Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2014, Side 20

Læknablaðið - 01.10.2014, Side 20
516 LÆKNAblaðið 2014/100 Innlagnir á gjörgæsludeild Farið var afturskyggnt yfir innlagnarskrár allra sjúklinga sem legið höfðu á gjörgæsludeildum Landspítalans árin 2003-2007 og leitað upplýsinga um hugsanlega vímuefnanotkun. Ef grun- ur vaknaði um slíkt voru sjúkraskrár einnig yfirfarnar. Leitað var upplýsinga um sjúklinga sem höfðu verið lagðir inn vegna eituráhrifa af vímuefnum, svo sem meðvitundarleysis, öndunar- bilunar eða blóðrásarbilunar, en einnig vegna óbeinna áhrifa vímuefnanotkunar, svo sem sýkingar eða fjöláverka. Safnað var upplýsingum um aldur, kyn, ástæðu innlagnar, vímuefni sem notuð voru, legutíma á sjúkrahúsi, gjörgæslumeðferð, sjúkdóms- greiningu og afdrif. Einnig voru skráð APACHE II stig (Acute Physiology and Chronic Health Evaluation) einstaklinga, en það er stigunarkerfi fyrir sjúkdómsástand sjúklinga við innlögn á gjörgæsludeild og gerir samanburð milli einstaklinga og sjúk- lingahópa mögulegan.17 Til að kanna langtímahorfur var farið yfir sjúkraskrár einstaklinga í lok ársins 2012 og kannað hvort þeir væru lifandi eða látnir. Upplýsinga um dánarorsök var aflað úr Dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands. Haft var samband við gjörgæslulækna Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri varðandi innlagnir á gjörgæsludeild þar í tengslum við notkun vímuefna í æð en að mati þeirra hafði ekki verið um slíkar innlagnir að ræða á rannsóknartímabilinu. Réttarefnafræðilegar rannsóknir Farið var yfir niðurstöður réttarefnafræðilegra rannsókna á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði á árunum 2003-2007 og greindir einstaklingar þar sem grunur var um notkun vímuefna í æð. Vísbendingar sem stuðst var við voru stunguför greind við krufningu, sprautur á vettvangi andláts, þekkt saga um vímu- efnanotkun í æð, ólögleg ávana- og fíkniefni greind í lífsýnum, metadon greint í lífsýnum, greind lifrarbólga C og andlát í fang- elsi. Kannað var hvort þessir einstaklingar hefðu skráðar inn- lagnir á Landspítala og þá farið yfir sjúkraskrár þeirra varðandi þær innlagnir. Upplýsingar um dánarorsök var fengin úr Dánar- meinaskrá Hagstofu Íslands. Niðurstöður lyfjamælinga voru skráðar og voru lyf, vímu- og eiturefni flokkuð á sama hátt og gert hefur verið í samnorrænum rannsóknum á dauðsföllum vímuefnaneytenda4-7 en það er byggt á flokkunarkerfi International Narcotics Control Board og er eftir- farandi: Flokkur I: Kókaín, fentanýl, heróín/morfín, metadon, kódein og trama- dól. Flokkur II: Amfetamín, metamfetamín, MDMA (ecstasy), metýlfenídat og tetrahýdrókannabínól. Flokkur III: Benzódíazepín, karísópródól/mepróbamat og zolpídem. Flokkur IV: Öll önnur lyf og eiturefni, þar með talið etanól. Ef um mörg efni var að ræða var það efni sem hafði lægsta flokkunartölu talið orsök andláts, í samræmi við fyrri rannsóknir sem stuðst hafa við þetta flokkunarkerfi. Tölfræði Upplýsingum var safnað í Microsoft Excel tölvuforritið (Microsoft Corporation, Seattle, USA) og notast við lýsandi tölfræði. Niður- stöður eru birtar sem fjöldi, hlutföll, meðaltal (± staðalfrávik) og miðgildi (25.:75. hundraðsmark, bil). Horfur einstaklinga eftir legu á gjörgæsludeild voru bornar saman við dánartíðni aldurshóps 20-39 ára í þjóðfélaginu (www. statice.is), sem samsvarar til meðalaldurs rannsóknarhópsins ± eitt staðalfrávik. Dánartíðni samkvæmt réttarfræðilegum rannsóknum á andlát- um tengdum vímuefnanotkun í æð var reiknuð sem fjöldi látinna á hverja 105 íbúa á aldursbilinu 15-59 ára. Upplýsingar umfjölda íbúa á aldrinum 15-59 voru fengnar frá Hagstofu Íslands (www.statice. is). Notast var við þetta aldursbil til þess að auðvelda samanburð við sambærilegar erlendar rannsóknir.4-7 Niðurstöður Innlagnir á gjörgæsludeild Á rannsóknartímabilinu var árlegur meðalfjöldi innlagna á gjörgæsludeildir Landspítala 1280. Meðaltal APACHE II stiga við innlögn var 12,5 og dánarhlutfall var 7,5%. Alls reyndust 62 gjör- gæsluinnlagnir tengjast vímuefnanotkun í æð. Þetta samsvarar 12,4 innlögnum á ári að meðaltali, eða um 1% allra gjörgæsluinn- lagna á Landspítala. Tveir einstaklingar voru tvisvar lagðir inn og einn einstaklingur fjórum sinnum. Heildarfjöldi einstaklinga var því 57. Hægt var að nálgast sjúkraskýrslur allra sjúklinga og kanna afdrif þeirra. Karlar voru 36 (63%) og konur 21 (37%). Meðalaldur innlagðra var 29 ± 9 ár og miðgildi aldurs var 26 ár (22:35, bil 18- 50). Miðgildi APACHE II stiga var 12 (8:15, bil 0-33). Eins og sést á mynd 1 voru innlagnir flestar árið 2007 (n=20, 32%) og fæstar árið 2005 (n=9, 15%). Meðallegutími á gjörgæsludeild var 3 ± 5 dagar og miðgildi legutíma var einn dagur (1:3, bil 1-28). Algengasta innlagnarástæða var eitrun (n=32, 52%), annað- hvort fyrir slysni (n=21, 34%) eða í sjálfsvígstilgangi (n=11, 18%). Notkun margra lyfja samtímis var algeng. Helstu vímuefnin voru ópíöt í 14 tilfellum (45%), amfetamín eða metýlfenídat í 5 tilfellum (16%) og kókaín í þremur tilfellum (9%). Hjá 9 sjúklingum (29%) kom ekki fram í sjúkraskýrslu hvaða lyf höfðu verið notuð þar sem þeir vissu það ekki sjálfir eða vildu ekki gefa það upp. Lyf af flokki ópíata voru oftast lyfseðilsskyld lyf, morfíntöflur (Contalgin®) uppleystar og notaðar til inndælingar og verkja- Mynd 1. Innlagnir á gjörgæsludeild vegna fylgikvilla vímuefnanotkunar í æð árin 2003 til 2007. Sýndur er fjöldi sjúklinga, kynjadreifing og fjöldi látinna fyrir hvert ár. R a n n S Ó k n

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.