Læknablaðið - 01.10.2014, Side 47
LÆKNAblaðið 2014/100 543
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
á auðvitað við um bæði karlana og kon-
urnar. Læknisstarfið á ekki að útiloka fólk
frá fjölskyldulífi.“
Hér staldrar Arna við og segir annan
flöt fylgja því að konum fjölgi í læknastétt.
„Á það hefur verið bent að fylgni sé á milli
þess að þegar konum fjölgi í tiltekinni
stétt þá lækki launin. Þetta má alls ekki
gerast í læknastéttinni og ég mun leggja
á það mikla áherslu að konur slaki ekki
á kröfum sínum í launamálum. Það eru
tvær einfaldar ástæður fyrir því að læknar
verða að vera vel launaðir. Í fyrsta lagi er
námið svo langt að starfsferillinn byrjar
ekki fyrr en fólk er komið hátt á fertugs-
aldur. Í öðru lagi er svo mikil samkeppni
um lækna í löndunum allt í kringum
okkur að hér munu ekki fást læknar til
starfa nema í boði séu sómasamleg laun
og góð starfsaðstaða sem í mínum huga
þýðir ekkert annað en nýjan spítala sem
svarar kröfum samfélagsins og nútíma
læknisfræði. Nýr landspítali er því ein af
forsendum þess að takist að snúa við þeirri
þróun sem við blasir.“
Góðu læknana heim
Arna dregur upp kvíðvænlega mynd af
ástandinu ef ekkert verður að gert í kjara-
málum íslenskra lækna.
„Þeir sem eru að hefja nám í læknadeild
núna verða útskrifaðir sérfræðingar eftir
15-16 ár. Þá verð ég orðin 64 ára og foreldr-
ar mínir 86 ára. Við verðum hluti af stærri
hóp roskinna og aldraðra en Ísland hefur
áður séð. Til að sinna okkar margvíslegu
heilsufarslegu þörfum, eins og sjón- og
heyrnardepru, gigtarsjúkdómum, hjarta-
og lungnasjúkdómum, krabbameinum,
kvensjúkdómum, þvagfærasjúkdómum,
offitu og sykursýki svo eitthvað sé nefnt,
verða færri læknar starfandi á landinu en
í marga áratugi þar á undan. Við þurfum
sem sagt sárlega á þessu unga fólki að
halda og megum ekki missa það frá okkur
til starfa annars staðar. Við verðum að
bjóða því sómasamleg laun og vinnuað-
stöðu svo þau vilji koma heim og starfa
hér. Við viljum líka fá góðu læknana heim.
Ekki bara einhverja lækna. Þau rök hafa
heyrst að ef íslenskir læknar vilji ekki
starfa hér megi bara ráða erlenda lækna.
Hvaða læknar eru það sem vilja koma
hingað og vinna fyrir miklu lægri launum
en bjóðast annars staðar? Varla eru það
bestu læknarnir? Varla eru það læknar
sem eru eftirsóttir annars staðar? Og eru
það læknarnir sem við viljum að sinni
okkur?“
„Á það hefur verið bent
að fylgni sé á milli þess að
konum fjölgi í tiltekinni
stétt og lækkun launa. Þetta
má alls ekki gerast í
læknastéttinni og ég mun
leggja á það mikla áherslu
að konur slaki ekki á kröfum
sínum í launamálum,“
segir Arna Guðmundsdóttir
nýr formaður Læknafélags
Reykjavíkur.