Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 36
532 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R meini í ristli og endaþarmi hefjist sem fyrst á Íslandi og tók í mars síðastliðnum þátt í áskorun til stjórnvalda um að hefja hópleitina strax, ásamt 11 öðrum fag- og sjúklingafélögum. Hér á landi er einkar mikið um óskipulagða skimun á formi ristilspeglana. Skynsamlegt væri að halda skrá yfir þessa starfsemi og nota sem bakgrunn fyrir innköllun er skipuleg leit hefst, til að koma í veg fyrir óþarfa speglanir. Einnig væri gagnlegt að halda eina skrá á landsvísu um sepa sem finnast við ristilspeglanir og kemur til greina að gera það hjá Krabbameinsskrá Krabbameins- félagsins. Skógarhlíð 8, húsið sem þjóðin gaf Árið 1981, í formannstíð Gunnlaugs Snædal, er húsnæðisskortur var enn farinn að há starfsemi félagsins, hófst undirbúningur stærsta söfnunarátaks sem þá hafði verið ráðist í á Íslandi. Eggert Ásgeirsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Rauða Krossins stýrði söfnuninni, sem náði bæði til almennings og fyrirtækja, og tókst einstaklega vel til; dyggur stuðningur fékkst frá æðstu mönnum þjóðarinnar, stofnað var Landsráð gegn krabbameini með 60 félaga- samtökum og 5000 sjálfboðaliðar tóku virkan þátt, enda dugði söfnunarféð til að kaupa húsið við Skógarhlíð 8 sem var í bygg- ingu. Við skipulagningu húsnæðisins var miðað við að auðvelt yrði að breyta því til samræmis við framtíðarþóun starfseminnar, þar á meðal var gert ráð fyrir stórauknu leitarstarfi. Flutt var í húsið haustið 1984 og sama ár var G. Snorri Ingimars- son læknir ráðinn forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, en það var nýtt starf. Snorra beið mikilvægt hlutverk við samræmingu og skipulagningu starfseminnar í þessu stóra húsi sem bauð upp á nýja möguleika. Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Fljótlega komu Snorri og stjórn félagsins fram með stórhuga áætl- anir um að ráðast í stofnun lífsýnabanka og líffræðilegrar rann- sóknastofu, sem gæti orðið vettvangur grunnrannsókna á eðli og orsökum krabbameina á Íslandi. Á þessum tíma var hafin áköf leit að „brjóstakrabbameinsgeni“ á alþjóðavettvangi23 en niðurstöður fjölskyldurannsókna, meðal annars frá Krabbameinsskránni, gáfu góð fyrirheit um að hægt væri að finna slíkt gen.24 Í þessu kapp- hlaupi léku stórir ættargrunnar lykilhlutverk. Snorri og stjórn félagsins sáu þarna tækifæri fyrir Ísland, meðal annars vegna hins vandaða og stóra ættagrunns Krabbameinsskrárinnar og faraldsfræðiþekkingar sem hafði þróast hjá félaginu. Það var dýrt verkefni að stofna og reka líffræðilega rannsóknastofu en félagið vonaðist til að fá til þess góðan stuðning. Strax í upphafi var gerður samningur við Háskóla Íslands um víðtækt samstarf og sat fulltrúi skólans í stjórn stofunnar. Með nýrri þjóðarátakssöfnun árið 1986 tókst að afla nægra fjármuna til þess að hægt væri að opna Rann- sóknastofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði, og var það gert í ársbyrjun 1987. Stofan hafði þann tvíþætta tilgang að safna lífsýnum og varðveita þau og jafnframt að stunda grunn- rannsóknir á krabbameinum. Helga M. Ögmundsdóttir læknir var ráðin forstöðumaður og Jórunn E. Eyfjörð sameindaerfðafræðing- ur veitti sameindalíffræðilegum verkefnum forstöðu. Félagið bar ábyrgð á rekstrinum og fékk upp í hann ýmsar veglegar gjafir á því 20 ára tímabili sem hann var á hendi félagsins. Jafnframt fékk starfsfólk stofunnar öfluga rannsóknastyrki úr erlendum og inn- lendum sjóðum. Samstarf við Krabbameinsskrána var mikið allan tímann og megináhersla lögð á sameindaerfðafræðilegar rann- sóknir á brjóstakrabbameini. Árið 1994 tókst hópi erlendra vísindamanna að finna svokallað brjóstakrabbameinsgen sem nefnt var BRCA1-genið, en stökk- breytingar í því auka mjög líkur á krabbameinum, mest í brjóstum og eggjastokkum. Annað gen sem einnig verndar gegn krabba- meinum, BRCA2-genið, fannst ári síðar25 og bera 0,7% Íslendinga svokallaða landnemastökkbreytingu í því.26 Rannsóknastofan og Krabbameinsskráin ásamt RH í meinafræði áttu hlut að máli er staðsetning BRCA2-gensins var ákvörðuð.27 Áframhaldandi rann- sóknir sömu aðila hafa skilað mikilvægum upplýsingum á heims- vísu varðandi áhrif hinnar íslensku BRCA2-stökkbreytingar og eru þær enn í gangi. Einnig fékkst rannsóknastofan við ýmis frumu- líffræðileg viðfangsefni, einkum frumuræktanir úr brjóstakrabba- meinsæxlum, samskipti brjóstakrabbameinsfruma og ónæmis- kerfisins og áhrif boðefna.28 Rannsóknastofan fluttist yfir til Háskóla Íslands árið 2006 og nefnist nú Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum hjá Læknadeild Háskóla Íslands. Á vegum Krabbameinsfélagsins safnaði stofan Fagnað í Skógarhlíð 8 á vígsluhátíðinni 1984. Frá vinstri: Gunnlaugur Snædal þá- verandi formaður Krabbameinsfélagsins, Gunnlaugur Geirsson formaður byggingar- nefndarinnar og Halldóra Thoroddsen framkvæmdastjóri. Mynd Jóhannes Long. Starfsfólk og nemendur á Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði árið 2001. Efri röð frá vinstri: Kristín Halldórsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Valgerður Birgisdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Sigfríður Guðlaugsdóttir, Jórunn E. Eyfjörð, Þórarinn Guðjónsson, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Evgenía K. Mikaelsdóttir, Agla J. Rubner Friðriksdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir. Mynd í einkaeign.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.