Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 35

Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 35
LÆKNAblaðið 2014/100 531 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S samstarfi við kvenfélög og önnur félagasamtök og Alma Þórarins- son fyllti Gamla Bíó í þrígang þar sem hún hélt erindi og sýndi fræðslumyndir. Í fyrstu náði leitin eingöngu til reykvískra kvenna á aldrinum 25-59 ára en árið 1969 náði hún til alls landsins og þá voru efri aldursmörkin hækkuð í 69 ár. Í upphafi hjálpuðu krabbameins- félögin úti á landi starfsfólki Leitarstöðvarinnar við undirbúning skoðana, oft við afar frumstæðar aðstæður, en þetta var fyrir tíma heilsugæslustöðvanna. Starfsfólk Leitarstöðvarinnar lagði mikið á sig á ferðum sínum um landið, en þar voru í fararbroddi læknarnir Jón Þorgeir Hallgrímsson og Alma Þórarinsson ásamt Guðlaugu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi. Leitarstöðin hóf rekstur eigin frumurannsóknastofu árið 1975 og tveimur árum síðar hóf yfirlæknir stofunnar, Gunnlaugur Geirsson, að þjálfa stúlkur í frumugreiningu hér heima. Er Alma hætti sem yfirlæknir tók Guðmundur Jóhannesson við. Hann lést af slysförum og tók Kristján Sigurðsson við yfirlæknis- starfinu árið 1982. Kom það í hlut Kristjáns að skipuleggja og efla leitarstarfið, og var svo vel að því staðið að eftir hefur verið tekið bæði innanlands og utan. Kristján hefur birt fjölda vísindagreina um leghálskrabbameinsleitina þar sem meðal annars er greint frá góðum árangri leitarstarfsins20 og áhrifum smits af völdum HPV (human papilloma veiru) og bólusetningar gegn HPV.21 Mæting jókst til muna eftir að tekið var upp nýtt innköllunar- kerfi árið 1984 sem meðal annars gerði mögulegt að senda ítrek- unarbréf til kvenna sem ekki mættu. Súluritið hér fyrir neðan gefur til kynna hve mörgum konum leitin hefur bjargað. Árið 2009 létust aðeins tvær konur af völdum leghálskrabbameins á Íslandi, en hér er dánartíðnin ein sú allra lægsta sem þekkist í heiminum.22 Dánartölur fyrir árin 2010-2013 liggja ekki fyrir en ætla má að tvær konur hafi látist úr meininu árlega á þeim árum einnig. Ef dánartíðni áranna 1967-1971 væri óbreytt miðað við mannfjölda hefðu rúmlega 20 konur dáið árið 2013 í stað tveggja og er samanlagður mismunur á rauntölum og ætluðum fjölda látinna yfir allt tímabilið 462 konur. En ganga má út frá því að þessi tala sé of lág því ekki er gert ráð fyrir þeirri aukningu í nýgengi og dánartíðni sem fylgdi „kynlífsbyltingunni“ upp úr 1964 og sást vel í þeim löndum sem ekki höfðu legháls- krabbameinsleit.22 Ef gert væri ráð fyrir 1% árlegri aukningu á dánartíðni yrði uppsafnaður mismunur á áætlun og rauntölum 637 konur yfir tímabilið 1972-2013. Því má reikna með að leitar- starfið hafi forðað milli 462 og 637 konum frá ótímabærum dauða á þessu 40 ára tímabili. Leitarstöð, Krabbameinsskrá og Landlæknisembættið tóku þátt í fjölþjóðlegri prófun á HPV-bóluefni sem er talið vernda gegn leg- hálskrabbameini. Árið 2011 hófst bólusetning allra 12 ára stúlkna á Íslandi gegn HPV-veirum af stofnum 16 og 18 og mun þessi bólu- setning hafa áhrif á leitarstarfið er fram líða stundir. Kristján Oddsson tók við starfi yfirlæknis Leitarstöðvarinnar á árinu 2013. Unnið er að því að efla leitarstarfið með aukinni mætingu í leghálskrabbameinsleit, einkum meðal ungra kvenna. Einnig er stefnt að því að bæta HPV-mælingum við frumuskoðun hjá Leitarstöðinni árið 2015. Áætlanir varðandi leit að krabbameini í ristli og endaþarmi Krabbameinsfélagið skipaði nefnd árið 1982 til að athuga mögu- leika á nýrri krabbameinsleit. Nefndin lagði til að gerð yrði tilraun til fjöldaleitar að krabbameini í ristli og endaþarmi með leit að blóði í hægðum. Með fjárstuðningi frá Oddfellowstúku voru kall- aðir inn 6000 einstaklingar á aldrinum 46-70 ára og stóð rannsókn- in yfir árin 1986-1993. Í forsvari var Ásgeir Theodórs meltingar- færasérfræðingur. Niðurstöður gáfu vísbendingu um gagnsemi skimunarinnar en þar sem úrtakið var of lítið til að draga mætti ályktanir var ákveðið að bíða eftir niðurstöðum stórra alþjóðlegra rannsókna. Nú hafa slíkar rannsóknir sýnt fram á gagnsemi skimunar fyrir ristilkrabbameini og er leit hafin víða í nágrannalöndunum. Krabbameinsfélagið hefur hvatt til þess að skipuleg leit að krabba- Súlurit Fjöldi kvenna sem lést af völdum leghálskrabbameins á Íslandi árin 1972-2013 og áætlaður fjöldi miðað við að ekki hefði orðið nein lækkun vegna leghálskrabbameins- leitar. Starfsfólk Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins árið 1971. Efri röð frá vinstri: Sigríður Soffía Jónsdóttir, Jón Þ. Hallgrímsson, Sigríður Auðunsdóttir, Sigrún D.J. Langelyth, María Pétursdóttir, Guðrún Þ. Bjarnadóttir, Guðmundur Jóhannesson, Steinunn R. Stephensen, Eygló Bjarnardóttir og Björg Ólafsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Margrét Guðmundsdóttir, Ágúst N. Jónsson, Alma Þórarinsson, Ólafur Jensson, Rósa Áskels- dóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir. Mynd Krabbameinsfélagið. Frá vígsluhátíð nýja hússins við Skógarhlíð 8 haustið 1984. Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti og verndari Krabbameinsfélags Íslands var heiðursgestur. Mynd Jó- hannes Long.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.