Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2014, Side 55

Læknablaðið - 01.10.2014, Side 55
LÆKNAblaðið 2014/100 551 tökum er háð „sérfræðilegu áliti“. Mistök geta einungis átt sér stað þegar ekki er deilt um rétta niðurstöðu. Einhvers staðar á milli óvéfengjanlegra mistaka og óhjá- kvæmilegs mismunar í áliti og túlkun niðurstaðna liggur hin umdeilanlega skil- greining á takmörkum þess sem er faglega ásættanlegt,“ sagði Brady og lagði áherslu á að ósamræmi í áliti sérfræðinga væri allt annars eðlis en mistök. „Þar getur verið um að ræða ósamræmi milli upphaflegs álits og síðari rannsóknar/endurskoð- unar. Einnig getur verið ósamræmi milli upphaflegs álits og endanlegrar útkomu. Hvorttveggja getur átt sér eðlilegar ástæður og kastar ekki rýrð á faglega hæfni læknis.” Brady fór síðan yfir tölfræði mistaka og ósamræmis í myndgreiningum undan- farna áratugi og benti jafnframt á að rönt- genlækningar væru eina sérgreinin þar sem fyrirfyndust ótvíræð aðgengileg gögn sem gerðu kleift að fara yfir niðurstöður eftir á og endurskoða álit, leita eftir öðru áliti við yfirvegaðri aðstæður en oft væru fyrir hendi í rauntíma. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort koma mætti í veg fyrir mistök í myndgreiningu og svaraði henni á eftirfarandi hátt: „Mistök eru óumflýjanleg og það er nauðsynlegt að sætta sig við ákveðið hlutfall yfirsjóna. Mörg mistök skipta sjúklinginn litlu eða engu máli en verra er þó að visst hlutfall alvarlegra mistaka uppgötvast ekki. Gæðaeftirlit felst í því að ákvarða neðri mörk faglegrar hæfni þeirra sem veita myndgreiningarþjónustu.“ Þá taldi Brady upp þau atriði sem valda því að útkoma stenst ekki faglegar kröfur. Það geta verið faglegar ástæður, svo sem kæruleysi, rangar ályktanir, skortur á þekkingu, vanmat frávika og léleg sam- skipti. Ástæðurnar geta einnig og ekki síður verið kerfislægar og stafað af undir- mönnun, of miklu vinnuálagi, lélegum tækjabúnaði, ófullnægjandi klínískum upplýsingum, óraunhæfum væntingum til tæknibúnaðar og að fyrri rannsóknir séu ekki aðgengilegar. Ekki er að efa að íslenskir röntgen- læknar geta nýtt sér reynslu hinna írsku kollega sinna og að sögn Maríönnu Garðarsdóttur formanns Félags íslenskra röntgenlækna er ýmislegt í bígerð hvað varðar frekara samstarf. Síðar í haust hyggst félagið standa fyrir málþingi um myndgreiningu í tilefni af því að 100 ár eru liðin síðan röntgenrannsóknir hófust hér á landi. Maríanna Garðarsdóttir formaður Félags íslenskra röntgenlækna, og írsku læknarnir Barry Kelly, Max F. Ryan og Adrian Brady. U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.