Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2014/100 529
Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S
ur fyrst og fremst vegna breytinga á mannfjölda, og hins vegar
rannsókn á heilsufari 32.000 fullorðinna einstaklinga sem höfðu
greinst með krabbamein á barns- eða unglingsaldri. Norðurlönd-
in bjóða upp á einstök tækifæri til stórra eftirfylgdarrannsókna
vegna kennitölu og einstakra heilsufarsskráa. ANCR rekur Nor-
ræna sumarskólann í faraldsfræði krabbameina sem er að mestu
fjármagnaður af norrænu krabbameinssamtökunum (NCU). Þar
hafa nokkrir tugir íslenskra lækna- og líffræðinema stundað nám
með góðum árangri. Ísland tekur þátt í NORDCAN verkefninu en
á heimasíðu þess (www.ancr.nu) er hægt að skoða og bera saman
upplýsingar um krabbamein á Norðurlöndunum, meðal annars
sem línurit og töflur og gera margvíslegar fyrirspurnir. NORD-
CAN grunnurinn er auðveldur í notkun og aðgengilegur öllum á
netinu. Krabbameinsskráin hefur tekið þátt í EUROCARE lifunar-
verkefninu í yfir tvo áratugi og því er hægt að bera saman horfur
íslenskra og evrópskra krabbameinssjúklinga.
Í rannsóknum Krabbameinsskrárinnar hefur meðal annars
verið lögð áhersla á áhrif erfða og umhverfis, meinafræði krabba-
meina, lýsandi faraldsfræði og horfur krabbameinssjúklinga. Stór-
an sess skipa rannsóknir á áhrifum BRCA2-stökkbreytingarinnar
en á því sviði getur Ísland komið með einstakt framlag.10,11 Einnig
hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á forspárþáttum og
meinafræði.12,13 Loks sér skráin um eftirfylgd kvenna sem tóku
þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á langtímaáhrifum bóluefnis gegn
leghálskrabbameini og tekur þátt í rannsóknum tengdu því verk-
efni.14 Sérfræðingar skrárinnar hafa síðustu áratugi leiðbeint fjölda
nemenda á háskólastigi í lokaverkefnum og öðrum rannsóknar-
verkefnum sem byggjast á gögnum skrárinnar. Krabbameins-
skráin liggur til grundvallar yfir 500 birtum vísindagreinum15
sem bæði byggjast á rannsóknum starfsmanna skrárinnar og
aðila utan hennar,16 en skráin gegnir þjónustuhlutverki varðandi
aðgang að lýðgrunduðum gögnum til krabbameinsrannsókna.
Vönduð krabbameinsskráning er einkar mikilvæg fyrir lýð-
heilsu því hún er grunnur faraldsfræðilegra rannsókna á orsökum
krabbameina en þær eru aftur forsenda forvarna gegn krabba-
meinum. Lýðgrunduð krabbameinsskráning er einnig mikilvæg
fyrir rannsóknir á horfum sjúklinga og á gæðum þjónustunnar
auk þess að vera forsenda þess að stjórnvöld geti fengið upplýs-
ingar um áætlaðan fjölda krabbameinsgreindra í framtíðinni.
Styrkir til krabbameinsrannsókna
Samtök norrænna krabbameinsfélaga, Nordisk Cancer Union
(NCU), hófu árið 1960 að veita ferðastyrki fyrir vísindamenn
til að kynna sér nýjungar á sviði krabbameinsrannsókna og féll
styrkurinn í skaut Íslendings fimmta hvert ár. Síðar varð til sam-
keppnissjóður NCU sem veitir veglega styrki í samnorrænar
krabbameinsrannsóknir, nú að heildarupphæð 1 milljón evra ár-
lega. Undanfarna áratugi hefur Krabbameinsfélagið veitt styrki til
krabbameinsrannsókna á Íslandi og er nú stefnt að eflingu þeirra
með nýjum sjóði.
Tóbaksvarnir
Lungnakrabbamein var afar sjaldgæfur sjúkdómur áður en sígar-
ettureykingar urðu almennar, en snemma á 20. öld fór að bera
á faraldri lungnakrabbameins hjá karlmönnum víða um hinn
vestræna heim. Um miðja öldina komu fram hugmyndir um að
faraldurinn gæti tengst mikilli aukningu sígarettureykinga hjá
karlmönnum17 og var þessi grunur staðfestur með faraldsfræði-
legum rannsóknum.18 Níels Dungal ritaði þegar árið 1950 grein í
Lancet þar sem hann spáði að vegna ört vaxandi reykinga á Íslandi
yrði mikil aukning á nýgengi lungnakrabbameins næstu áratugi
þótt enn væru reykingar íslenskra karla minni en í nágrannalönd-
Suðurgata 22. Krabba-
meinsfélagið eignaðist
Suðurgötu 22 árið 1964 og
Suðurgötu 24 árið 1970.
Mynd Krabbameinsfélagið.