Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2014, Page 30

Læknablaðið - 01.10.2014, Page 30
526 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R Í fyrstu byggðist starfsemin eingöngu á hinu mikilvæga framlagi svæðafélaganna, sem nú eru orðin 22 talsins, en jafnt og þétt jókst einnig hlutur móðurfélagsins, Krabbameinsfélags Íslands. Því miður verður ekki unnt að geta hér nema örfárra úr þeim stóra og kröftuga hópi sem lagt hefur lóð sitt á vogarskálarnar í baráttunni gegn hinum sundurleita hópi sjúkdóma sem krabbamein kallast. Orðið krabbamein hljómaði nánast sem dauðadómur fyrir 60 árum. Við upphaf krabbameinsskráningar var meira en helmingur nýgreindra dáinn af völdum meinsins innan árs og yfir 75% innan 5 ára. Ástandið er nú gjörbreytt er tæpur fimmtungur deyr innan árs og 30% innan 5 ára. Þannig er nú staðan orðin sú að langflestir annaðhvort læknast eða lifa lengi með sjúkdóminn. Stofnun frjálsra félagasamtaka gegn krabbameini Um miðbik 20. aldar var íslenskt heilbrigðiskerfi ekki vel í stakk búið til að takast á við krabbameinin, en á sama tíma var ýmislegt jákvætt að gerast á erlendum vettvangi. Krabbameinsfélög höfðu verið stofnuð víða um lönd, til dæmis í Danmörku árið 1928, og var megintilgangurinn upphaflega að knýja á um aukna beitingu merkra nýjunga á sviði svæfinga, radíums og röntgengeisla. Þessar hugmyndir bárust til Íslands og fyrir atbeina Alfreðs Gíslasonar læknis boðaði undirbúningsnefnd á vegum Læknafélag Íslands til almenns fundar snemma árs 1949, um stofnun grasrótarsamtaka til að berjast gegn krabbameinum. Þar var ákveðið að stefna að stofnun landssamtaka en hefja þó starfið svæðisbundið í Reykja- vík og nágrenni. Mánuði síðar var Krabbameinsfélag Reykjavíkur stofnað á svo fjölmennum fundi að flytja varð hann úr almennri kennslustofu í Háskólanum yfir í hátíðarsalinn. Stofnfélagar voru 500 og formaður var kjörinn Níels Dungal forstöðulæknir Rann- sóknarstofu Háskólans (RH) í meinafræði. Tilgangur félagsins var að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameinum með því að: (a) fræða almenning um helstu byrjunareinkenni, (b) stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð, (c) fá hingað fullkomnustu lækningatæki og nægt sjúkrarými, (d) bjóða upp á fullkomnustu sjúkrameðferð sem völ væri á, (e) stuðla að krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsfélag Íslands tekur til starfa Móðurfélagið var stofnað árið 1951 og Níels Dungal kjörinn for- maður. Þá voru þegar starfandi svæðafélög í Reykjavík, Hafnar- firði og Vestmannaeyjum og á næstu tveimur árum bættust við félög á Akureyri og Suðurnesjum. Krabbameinsfélagið gerðist aðili að Alþjóðakrabbameinssambandinu (UICC) árið 1952, Nor- rænu krabbameinssamtökunum (NCU) árið 1957 og Samtökum evrópskra krabbameinsfélaga (ECL) árið 1998. Starfið hófst í Blóðbankanum við Barónsstíg þar sem Níels Dungal hafði aðstöðu og þangað var Halldóra Thoroddsen ráðin árið 1954, bæði af móðurfélaginu og Reykjavíkurfélaginu til að sjá um skrifstofuna og til að hefja skráningu krabbameina á Íslandi eins og síðar kemur fram. Halldóra varð síðar framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands í nokkra áratugi. Saga og þróun Krabbameinsfélags Íslands laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur, klínískur prófessor við læknadeild HÍ og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár laufeyt@krabb.is LÆKNAbLAðið hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg, söguleg og fræðileg. Gott heilbrigðiskerfi telst til sjálfsagðra mannréttinda í vestrænum sam- félögum og þar er vel menntað heilbrigðisstarfsfólk sá grunnur sem allt hvílir á, ásamt fjármagni frá hinu opinbera, en öflug félagasamtök geta einnig lagt lóð sitt á vogarskálarnar. Stórstígar framfarir urðu í heiminum á síðustu öld á sviði krabbameins- meðferðar, greiningar, rannsókna og forvarna. Þessar framfarir skiluðu sér hratt og vel til Íslendinga og þar átti Krabbameinsfélagið drjúgan hlut að máli. Félagið vann brautryðjendastarf í fræðslu til almennings, bæði varðandi einkenni krabbameina og forvarnir gegn þeim. Það beitti yfir- völd þrýstingi og safnaði fé til kaupa á tækjum og byggingar húsnæðis fyrir krabbameinslækningar. Félagið hóf skráningu krabbameina, stundaði rannsóknir á orsökum og eðli þeirra og byggði upp þekkingu á faralds- fræði krabbameina. Grunnur var lagður að enn dýpri þekkingu þegar líffræðilegar rannsóknir bættust við hjá félaginu, auk styrkveitinga til vísindamanna utan þess. Félagið hefur í áratugi rekið vel skipulagða leit að krabbameinum og á vegum þess hófst líknarmeðferð á Íslandi með stofnun og rekstri Heimahlynningar. Alla tíð hefur félagið stutt dyggilega við krabbameinsgreinda einstaklinga og ættingja þeirra og rekur nú sér- staka Ráðgjafarþjónustu í því skyni. Ágrip

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.