Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 54
550 LÆKNAblaðið 2014/100 Röntgenlæknar fengu góða heimsókn um miðjan september þegar þrír forystu- menn í innleiðingu gæðaeftirlitskerfis í myndgreiningu og röntgenrannsóknum á Írlandi héldu fyrirlestra og námskeið á Landspítalanum á vegum Félags ís- lenskra röntgenlækna. Þetta voru þeir Max F. Ryan, Adrian Brady og Barry Kelly en þeir eru fyrirlesarar og sérfræð- ingar við myndgreiningardeild Royal College of Surgeons á Írlandi. Þeir skiptu þannig með sér verkum að Ryan og Brady héldu hvor sinn fyrir- lesturinn en Kelly stýrði námskeiði fyrir deildarlækna til undirbúnings fyrir Euro- pean Board of Radiology. Í fyrirlestri Ryans kom fram að frum- kvæði að gæðaeftirlitskerfi á landsvísu á Írlandi hafi komið frá Félagi írskra röntg- enlækna og tilgangurinn hafi verið þrí- þættur; að koma á fót stöðluðu gæðakerfi undir forystu röntgenlækna, að byggja upp gæðakúltúr, og tryggja umönnun og öryggi sjúklinga með skjótum, nákvæm- um og endanlegum myndgreiningum og skýrslum. Ryan setti þessi markmið í samhengi með því að lýsa stöðunni eins og hún var áður en hafist var handa við innleiðingu gæðakerfisins. „Það voru ekki til staðar formleg við- mið til að sannfæra almenning um að röntgensérfræðingar ynnu ávallt eftir ítrustu kröfum, hvorki staðlar á landsvísu né önnur viðmið í lykilþjónustu mynd- greiningar. Þá komu upp mjög áberandi tilfelli rangrar greiningar krabbameina á Írlandi á árunum 2005-2009. Flest til- fellin áttu við brjóstakrabbamein, þó röng greining annarra krabbameina ætti sér einnig stað.“ Kostirnir við innleiðingu gæðakerfisins hafa verið ótvíræðir að sögn Ryans. Með- ferð sjúklinga hefur batnað og almenn- ingur fær sannreyndar staðfestingar á gæðum myndgreiningarþjónustu. Þörfin fyrir yfirlit aftur í tímann hefur minnkað og ábendingar og samstarf um góð vinnu- brögð aukist. Þá koma einnig fram ábend- ingar um þau atriði sem þörf er á að bæta og þróa og bætt samskipti milli stofnana leiða til skipulegrar tengslamyndunar. Loks nefnir Ryan að skilvirkari þjónusta auki hagkvæmni og dragi úr kostnaði. Mikilvægt að greina mynstur mistaka Ryan sagði gæðakerfið samstarfsverkefni Félags írskra röntgenlækna, Krabba- meinsvarna Írlands (National Cancer Control Programme) og heilbrigðisyfir- valda á sviði sjúklingaöryggis og Konung- lega læknaháskólans. (Royal College of Physicians). Hann sagði forystu læknanna lykilatriði í innleiðingu kerfisins og áhersla væri lögð á innra eftirlit læknanna sjálfra með því að beita skipulegu jafn- ingjamati, umsögnum á greiningum og gæðaeftirlitsfundum. Hindranir sem komast hefði þurft yfir væru meðal annars breytingar í forgangsröðun í hinu daglega vinnuumhverfi til að koma gæðaeftirlitinu að og ekki síður að tryggja trúnað í með- ferð upplýsinga. „Myndgreining er ekki hárnákvæm vís- indi,“ sagði Ryan. „Í myndgreiningu felst ákvarðanataka þar sem óvissa er ávallt til staðar og mistök að einhverju leyti eru óumflýjanleg. Innleiðing gæðakerfis snýst um að draga úr líkum á mistökum og rangri myndgreiningu að svo miklu leyti sem það er í mannlegu valdi. Tíðni mistaka meðal röntgenlækna í rauntíma í daglegu starfi er að meðaltali 3-5%. Það er ekki auðvelt að fá almenning til að sætta sig við þessar tölur þó lágar séu. Mistök hafa tilhneigingu til að endurtaka sig í ákveðnum mynstrum og því er mikilvægt að koma auga á mynstrin og benda á þau í kennslu, rannsóknum og umfjöllun um myndgreiningu.“ Ryan sagði í lok erindis síns að megin- fyrirstaðan meðal írskra lækna væri ótti við lögsóknir og að þeir treystu ekki fylli- lega á nafnleysi upplýsinga sem safnað væri og hægt væri að rekja tilfelli til ein- staklinga í læknastétt. „Lagaumhverfið á Írlandi er ekki nógu afgerandi hvað þetta varðar og við höfum lagt áherslu á að lögin taki af öll tvímæli um nafnleysi og persónuvernd lækna til að hægt sé að inn- leiða gæðakerfið á landsvísu með þátttöku allra starfandi röntgenlækna á Írlandi.“ Mistök og ósamræmi Brady nefndi fyrirlestur sinn Mistök og ósamræmi í röntgenlækningum og sagði skilin þarna á milli iðulega óljós og misvísandi. „Mistök fela í sér ranga niðurstöðu sem aftur felur í sér að rétt niðurstaða sé möguleg. Skilgreining á mis- Undirmönnun og óhóflegt vinnuálag veldur mistökum Segja írskir myndgreiningarsérfræðingar ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.