Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2014, Side 43

Læknablaðið - 01.09.2014, Side 43
LÆKNAblaðið 2014/100 475 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R máli sá að Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var óánægður með skrif Jóhanns Tómassonar læknis um sig í Læknablaðinu. Eftir að þetta mál þróaðist sögðu hinir ritstjórnarmenn- irnir mér að það sem vekti fyrir Kára væri að losna við mig úr ritstjórnarstólnum, það hefði hann sagt þeim berum orðum. Ég sé enga ástæðu til að efast um að þeir hafi haft þetta rétt eftir honum. Þegar búið var að ræða skrif Jóhanns svo vikum skipti varð ljós sú krafa Kára að rafrænni útgáfu Læknablaðsins yrði breytt og að hann fengi afsökunarbeiðni frá rit- stjórninni, að öðrum kosti yrði ég látinn fara. Þetta endaði með því að rafrænu út- gáfunni var breytt og Kári fékk sína afsök- unarbeiðni frá eigendum blaðsins. Hann fékk aldrei formlega afsökunarbeiðni frá ritstjórninni, enda bar hún enga ábyrgð á birtingu greinar Jóhanns. Hún var rituð undir fullu nafni og ég tók ákvörðun um að birta hana. Hafi einhverjum fundist hún hafa að geyma meiðyrði lá beint við að kæra Jóhann fyrir þau. Það var ekki gert heldur vorum við Jóhann báðir klagaðir til siðanefndar læknafélaganna. Þessu lauk með því að stjórnir LÍ og LR fóru að öllum óskum Kára og skipuðu nýja ritstjórn. Þetta er dæmi um það þegar fólk sem hvorki er í ritstjórn né eigendur blaðsins óskar eftir ákveðnum úrlausnum í blaðinu og fer bæði á fjörurnar við ritstjórn ina, ábyrgðarmanninn og eigend- urna um að breyta skipan ritstjórnar. Þetta er ekkert einsdæmi í sögu lækna- blaða og ekkert skrýtið að það komi líka upp hér á landi. Eigandinn er sá sem ræður og rekur ritstjórann og ritstjórnina. Það er svo samningsatriði milli ritstjórnar- innar og eigendanna hversu mikið frjáls- ræði sú fyrrnefnda hefur til að ritstýra blaðinu, bæði hvað varðar birtingar og annað.“ Erfitt fyrir stjórnirnar „Á þessum árum voru menn að birta greinar um sín hugðarefni og voru stundum ansi heitir. Ég man til þess að fólk hafi reiðst okkur oftar en í þetta sinn. Ég er ekki endilega viss um það að þessi umræddu skrif Jóhanns Tómassonar hafi verið þau svæsnustu eða grófustu sem birtust á mínum ritstjóraferli. Við birtum oft greinar þar sem mönnum var líkt við eitthvað neikvætt, úlfa í sauðargæru og þess háttar. Svo held ég að siðanefnd hafi verið við- kvæmari en dómstólar fyrir stóryrðum. Hún er sérstakur kafli í því hvernig ég hætti. Kári óskaði eftir því við stjórnir LÍ og LR að vísa máli mínu til hennar. Svo hótaði Kári að kæra stjórnir LÍ og LR til siðanefndarinnar ef þær ekki færu eftir óskum hans, en það held ég að stjórnunum hafi þótt fremur óþægileg staða að lenda í, að siðanefndinni væri falið að fella úrskurð um aðgerðir eða aðgerðarleysi þeirra. Þetta held ég að hafi verið erfiðast fyrir stjórnirnar, meðal annars í ljósi þess að siðanefndin flýtti sér ekki í vinnu sinni, það tók hana þrjú ár að kveða upp úrskurð í mínu máli og það var sýknun. Ég skil al- veg að stjórnarmönnum hefði fundist erfitt að starfa með þetta mál hangandi yfir sér árum saman. Það er óþægileg staða og þetta var sterkasta vopn Kára. Þess vegna getur maður velt því fyrir sér hvernig samskipti stjórnanna við Kára hafi verið svona yfirleitt, hvort þær hafi getað beitt sér af hlutleysi gagnvart honum. En það er önnur saga,“ segir Vilhjálmur Rafnsson að lokum. Myndina tók Arnaldur Halldórsson haustið 2004 í 90 afmælisfagnaði Læknablaðsins á ritstjórnarskrifstofunni í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Kristinn Tómasson, Vilhjálmur og Sigurður Thorlacius.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.