Læknablaðið - 01.10.2014, Síða 19
LÆKNAblaðið 2014/100 515
Inngangur
Heilsufarsleg vandamál tengd notkun ávana- og fíkni-
efna eru vel þekkt um allan heim en sjúkdómsbyrði
af slíkri neyslu er mest hjá þeim sem sprauta sig í æð.
Jafnframt er dánartíðni hjá slíkum neytendum há og
óvænt dauðsföll tengjast að jafnaði ofskammti lyfja
eða sjálfsvígum.1 Flest faraldsfræðileg gögn um þessi
vandamál byggja á áætlunum, erfitt er að nálgast ná-
kvæmar upplýsingar þar sem ekki koma öll tilfelli til
kasta heilbrigðiskerfis eða opinberra aðila og vanda-
málið því að nokkru falið. Áætlað er að 11-21 milljón
manns noti vímuefni í æð í heiminum.1 Samkvæmt
ársskýrslum SÁÁ er talið að um 700 manns noti vímu-
efni í æð hér á landi og samkvæmt því ætti algengi að
vera 3,5/1000 íbúa 15-64 ára.2 Þetta er svipað og birt
hefur verið fyrir Danmörku (4,4/1000 íbúa 15-64 ára)
og Noreg (3,3/1000 íbúa 15-64 ára).3 Þessar tölur byggja
á tíðni innlagna vegna vímuefnanotkunar en ná ekki
til þeirra sem misnota lyf og tengjast ekki heilbrigðis-
kerfinu. Vandamálið er því hugsanlega viðameira.
Mikilvægt er að afla upplýsinga um þennan hóp ein-
staklinga hér á landi svo hægt verði að átta sig á um-
fangi vandans.
Þar sem flestir sem fá verulega alvarlega fylgikvilla
vegna vímuefnanotkunar í æð koma til innlagnar á
gjörgæsludeildir Landspítala gefur það möguleika á
að nálgast upplýsingar um þann hóp og kanna horfur
1Svæfinga- og gjörgæslu-
deild Landspítala,
2Rannsóknastofu í lyfja- og
eiturefnafræði,
3læknadeild Háskóla
Íslands.
inngangur: Notkun vímuefna í æð er alþjóðlegt vandamál sem hefur
alvarlegar afleiðingar fyrir neytandann og samfélagið í heild. Markmið
rannsóknarinnar var að skoða tvennt varðandi alvarlegustu afleiðingar
neyslu vímuefna í æð: afdrif þeirra sem þurftu að leggjast inn á gjörgæslu
og réttarefnafræðilegar skýrslur um andlát eftir neyslu vímuefna í æð.
Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru allar innlagnir á gjörgæsludeild
Landspítala sem tengdust notkun vímuefna í æð á tímabilinu 2003-2007
og metin 5 ára lifun. Einnig var farið yfir réttarefnafræðilegar skýrslur
vegna dauðsfalla einstaklinga með sögu um notkun vímuefna í æð á sama
tímabili.
niðurstöður: Alls reyndust 57 einstaklingar hafa sögu um notkun
vímuefna í æð við innlögn á gjörgæsludeild á tímabilinu, sem er um 1% af
heildarfjölda innlagna. Innlagnir voru oftast vegna eitrunar (52%) eða lífs-
hættulegrar sýkingar (39%). Miðgildi aldurs var 26 ár og 66% voru karlar.
Eitranir voru algengastar, oftast vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum
lyfjum. dánartíðni á sjúkrahúsi var 16% og 5 ára dánartíðni 35%. Meðal-
tími frá útskrift að andláti var 916 ± 858 dagar. Alls fundust 38 krufningar-
skýrslur einstaklinga með sögu um notkun vímuefna í æð á tímabilinu, eða
4,1/105/ár fyrir aldurshópinn 15-59 ára. Algengasta dánarorsök var eitrun
(53%) sem oftast var vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum (90%)
og oft voru mörg efni tekin samtímis.
Ályktun: Lífslíkur einstaklinga sem nota vímuefni í æð og hafa þurft
gjörgæsluinnlögn eru verulega skertar. Áhyggjuefni er hve algengt er að
nota lyfseðilsskyld lyf við slíka neyslu. umfang vandans virðist svipað og
á öðrum Norðurlöndum.
ÁGRIp
Fyrirspurnir:
Kristinn Sigvaldason
krisig@landspitali.is
Greinin barst
14. mars 2014,
samþykkt til birtingar
8. september 2014.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Notkun vímuefna í æð: Afdrif sjúklinga eftir
innlögn á gjörgæslu og niðurstöður réttar-
efnafræðilegra rannsókna við andlát
Kristinn Sigvaldason1 læknir, Þóroddur Ingvarsson1 læknir, Svava Þórðardóttir2 lyfja- og eiturefnafræðingur,
Jakob Kristinsson3 prófessor emeritus, Sigurbergur Kárason1,3 læknir
þeirra, en slík samantekt hefur ekki verið gerð áður
hér á landi.
Réttarkrufning er að jafnaði gerð þegar andlát eru
talin tengjast misnotkun ávana- og fíkniefna og öll
lífsýni sem tekin eru við slíkar krufningar eru send
á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði til grein-
ingar. Úr skýrslum rannsóknastofunnar er því hægt
að afla upplýsinga um fjölda látinna einstaklinga sem
nota vímuefni í æð og dánarorsakir þeirra.
Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga
um alvarlegustu afleiðingar notkunar vímuefna í æð
frá tveimur sjónarhornum: Í fyrsta lagi með því að
kanna horfur þeirra einstaklinga sem höfðu lagst inn
á gjörgæsludeild Landspítala vegna afleiðinga neyslu
vímuefna í æð á 5 ára tímabili og í öðru lagi að fara yfir
réttarefnafræðilegar skýrslur einstaklinga með sögu
um notkun vímuefna í æð sem höfðu látist á sama
tímabili og fá þannig fram dánartíðni.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og skipt í tvo hluta.
Framkvæmd hennar var samþykkt af framkvæmda-
stjóra lækninga á Landspítala, Vísindasiðanefnd (08-
049), Persónuvernd og Dánarmeinaskrá Hagstofu Ís-
lands.
R a n n S Ó k n
ábendingar1
Pradaxa®(dabigatran)
5
NÝ
IS
-P
R
A-
14
-0
1-
30
, A
U
G
14
Meðferð hjá
fullorðnum við segamyndun í
djúplægum bláæðum og(DVT)
til fyrirbyggjandi meðferðar við
endurtekinni segamyndun í
djúplægum bláæðum
Meðferð hjá
fullorðnum við lungnasegareki
og til fyrirbyggjandi(PE)
meðferðar við endurteknu
lungnasegareki
Forvörn
gegn bláæðasegareki (VTE)
hjá fullorðnum sjúklingum sem
hafa gengist undir valfrjáls
mjaðmarliðskipti
Forvörn
gegn bláæðasegareki (VTE)
hjá fullorðnum sjúklingum sem
hafa gengist undir valfrjáls
hnéliðskipti
Fyrirbyggjandi
meðferð gegn heilaslagi og
segareki í slagæðum hjá fullorðnum
sjúklingum með gáttatif sem ekki
tengist hjartalokum, ásamt einum
eða fleiri áhættuþáttum*
Varðandi heimild og nánari upplýsingar er vísað í stytta samantekt á eiginleikum lyfsins á bls. XX
* Til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient
ischaemic attack, TIA); aldur 75 ára; hjartabilun (NYHA (New York Heart Association)≥
�okkur II); sykursýki; háþrýstingur.≥