Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.2014, Page 7

Læknablaðið - 01.09.2014, Page 7
LÆKNAblaðið 2014/100 439 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Frá hruni (og líklega lengur) hefur fjórð- ungur hvers árs hjá stjórnendum Land- spítala að verulegu leyti farið í að berjast fyrir fjárframlögum sem dugi til reksturs þjóðarsjúkrahússins. Ekki fé til að gera nýja og framsýna hluti, heldur í harða baráttu fyrir fjármunum til lögbundinna verkefna spítalans. Landspítali hefur fengið gagnrýni á síð- ustu vikum vegna umframkeyrslu fjárlaga, samkvæmt 6 mánaða uppgjöri. Þó skeikar einungis um 2%, sem skýrist af ófyrirsjáan- legum breytileika í heilbrigðisþjónustu þar sem sveiflur eru í eftirspurn og óhægt um vik að takmarka starfsemi. Á Landspítala er vel farið með fjármuni og þeim varið til verkefna sem bæta öryggi og þjónustu við sjúklinga. Hvað veldur því þá að spítalinn hefur á fyrri hluta þessa árs farið fram úr fjárlögum? Fyrstu mánuðir þessa árs sýna starf- semisaukningu á legudeildum Landspítala miðað við 2013 sem birtist í hærri meðal- fjölda inniliggjandi sjúklinga í hverjum mánuði miðað við árið á undan. Mis- munurinn nær hámarki á sumarmánuðum og jafngildir allt að tveimur legudeildum. Aukningin er mest á kvennadeildum og vökudeild auk nokkurra legudeilda lyf- lækninga- og skurðlækningasviða. Rúma- nýting spítalans er of há og ekkert má því út af bera svo ekki komi til endurtekinnar „rúmakrísu“ með tilheyrandi gangayfir- lögnum, álagi á starfsfólk, yfirvinnu og öryggisógn. Annar kostnaðarsamur þáttur – og ör- yggisógn – er vaxandi óhagræði af gömlu húsnæði sem dreift er út um allar þorpa- grundir, en einnig gífurlega kostnaðar- samt (og að mestu ófjármagnað) viðhald þeirra húsa. Það mál mun fyrst leysast með nýbyggingum á Landspítalalóð. Þar til úr rætist erum við tilneydd að stunda látlausa flutninga á veiku fólki, tækjum og verð- mætu starfsfólki fram og aftur um bæinn. Aðrir stórir þættir sem rétt er að nefna eru óleyst mál varðandi kostnað mjög dýrra líftæknilyfja. Þá má geta þess að ólíkir útreikningar fjármálaráðuneytis og Landspítala á áhrifum kjara- og stofnana- samninga leiða oft til þess að Landspítali fær launakostnað ekki bættan að fullu, sem er í raun ígildi sparnaðarkröfu. Einnig má nefna ógreiddar skuldir annarra sjúkra- stofnana við spítalann. Samanlagt er þarna um hærri fjárhæðir að ræða en nemur halla spítalans. Ljóst er að fjárveitingar til Landspítala eru enn ekki nægar. Benda má á að hver framleiðslueining á Karolinska háskóla- sjúkrahúsinu kostar 58% meira en á Land- spítala. En rekstrarkostnaður Landspítala árið 2014 á föstu verðlagi, án tækjakaupa, er nærri 4,5 milljörðum króna lægri en árið 2008! Frá 2008 hefur orðið mikil framþróun í sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu, framþróun sem skilar sér í betri heilsu – en kostar fé. Jafnframt hefur því heiðursfólki sem komið er á efri ár fjölgað. Það kostar einnig, því eldri sjúklingar eiga við fleiri og erfiðari vandamál að etja og þurfa oft lengri tíma til að ná sér. Afleiðingar langtíma fjársveltis eru ljósar. Í mörgum skilningi náði Landspítali botninum árið 2013. Þar héldust í hendur ónóg fjármögnun til lengri tíma og sem afleiðing af því minni starfsánægja en áður hafði mælst. Hallinn nam tæplega 1500 milljónum króna og mikil ólga varð meðal starfsfólks. Það tekur tíma að snúa þeirri þróun við. Stjórnvöld settu inn nauðsynlegt viðbótarfjármagn árið 2014 sem hefur gert okkur kleift að fá viðspyrnu. Leiðin sem hefur verið farin til þess að hefja viðspyrnu spítalans árið 2014 var í fyrsta lagi að bæta eftir mætti tæki og húsnæði, í öðru lagi að bæta starfsskilyrði starfsfólks og í þriðja lagi að bregðast við flóknum rekstrarvanda með ýmsum hætti og nýttist um það bil helmingur viðbótarfjármagns í rekstur. Fyrst og fremst þurfum við þó uppbygg- ingu húsnæðis Landspítala og sameiningu