Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 27

Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 27
LÆKNAblaðið 2014/100 523 R A N N S Ó K N Þegar kynjamunur á viðhorfi til löggjafar sem gerir ráð fyrir ætluðu samþykki var skoðaður kom í ljós að konur voru marktækt hlynntari en karlar; 85% á móti 76% (p<0,05). Munur eftir aldri var skoðaður (tafla I) og sást að flestir þátttakendurnir í öllum hópum eru jákvæðir. Yngri svarendur voru þó talsvert afdráttarlausari í sinni jákvæðni en þeir eldri. Þessi munur milli aldurshópa og við- horfs til löggjafar um ætlað samþykki reyndist tölfræðilega mark- tækur (p<0,05). Enginn munur reyndist á viðhorfum eftir búsetu þátttakenda, menntun eða fjölskyldutekjum. Af þeim þátttakendum sem áttu einhvern nákominn sér sem hafði fengið líffæri eða var á biðlista eftir líffæri, sögðust 63% vera að öllu leyti hlynntir lagasetningu þar sem gengið er út frá ætluðu samþykki, en sömu skoðunar reyndust 42% þeirra sem þekktu einhvern sem ekki taldist náinn og 43% þeirra sem þekktu engan sem þannig var ástatt fyrir. Enginn sem þekkti einhvern náinn sér sem þurfti á líffærum að halda lýsti sig að öllu leyti andvígan lagasetningu en 2% af þeim sem þekktu engan voru að öllu leyti andvígir lagasetningu sem gerir ráð fyrir ætluðu samþykki. Þessi munur milli hópanna var tölfræðilega marktækur (p<0,05). Mynd 2 sýnir hvernig svör 91% þátttakenda sem tóku afstöðu til spurningarinnar „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú veitir leyfi til þess að þín eigin líffæri verði gefin við andlát?“ skiptist eftir svarmöguleikum. Af þeim sem svöruðu lýstu aðeins 7% þátt- takenda sig andvíga, en 84% voru jákvæðir og þar af voru 39% sem sögðust alveg örugg með þá skoðun. Heilt yfir voru bæði karlar og konur jákvæð gagnvart því að gefa eigin líffæri eftir andlát en engu að síður voru konur marktækt jákvæðari (p<0,05). Yngri þátttakendur reyndust viljugri til að gefa eigin líffæri eftir andlát en þeir eldri (tafla II). Rúmlega helmingur þátttakenda á aldrinum 18-24 ára töldu alveg öruggt að þeir myndu gefa líffæri samanborið við fimmtung 65 ára og eldri. Mjög fáir ungir þátttak- endur voru mótfallnir því að gefa eigin líffæri. Þessi munur milli aldurshópa var tölfræðilega marktækur (p<0,05). Engin skýr tengsl fundust hins vegar milli menntunar, fjölskyldutekna eða búsetu og afstöðu til þess að gefa eigin líffæri. Aðeins 44 þátttakendur reyndust skráðir líffæragjafar, eða 5%. Áhugi fyrir því að gerast skráður líffæragjafi var hins vegar mikill, 48% kváðust hafa mikinn áhuga og 26% nokkurn. Konur reyndust marktækt jákvæðari en karlar fyrir slíkri skráningu (p<0,05). Yngri þátttakendur reyndust frekar hafa skráð sig sem líffæragjafa en þeir sem eru eldri; 9% í aldurshópnum 18-34 ára samanborið við 3% 55 ára og eldri. Þeir sem eru yngri höfðu einnig meiri áhuga á að skrá sig; 65% á aldrinum 18-34 ára lýsti til að mynda yfir miklum áhuga, samanborið við 54% á aldrinum 35-54 ára og einungis 42% þátttakenda sem voru 55 ára og eldri. Þessir munur á aldri á við- horfi til þess að gerast líffæragjafi reyndist tölfræðilega marktækur (p<0,05). Engin skýr tengsl voru sjáanleg milli fjölskyldutekna, búsetu eða menntunar og áhuga fólks á því að gerast líffæragjafar. Af þeim sem voru skráðir líffæragjafar voru 94% hlynntir löggjöf, samanborið við 29% þeirra sem kváðust engan áhuga hafa á að skrá sig sem líffæragjafa. Af þeim sem sögðust hafa mikinn áhuga á að skrá sig sem líffæragjafa töldu 98% mjög líklegt að þeir myndu veita leyfi til að eigin líffæri væru gefin eftir andlát, en sama sögðu 16% þeirra sem engan áhuga höfðu á að skrá sig. Þátttakendur voru beðnir um að setja sig í spor eigin aðstand- enda í tveimur spurningum. Allir nema þeir sem voru skráðir líffæragjafar voru beðnir um að taka afstöðu annars vegar til spurningarinnar „Ef þú værir skráður líffæragjafi, hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að fjölskylda þín myndi samþykkja að gefa úr þér líffæri við andlát?“ og hins vegar til „Ef þú værir ekki skráður líffæragjafi, hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að fjölskylda þín myndi samþykkja að gefa úr þér líffæri við andlát?“ Eins og sést í töflu III töldu flestir svarendur mun líklegra að aðstandendur myndu gefa úr þeim líffærin ef þeir væru skráðir líf- færagjafar en mun færri töldu það líklegt ef þeir væru ekki skráðir gjafar og þar af voru 11% sem töldu það alveg öruggt. Alls voru 14 einstaklingar á því að fjölskylda sín myndi neita beiðni um líffæra- gjöf ef þeir væru ekki skráðir. Umræða Niðurstöður sýndu að Íslendingar eru afar jákvæðir í garð löggjafar þar sem gert er ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjafir. Stuðn- Tafla I. Viðhorf þátttakenda til ætlaðs samþykkis eftir aldurshópum, fjöldi (%). 18-24 25-34 35-44 45-54 55-64 65 og eldri Að öllu leyti hlynnt(ur) 56,3 54,0 44,5 42,6 37,8 30,8 Mjög hlynnt(ur) 10,7 17,3 18,5 21,9 24,4 23,3 Frekar hlynnt(ur) 11,6 6,0 16,4 16,8 23,7 25,8 Hvorki né 9,8 6,0 6,8 7,1 7,4 8,8 Frekar andvíg(ur) 10,7 6,0 6,8 6,5 3,7 4,4 Mjög andvíg(ur) 0,9 4,7 3,4 1,3 2,2 3,1 Að öllu leyti andvíg(ur) 0,0 6,0 3,4 3,9 0,7 3,8 Tafla II. Viðhorf þátttakenda til að gefa eigin líffæri eftir andlát, skipt eftir aldurshópum, fjöldi (%). 18-24 25-34 35-44 45-54 55-64 65 og eldri Alveg öruggt 51,3 43,7 46,6 36,5 36,1 20,7 Mjög líklegt 24,3 27,8 27,1 33,1 27,8 24,8 Frekar líklegt 12,2 15,9 18,0 18,2 18,0 22,1 Hvorki né 8,7 9,5 6,0 3,4 12,8 15,2 Frekar ólíklegt 3,5 0,8 4,1 0,8 7,6 Mjög ólíklegt 0,0 0,8 0,8 2,7 3,8 6,9 Alveg örugglega ekki 0,0 1,6 1,5 2,0 0,8 2,8 Mynd 2. Viðhorf þátttakenda til þess að gefa eigin líffæri eftir andlát.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.