hópinn en aðrir nefndarmenn voru fyrir hönd sálfræðinga, hjúkrunar- fræðinga, heilbrigðisráðuneytis, Landspít- ala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Sjónarmið LÍ mættu mótstöðu annarra nefndarmanna og fundir þessa hóps urðu æ erfiðari er á leið og smám saman ljóst að nefndarmenn myndu ekki komast að neinu samkomulagi. Eftir nokkra mánuði árangurslítilla funda fækkaði fundum nefndarinnar,“ sagði Þórarinn en í kjölfarið var skipaður annar starfshópur síðastliðið haust undir forystu Björns Zoëga. Fulltrúi Læknafélags Íslands í þeim hópi er Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Þessi starfs- hópur ber hið virðulega heiti Verkefnastjórn um betri heilbrigðisþjónustu og rakti Arna skilmerkilega störf hópsins og sagði niðurstöðu væntanlega á næstu dögum. Fundarmenn töldu öll tormerki á því að svo hratt yrði unnið og sögðu líklegra að þetta myndi dragast fram eftir hausti og jafnvel fram á næsta ár. Þórarinn fór yfir nýtt fjármögnunarlík- an og sameiginlega kröfulýsingu sem mun vera trúnaðarmál og brá hann því á það ráð að kynna kröfulýsingu heilsugæslu frá Vestur-Götalandi í Svíþjóð sem er að miklu leyti fyrirmynd íslensku kröfulýs- Langþráðar breytingar að líta dagsins ljós Fundarmenn voru efins um að nýjar tillögur næðu fram að ganga jafn fljótt og boðað er.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.