bráðaþjónustu á Hringbraut. Endurnýjun húsnæðis er ekki óþarfi, heldur lykilþáttur í því að tryggja öryggi og þjónustu heil- brigðisþjónustunnar. Þar vitum við að Alþingi stendur á bak við okkur1 og við treystum því að hægt verði að finna leiðir til að fjármagna uppbygginguna sem allra allra fyrst, því engan tíma má missa. Við starfsfólk Landspítala stöndum að sjálfsögðu áfram vörð um þann hornstein heilbrigðisþjónustunnar sem þjóðarsjúkra- húsið er. Við treystum því að stjórnvöld sýni því skilning að minniháttar sveiflur í rekstri jafnstórrar þjónustustofnunar eru eðlilegar og ekki merki um óráðsíu. Við þurfum líka skilning á því að enn vantar sem nemur nokkrum prósentum í rekstrar- grunn Landspítala, eigi hann að geta sinnt þeim verkefnum sem honum eru falin. Alþingi hefur vissulega mikilvægu hlut- verki að gegna sem eftirlitsaðili með því almannafé sem það deilir út til stofnana. Það er hins vegar sameiginlegt verkefni okkar að tryggja landsmönnum þá heil- brigðisþjónustu sem þeir hafa rétt til. Með fullnægjandi fjárveitingum í takt við raun- verulegan kostnað við þá þjónustu sem Landspítala er ætlað að sinna, má komast hjá endurteknum deilum um keisarans skegg. 1althingi.is/altext/143/s/1249.html Running the national University Hospital - budgeting must meet service requirements Páll Matthíasson, MD MRCPsych PhD, is a consultant psychiatrist, a clinical Associate Professor at The university of Iceland and the CEo of Landspitali - The National university Hospital of Iceland. Rekstur Landspítala – fjárframlög í samræmi við hlutverk pallmatt@landspitali.is Páll Matthíasson Höfundur er geðlæknir og forstjóri Landspítala. Meðferð við ofnæmiskvefi1 Meðferð við ofnæmiskvefi1 flútíkasónfúróat Hver sem ástæðan er, hver sem árstíðin er * Notist eingöngu í nef Ja nú ar 2 01 4 IS /F F/ 00 01 d/ 12 (1 ) AVAMYS nefúði, dreifa. Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Ábendingar: Avamys er ætlað til notkunar hjá fullorðnum, unglingum og börnum (6 ára og eldri), Avamys er ætlað til meðferðar við einkennum ofnæmiskvefs. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og unglingar (12 ára og eldri): Ráðlagður upphafsskammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst gæti minni skammtur, einn úðaskammtur í hvora nös, nægt til viðhaldsmeðferðar. Skammturinn skal stilltur á minnsta skammtinn sem viðheldur fullnægjandi stjórn á einkennum. Börn (6 til 11 ára): Ráðlagður upphafsskammtur er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag. Sjúklingar sem sýna ekki fullnægjandi svörun við einum úðaskammti í hvora nös einu sinni á dag geta notað tvo úðaskammta í hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjórn á einkennum hefur náðst er mælt með því að minnka skammtinn niður í einn úðaskammt í hvora nös, einu sinni á dag. Börn yngri en 6 ára: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 6 ára. Öryggi og verkun hjá þessum hópi hafa ekki verið vel staðfest. Aldraðir sjúklingar og sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta hjá þessum hópum. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta þegar um væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er að ræða. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með mikið skerta lifrarstarfsemi. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. MARKAÐSLEYFISHAFI: Glaxo Group Ltd, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex, TW8 9GS, Bretland. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700, Dagsetning endurskoðunar textans: apríl 2013. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá –www.serlyfjaskra.is Pakkningar og verð (janúar 2014) Avamys nefúði 27,5 mcg/sk 120 skammtar R,G 2.849 kr Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. Nykær 68 DK-2605 Brøndby T +45 36 35 91 00 F +45 36 35 91 01 www.glaxosmithkline.dk

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.