Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 3
LÆKNAblaðið 2014/100 499
læknablaðið
the icelandic medical journal
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Gottfreðsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
ljósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1750
Áskrift
12.400,- m. vsk.
Lausasala
1240,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu
formi, svo sem á netinu. Blað þetta má
eigi afrita með neinum hætti, hvorki að
hluta né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine),
Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science
Edition og Scopus.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
Franski spítalinn í Reykjavík og Matthías Einarsson
Gunnhild Thorsteinsson sem varð fyrst kvenna til að reka
ljósmyndastofu í Reykjavík, 1904-12, tók myndina á kápu
blaðsins og er frá Ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins.
Þetta er mynd af Matthíasi Einarssyni lækni við skurðað-
gerð um 1908, að öllum líkindum á Franska spítalanum, ef
til vill að hleypa út sulli eða að taka gallblöðru.
Jónas Jónassen (1840-1910) landlæknir var fyrsti
læknir spítalans Franska spítalans en Matthías Einarsson
tók við starfinu árið 1905 og gegndi því alla tíð síðan.
Hann var einnig starfandi læknir við Landakotsspítala
og yfirlæknir hans frá árinu 1934. Matthías lauk námi frá
Læknaskólanum 1904 en hafði verið í læknisnámi í Kaup-
mannahöfn árin 1898-1900. Hann dvaldi erlendis við
nám og störf fram á sumarið 1905 en þá settist hann að
í Reykjavík sem sjálfstætt starfandi læknir, sá fyrsti sem
það gerði. „Þér getið sest að sem starfandi læknir en auð-
vitað getið þér ekki lifað af því“ á Jónassen landlæknir að
hafa sagt við Matthías þegar hann ákvað að sækjast ekki
eftir embættum heldur að vera sjálfs sín herra. Starfsferill
Matthíasar var einstaklega farsæll og hann varð „öllum
mönnum vinsælli og mun það sjaldgæft að læknir njóti
slíks almenningstrausts og almenningshylli“ en lítt hefur
honum verið hampað enda var hann hógvær maður sem
lét verkin tala.
Franski spítalinn í Reykjavík var byggður í landi Eyj-
ólfsstaða árið 1902 en telst nú vera Lindargata 51. Það
voru samtökin Société des hopitaux francais d´Islande
sem létu byggja hann en þau byggðu einnig spítala í Vest-
mannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. Spítalinn var teiknaður
og byggður af Fredrik Anton Bald sem íslenskir arkitektar
kalla forsmið en hann starfaði hérlendis um skeið við
ýmsar byggingarframkvæmdir, meðal annars sem yfir-
smiður Alþingishússins. Spítalinn er í raun þrjú hús, hæð
og ris, byggður á steyptum kjallara. Aðalhúsið snýr hliðum
norður og suður en við báða gafla þess eru hús sem snúa
göflum í norður og suður. Á aðalhæðinni voru sjúkrastofur
með rúmum fyrir 20 sjúklinga en auk þess var aðgerðar-
stofa, sóttvarnarherbergi og annað það sem nauðsynlegt
var hverjum spítala á þeim tíma.
Spítalinn var fyrst og fremst ætlaður frönskum sjó-
mönnum en þær tölur sem til eru um rekstur hans benda
til þess að flestir sjúklingarnir hafi verið íslenskir. Rekstur-
inn var aldrei umfangsmikill en þegar hann var sem
mestur er talið að legudagar hafi verið um fimmtungur af
því sem var á helsta spítala bæjarins, Landakotsspítala.
Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914 hættu
franskir sjómenn að sigla á Íslandsmið og eftir stríðið var
ásókn þeirra mun minni en áður og starfsemi spítalans
lognaðist út af þar til henni var hætt árið 1927. Spítalinn
komst í eigu Reykjavíkurborgar sem gerði hann að gagn-
fræðaskóla, Ingimarsskóla, árið 1935 og síðar Lindargötu-
skóla og frá árinu 1977 hefur Tónmenntaskóli Reykjavíkur
verið þar til húsa.
Efsta myndin vinstra megin er frá Þjóðminjasafninu
sem Pétur Brynjólfsson tók á árunum 1905-1910. Yfir-
læknirinn Matthías Einarsson (1879-1948) er lengst til
vinstri en aðrir hafa ekki verið nafngreindir svo öruggt sé.
Talið er líklegt að um sé að ræða áhöfn á skútu sem hafi
komið að heimsækja einn úr áhöfninni, þann sem liggur í
rúminu til hægri.
Handlitaða póstkortið er síðan á spítaladögum húss-
ins, en sú neðsta er tekin í september 2014, sá franski er
þar áveðurs við nýju risablokkirnar í Skuggahverfinu.
Málverkið hægra megin er sjálfsmynd Louisu Matth-
íasdóttur frá 1984, birt með leyfi Listasafns Íslands.
Louisa var dóttir Matthíasar læknis Einarssonar. Hún
er einna þekktust fyrir kyrralífsmyndir og þær eru um
margt skyldar ljósmyndum einsog þeirri sem prýðir kápu
Læknablaðsins núna.
Jón Ólafur Ísberg
Fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 2
FORXIGA®
Annars konar leið, óháð insúlíni, til að lækka
umframmagn af glúkósa - fjarlægir hann1
FJARLÆGIR
um 70 g af glúkósa daglega
um nýrun sem getur leitt til
þyngdartaps1
Heimild 1. Sérlyfjaskrártexti Forxiga (dapagliflozin), júlí 2014. 2. Bailey CJ et al. Lancet. 2010;375:2223-33. 3. Bailey CJ et al. BMC Medicine 2013,11:43. 4. Forxiga (dapagliflozin) EPAR 2012.
Marktæk og viðvarandi lækkun HbA1c1-3
Frekari verkun er þyngdartap*1-3 og
lækkun blóðþrýstings1,2
Veldur sjaldan blóðþrýstingsfalli1,2
Forxiga tengist ekki aukinni hættu á
hjarta og æðasjúkdómum4
Ein tafla á dag1
Má taka hvenær sem er óháð
máltíðum1
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila.
Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu.
*Forxiga (dapagliflozin) er ekki ætlað til meðferðar á offitu. Þyngdartap var auka endapunktur í klínískum prófunum.
388.603,011_09/14_IS