Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2014, Side 12

Læknablaðið - 01.10.2014, Side 12
508 LÆKNAblaðið 2014/100 flestar rannsóknir sýnt að langtímahorfur eru verri hjá sykursjúk- um samanborið við aðra sem gangast undir kransæðahjáveituað- gerð.9,20,21 Áhrif sykursýki á snemmkomna fylgikvilla eru þó ekki jafn vel rannsökuð, en sykursýki hefur verið talin auka líkur á sýkingum, nýrnaskaða, hjartaáfalli og jafnvel skurðdauða.3,9,20,22-24 Niðurstöður þeirra fáu rannsókna sem hafa birst um þetta efni hafa verið misvísandi og sumar sýnt svipaðan árangur hjá sykur- sjúkum á meðan aðrar hafa sýnt hærri tíðni snemmkominna fylgi- kvilla og dánartíðni innan 30 daga. 20,23,25 Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna snemmkominn árangur eftir kransæðahjáveituaðgerð á nýlegu 12 ára tímabili hjá sjúklingum með sykursýki. Þetta var gert með því að bera saman fylgikvilla og dánarhlutfall innan 30 daga hjá sjúklingum með og án sykursýki. Einnig var lógistísk fjölþátta aðhvarfsgreining notuð til að leggja mat á forspárþætti fylgikvilla og dánartíðni innan 30 daga. Efniviður og aðferðir Þetta er afturskyggn rannsókn sem nær til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala frá 1. janúar 2001 til 31. desember 2012. Sjúklingar sem gengust undir endurhjáveituaðgerð (redo CABG) eða aðra hjartaaðgerð samhliða kransæðahjáveitu voru útilokaðir. Við leit að sjúklingum var notast við gagnagrunn hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala en þar eru skráðir allir þeir sem gengist hafa undir opna hjartaaðgerð á Íslandi á árunum 2001-2012. Til að tryggja að allir sjúklingar væru teknir með í rannsóknina var einnig leitað í sjúklingabók- haldi Landspítala þar sem leitað var að aðgerðarnúmerum fyrir kransæðahjáveituaðgerðir (FNSA00, FNSC10, FNSC20, FNSC30) og aðgerðir þar sem notast var við hjarta- og lungnavél (FZSA00, FZSA10). Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og aðgerðar- lýsingum. Skráðar voru breytur eins og aldur, kyn, hæð, þyngd, einkenni við innlögn og áhættuþættir kransæðasjúkdóms. Einnig voru skráðar upplýsingar úr aðgerð, lyf sem sjúklingur tók rétt fyrir aðgerð og fylgikvillar eftir aðgerð. Sykursýki var skilgreind þannig að sjúklingur hafði greininguna sykursýki í sjúkraskrá eða notaði lyf vegna sjúkdómsins, annaðhvort insúlín eða töflur. Sama skilgreining hefur verið notuð í öðrum sambærilegum rann- sóknum erlendis.20,22,23 Einnig var athugað hversu langt var síðan sjúklingarnir höfðu verið greindir með sykursýki. Til að meta alvarleika og dreifingu kransæðasjúkdóms var farið yfir niðurstöður kransæðaþræðingar fyrir aðgerðina og metið hvort um þriggja æða kransæðasjúkdóm eða vinstri höfuðstofns- þrengsli væri að ræða. Einnig var farið yfir ómskoðunarsvör fyrir aðgerð og útstreymisbrot vinstri slegils skráð í prósentum. Staðlað EuroSC ORE og EuroSCORE II (European System for Cardiac Operative Risk Evaluation)26 voru reiknuð fyrir hvern og einn sjúkling en það er alþjóðlega viðurkennt áhættulíkan sem metur líkur á því að sjúklingur deyi innan 30 daga eftir opna hjartaað- gerð.27 Einnig var skráð fyrri saga um hjarta- og æðasjúkdóma, eins og hjartadrep, hjartabilun, hjartsláttaróreglu, fyrri kransæða- þræðingu eða lokusjúkdóma. Öll lyf sjúklings fyrir aðgerð voru skráð. Sérstaklega var farið yfir öll sykursýkislyf, til dæmis hvort sjúklingarnir tóku töflur við sykursýki eða voru á insúlíni. Upplýsingar úr aðgerð voru skráðar, til dæmis hvort hjarta- og lungnavél var notuð við aðgerðina, auk tangartíma, tíma á hjarta- og lungnavél og heildaraðgerðartíma. Fjöldi fjærtenginga (distal anastomosis) var einnig skráður, og þeir græðlingar sem notaðir voru við hjáveituna. Skráð var hvort sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (operative mortality, skurðdauði). Fylgikvillar voru skráðir og skipt í minniháttar og alvarlega. Einungis var litið á snemmkomna fylgi- kvilla, það er þá sem greindust innan 30 daga frá aðgerð. Alvar- legir fylgikvillar voru hjartadrep (skilgreint sem einangraðar ST- breytingar eða nýtilkomið vinstra greinrof á hjartalínuriti ásamt hækkun yfir 70µg/L (>10 föld hækkun) á hjartaensíminu CK-MB), heilablóðfall, miðmætisbólga, fjöllíffærabilun, enduraðgerð vegna Tafla I. Samanburður á aldri, kynjaskiptingu og áhættuþáttum kransæða- sjúkdóms (einbreytugreining). Gefinn er upp fjöldi (%) nema meðaltöl með staðalfráviki fyrir aldur, EuroSCORE og líkamsþyngdarstuðull. Áhættuþáttur Sykursýki n=261 Ekki sykursýki n= 1365 p-gildi Aldur, ár 66 ± 9 65 ± 9 0,20 Konur 49 (19) 242 (18) 0,75 Saga um reykingar 54 (21) 345 (25) 0,16 Blóðfituröskun 149 (57) 767 (56) 0,31 EuroSCoRE 5 ± 3 4,6 ± 3 0,27 Háþrýstingur 213 (82) 824 (60) <0,001 Líkamsþyngdarstuðull, kg/m2 30 ± 5 28 ± 4 <0,001 Tafla II. Samanburður á minniháttar snemmkomnum fylgikvillum. Gefinn er upp fjöldi (%). Sykursýki n=261 Ekki sykursýki n=1365 p-gildi Gáttatif 91 (35) 459 (34) 0,75 Skurðsýking í fæti og/eða bringubeinsskurði 28 (11) 130 (9) 0,61 Þvagfærasýking 11 (4) 44 (3) 0,52 Aftöppun fleiðruvökva 33 (13) 154 (11) 0,58 Lungnabólga 15 (6) 91 (7) 0,68 Mynd 1. Hlutfall sjúklinga með bráðan nýrnaskaða í flokki F eftir aðgerð samkvæmt RIFLE- skilmerkjum. R a n n S Ó k n

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.