Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2014, Page 50

Læknablaðið - 01.10.2014, Page 50
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Það var þétt setinn bekkurinn við setn- ingu aðalfundar Læknafélags Íslands fimmtudaginn 25. september síðast- liðinn. Greinilegt að læknar hugðu gott til glóðarinnar að eiga skoðanaskipti við ráðherra heilbrigðismála, Kristján Þór Júlíusson, sem hafði boðað komu sína á fundinn. Af þeim fjölmörgu málum sem brenna á íslenskri læknastétt þetta haustið ber launamálin hæst en málefni þjóðar- sjúkrahússins, Landspítalans, vega þó síst minna; ástand húsnæðisins, slæm vinnuaðstaða, undirmönnun, úr sér geng- inn tækjakostur svo það helsta sé nefnt af því sem læknar telja hindra sig eða tefja í að sinna faglegum skyldum gagnvart sjúklingum sínum. Ráðherrann hvatti lækna til að vera jákvæða og líta á björtu hliðarnar og sagði engum til góðs að mála skrattann á vegg- inn en tók þó fram að með þeim orðum ætti hann fremur við stjórnmálamenn en lækna. Margoft varað við þróuninni Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands hóf fundinn með yfirlitstölu um hvernig hann sem formaður Læknaráðs Landspítalans og síðar formaður Lækna- félagsins ásamt öðrum talsmönnum lækna hefðu ítrekað komið fram í fjölmiðlum á umliðnum árum og varað við þeirri þróun sem nú væri orðin að staðreynd með við- varandi læknaskorti í mörgum spítalasér- greinum og ekki síður heilsugæslunni. Hann lagði áherslu á að ef læknar ættu að fást til starfa yrði að bæta launakjör þeirra og gera þau samkeppnishæfari við þau laun sem bjóðast annars staðar. Ekki alltaf samkeppnisfær Kristján Þór velferðarráðherra hóf mál sem með því að hvetja til hófsemi í tjáningu um málefni heilbrigðiskerfisins og sagði: „ Mér finnst hins vegar mikilvægt að þeir sem best þekkja til, þ.e.a.s. heilbrigðisyfir- völd, heilbrigðisstarfsfólk og stjórnmála- menn, reyni eftir bestu getu að draga upp sanna mynd af þeim aðstæðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni – máli ekki skrattann á veginn til að þjóna eigin hags- munum en vekja um leið ótta í hugum þeirra sem við eigum að þjóna.“ Varðandi launakjör lækna og heilbrigð- isstarfsfólks almennt sagði Kristján Þór: „Því miður erum við sem þjóð ekki alltaf samkeppnisfær við önnur og stærri lönd til að mynda hvað varðar launakjör fyrir þessi störf. En þar eigum við að gera betur og þurfum að gera það til að standast samkeppnina sem við blasir.” Ráðherrann ræddi einnig byggingu nýs Landspítala og sagði vilja Alþingis birtast í einróma samþykkt þingsályktunartillögu um endurnýjun og uppbyggingu Land- spítalans á síðasta þingi. „Ég geri mér vonir um að tillögur um hvernig best sé staðið að málum Landspítalans líti dagsins ljós fyrri hluta komandi ár.” Flutningsstyrkur og skattaafsláttur Þá sagði ráðherrann eflingu heilsugæsl- unnar forgangsmál og kvað þau sjónarmið sín birtast skýrt í áætluninni Betri heil- brigðisþjónusta sem gefin hefði verið út og má lesa á vef velferðarráðuneytisins. Ræðu ráðherrans í heild má einnig lesa þar. Í umræðum lækna við ráðherrann í kjölfar ræðunnar var ljóst að þolinmæði læknastéttarinnar eru takmörk sett og langlundargeð ekki síður. Allir þeir er tóku til máls voru einhuga um að við svo búið mætti ekki standa ef ekki ætti að stefna í algjört óefni á þessu hausti. Bent var á að starfsmönnum Fiskistofu væri boðinn þriggja milljóna króna styrkur ef þeir vildu flytja til Akureyrar, en aldrei hefðu íslensk stjórnvöld ljáð máls á greiðslu flutningsstyrk eða skattaaf- sláttar til íslenskra lækna ef og þegar þeir vildu flytjast heim eftir langt sérnám. Á hinn bóginn byðist íslenskum læknum skattaafsláttur ef þeir flyttust frá Íslandi til Norðurlandanna. Flótti lækna frá Landspítalanum var einnig tíundaður og bent á að ekki væri eingöngu um að ræða flutning þeirra af landi brott heldur færðist sífellt í vöxt að læknar minnkuðu starfshlutfall sitt á spítalanum til þess ýmist að starfa sjálf- stætt á stofu eða færu einfaldlega heim í stofu og sinntu þaðan myndgreiningum og ráðgjafarstarfi fyrir erlend sjúkrahús. Kandídatar sækja ekki um Þegar nokkuð var liðið á umræður stóð Daði Helgason formaður félags 6. árs læknanema upp og afhenti ráðherra undirskrifaða yfirlýsingu nær allra 6. árs læknanema þess efnis að þeir muni ekki sækja um störf á íslenskum heilbrigðis- stofnunum næsta vor ef ekki verður samið um hækkun grunnlauna fyrir 1. júní 2015. Hvert stefna íslenskir læknar? Aðalfundur Læknafélags Íslands 2014 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Fjölmennt var við setningu fundarins og mörgun heitt í hamsi um ástand heilbrigðiskerfisins. 546 LÆKNAblaðið 2014/100 Nokkrar ályktanir voru samþykktar á fundinum, meðal annars um að félagið fordæmi stríðsátök og ófrið þar sem börn og saklausir borgarar líða, um skipulagsmál, kosningar og fyrir- komulag aðildarfélaga LÍ, um að skipa 5 manna nefnd sem gerir tillögur að því hvernig minnst verður 100 ára afmælis félagsins 2018, og stjórnin fékk leyfi aðalfundar til að sækja um og hefja undirbúning að því að halda aðalfund Alþjóðasamtaka lækna (WMA) hér haustið 2018.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.