Læknablaðið - 01.10.2014, Side 31
LÆKNAblaðið 2014/100 527
Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S
Fræðsla, forvarnir og Fréttabréf um heilbrigðismál
Strax eftir stofnun Reykjavíkurfélagsins hóf það almenna fræðslu
um einkenni krabbameina og lækningamöguleika með erindum
í Ríkisútvarpinu, útgáfu fræðslurita og almennum fundum. Jafn-
framt stóð félagið fyrir útgáfu nýs tímarits er kallaðist Fréttabréf
um heilbrigðismál, sem varð mjög vinsælt meðal almennings. Kom
það út nokkrum sinnum á ári og flutti almenna heilbrigðisfræðslu.
Móðurfélagið tók að sér útgáfuna árið 1952 og fyrstu árin var Níels
Dungal ritstjóri, þá tók Baldur Johnsen við og á eftir honum Bjarni
Bjarnason. Árið 1976 tók Ólafur Bjarnason við ritstjórninni og loks
Jónas Ragnarsson. Þá urðu nokkrar breytingar á útgáfunni og
nafninu breytt í Heilbrigðismál.
Tóbaksvarnafræðslunni verða gerð skil síðar í þessari grein,
en auk þess hefur Reykjavíkurfélagið gefið út fræðsluefni fyrir
almenning varðandi forvarnir gegn krabbameinum og einkenni
krabbameina. Á vefsíðu félagsins www.krabb.is er jafnframt að
finna mikinn fróðleik. Einnig hefur Krabbameinsfélagið staðið
fyrir árlegu heilsuhlaupi fyrir almenning, nánast óslitið frá árinu
1988.
Sjúkdómsgreining
Þar sem læknar úti á landi höfðu hvorki aðstöðu né tæki til að
greina krabbamein á byrjunarstigi sendi Reykjavíkurfélagið bréf
til þeirra í árslok 1949 og bauð þeim að beina “cancer-grunsam-
legum” sjúklingum til yfirlæknis Röntgendeildar Landspítalans,
en hann hafði tekið að sér að vísa þeim áfram til sérfræðinga.
Félagið stóð jafnframt fyrir námskeiði fyrir hjúkrunarkonur og
ljósmæður um krabbamein, greiningu og meðferð. Einnig kom
félagið á samningi milli RH í meinafræði annars vegar og Trygg-
ingastofnunar og Sjúkrasamlagsins hins vegar, um framkvæmd
vefjarannsókna vegna krabbameinsgreiningar. Félagið kom að
þingsályktunartillögu sem var samþykkt árið 1960, þar sem skorað
var á ríkisstjórnina að beita sér fyrir eflingu rannsókna varðandi
greiningu krabbameina, öflun fullkomnustu tækja til rannsókna
og lækninga á krabbameini, bættri aðstöðu til krabbameinsleitar
og aukinni fræðslustarfsemi varðandi krabbamein.
Í þágu meðferðar
Eitt fyrsta verkefni Reykjavíkurfélagsins var söfnun fyrir geisla-
lækningatækjum og voru þau boðin Landspítalanum að gjöf árið
1951. En er spítalinn varð að afþakka gjöfina vegna húsnæðis-
skorts bauð félagið í staðinn fram féð til viðbótarbyggingar Land-
spítalans vegna geislalækninga. Árum saman reyndi félagið að fá
borgaryfirvöld og ríkisstjórn til að fjármagna kaup á kóbalt-tæki,
en málið leystist fyrst árið 1970 og þá á þann hátt að Oddfellow-
reglan fjármagnaði tækið, félagið safnaði fyrir nýbyggingu við
Landspítalann til að hýsa tækin og ríkisstjórnin lagði fé á móti.
Sjóður til styrktar krabbameinssjúklingum vegna meðferðar starf-
aði á vegum félagsins á árunum 1966-1969. Um svipað leyti starfaði
á vegum móðurfélagsins félagsráðgjafi sem leiðbeindi sjúklingum
varðandi endurhæfingu og eftirmeðferð.
Krabbameinsskráning og faraldsfræðilegar rannsóknir
Upphaf skráningar og faraldsfræðirannsókna
Árið 1949 hófu Níels Dungal og fleiri framsýnir einstaklingar
að hvetja til þess í ræðu og riti að stofnuð yrði krabbameinsskrá
á Íslandi. Bentu þeir á að heildstæð skráning krabbameina er
nauðsynlegur grundvöllur rannsókna á orsökum þeirra. Níels var
brautryðjandi í faraldsfræðilegum rannsóknum á krabbameinum
á Íslandi og birti um þær margar greinar í erlendum vísindaritum.
Meðal annars ritaði hann, ásamt erlendum vísindamönnum, um
dánartíðni af völdum magakrabbameins hér á landi, sem var með
því hæsta sem þekktist í heiminum. Krabbameinsskráin hafði frá
upphafi sterk tengsl við alþjóðasamfélag faraldsfræðinga og með
tímanum hefur byggst þar upp mikil þekking og aðferðafræði á
sviði faraldsfræði krabbameina.
Fyrsta tilraun til að kanna umfang krabbameina hér á landi
var talning á fjölda lifandi einstaklinga með krabbamein árið
1908 sem gerð var um leið og sams konar talning í Danmörku.
Slík algengisskráning gagnast ekki til rannsókna á orsökum og
horfum, en samfelld skráning allra nýgreindra krabbameina á
Íslandi hófst hins vegar með stofnun Krabbameinsskrár Krabba-
meinsfélags Íslands árið 1954. Hún tók til starfa um svipað leyti
og aðrar norrænar krabbameinsskrár, en þær voru fyrstu skrár
í heiminum sem náðu til heilla þjóða. Skráningin var einkar vel
skipulögð og horft til annarra Norðurlandaþjóða í því sambandi.
Ólafur Bjarnason meinafræðingur var fyrsti yfirlæknirinn, en allir
yfirlæknar skrárinnar hafa verið meinafræðingar og hefur skráin
alla tíð verið tengd RH í meinafræði (nú Rannsóknarstofu í meina-
fræði á Landspítalanum) sterkum böndum. Halldóra Thoroddsen
Alfreð Gíslason læknir var einn af upphafsmönnum
stofnunar Krabbameinsfélags Íslands. Mynd Jóhannes
Long
Halldóra Thoroddsen, fyrsti starfsmaður Krabbameins-
félags Íslands og Krabbameinsskrár. Mynd Krabbameins-
félagið.
Níels Dungal á skrifstofu sinni. Mynd Landspítalinn.