Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 26
522 LÆKNAblaðið 2014/100
R A N N S Ó K N
mjög viljugir þegar kemur að lifandi gjöf á líffærum og voru sam-
kvæmt tölum Scandiatransplant9 með hæst hlutfall lifandi líf-
færagjafa árið 2013. Íslendingar voru hins vegar með næstlægsta
hlutfall líffæragjafa eftir andlát af öllum Norðurlandaþjóðunum.
Þannig mætti leiða líkur að því að Íslendingar séu í raun afar bón-
góðir þegar kemur að líffæragjöf en að eitthvað í útfærslu á gjöf
eftir andlát hamli því að þessi vilji fólks nái fram að ganga.
Fræðimenn eru reyndar ekki allir sammála um hvor löggjöfin
leiði af sér fleiri líffæragjafa. Samantekt Michielsen10 sýndi til að
mynda að í löndum þar sem lög gera ráð fyrir ætluðu samþykki eru
líffæragjafar hlutfallslega fleiri en í löndum sem ekki búa við slíka
löggjöf. Rannsókn Healy11 benti hins vegar til þess að munurinn
stafaði ekki eingöngu af ólíkri löggjöf heldur hafi aðrir þættir áhrif
á fjölda gjafa, eins og til dæmis kynningarátök sem gjarnan eru
sett af stað í tengslum við breytingar á lögunum. Í nýrri hollenskri
rannsókn kom aftur á móti fram að löggjöf um ætlað samþykki
myndi fjölga líffæragjöfum þar í landi til muna6 og ný fjölþjóðleg
samanburðarrannsókn sýndi að hlutfall látinna nýrnagjafa var
hærra hjá þjóðum þar sem slík löggjöf var í gildi.12 En það er ljóst að
niðurstaðan af lagabreytingunum er ekki gefin, eins og sást í Chile
þar sem líffæragjöfum fækkaði eftir að lög voru sett sem gerðu ráð
fyrir ætluðu samþykki árið 2010.13
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslensku
þjóðarinnar til þess að gengið verði út frá ætluðu samþykki við líf-
færagjafir og hvort einhverjir hópar hennar séu hlynntari en aðrir
með tilliti til bakgrunns. Einnig var skoðað hversu stór hluti Ís-
lendinga voru skráðir líffæragjafar, hversu mikinn áhuga fólk hafði
á slíku og hversu stór hluti vill gefa líffæri eftir andlát. Auk þess
var spurt hvort Íslendingar teldu líklegt að nánustu aðstandendur
þeirra samþykki að gefa úr þeim líffæri með tilliti til þess hvort
þeir væru skráðir líffæragjafar eða ekki.
Efniviður og aðferðir
Um var að ræða þversniðsrannsókn þar sem þýðið var Íslendingar
18 ára og eldri af öllu landinu. Úrtakið var fengið af póstlista Capa-
cent Gallup. Hópurinn sem fyrirtækið notar fyrir viðhorfskann-
anir sínar samanstendur af rúmlega 24 þúsund einstaklingum
sem valdir hafa verið með tilviljunaraðferð úr Þjóðskrá. Capacent
Gallup notast við ýmsar viðurkenndar aðferðir til að tryggja gæði
úrtaksins og að hópurinn endurspegli íslensku þjóðina. Í úrtaki
þessarar rannsóknar lentu 1400 manns og var svarhlutfall 63% (880
svör).
Þátttakendur fengu sendan tölvupóst með hlekk á spurninga-
listann í svokölluðum Gallupvagni í febrúar 2014 og höfðu eina
viku til að svara honum. Listinn var hannaður sérstaklega af rann-
sakendum og innihélt 5 bakgrunnsspurningar um kyn, aldur,
menntun, búsetu og tekjur og 6 spurningar um viðhorf til lög-
gjafar, viðhorf til þess að gefa eigin líffæri við andlát og hvort þátt-
takendur þekktu einhvern líffæraþega.
Forprófun á spurningalistanum var gerð með hentugleikaúrtaki
á 20 þátttakendum. Þessir forprófendur voru fyrst látnir svara
spurningalistanum um líffæragjafir og að því loknu fengu þeir
annan spurningalista þar sem þeir voru beðnir um að mynda sér
skoðun á skiljanleika, lengd og orðalagi spurningalistans um líf-
færagjafir. Niðurstöður forprófunar voru ekki notaðar í úrvinnslu
gagna enda var þeim einvörðungu ætlað að auka réttmæti spurn-
inganna.
Ekki var þörf á að sækja sérstaklega um leyfi Vísindasiðanefnd-
ar eða Persónuverndar fyrir þessa rannsókn þar sem ekki var um
persónurekjanleg gögn að ræða. Capacent Gallup starfar í sam-
ræmi við gildandi lög um persónuvernd og vinnur eftir ströngum
siðareglum sem settar eru af ESOMAR sem eru alþjóðasamtök
markaðsrannsóknafyrirtækja.
Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi og ályktandi tölfræði og
var hún gerð í SPSS 12.0 (Statistical Package for the Social Scien-
ces). Til þess að skoða tengsl milli breytanna voru gerð kí-kvaðrat
próf og miðað við 95% öryggismörk.
Niðurstöður
Af bakgrunnsbreytunum svöruðu allir þátttakendur spurn-
ingunum um kyn, aldur og búsetu, um 95% svöruðu spurn-
ingunni um menntun en einungis 79% svöruðu spurningunni
um fjölskyldutekjur. Kynjahlutfall var tiltölulega jafnt, 441 karl og
439 konur. Af þátttakendum voru 23% á aldrinum 18-34 ára, 36%
voru 35-54 og 41% eldri en 54 ára. Búsetu var skipt í þrjú svæði:
Reykjavík (38%), nágrannasveitafélög Reykjavíkur (27%) og önnur
sveitarfélög (35%). Fjölskyldutekjum var skipt í 5 flokka en 21%
þátttakendanna tóku ekki afstöðu eða voru ekki vissir um tekjur
sínar. Alls reyndust 27% þátttakenda með hærri tekjur en 800 þús-
und, 18% voru með tekjur á bilinu 550 til 799 þúsund, 15% á bilinu
400 til 549 þúsund og 19% voru með tekjur 399 þúsund eða lægri.
Um 5% þátttakenda voru óvissir eða svöruðu ekki hvaða menntun
þeir höfðu, 43% voru með háskólapróf, 29% með grunnskólapróf
og 23% með framhaldsskólapróf.
Af þeim 98% þátttakenda sem svöruðu spurningunni „Þekkir
þú eða veistu um einhvern sem hefur fengið líffæri eða er á biðlista
eftir líffæraígræðslu?“ sögðust 7% svarenda þekkja einhvern ná-
inn sér, 24% þekktu einhvern ekki náinn, tveir þriðju þátttakenda
kváðust engan þekkja og þrír þátttakendur höfðu sjálfir fengið
ígræðslu eða voru á biðlista eftir líffæri.
Tæplega 98% svöruðu spurningunni „Ertu hlynnt(ur) eða and-
víg(ur) því að sett verði lög um að allir Íslendingar verði sjálfkrafa
skráðir líffæragjafar en hafi kost á að afskrá sig kjósi þeir það?“
(mynd 1). Eins og sjá má voru 80% Íslendinga hlynntir hugmynd-
inni um ætlað samþykki en 12% andvígir.
Mynd 1. Viðhorf þátttakenda til löggjafar um ætlað samþykki við líffæragjafir.