Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2014, Side 47

Læknablaðið - 01.09.2014, Side 47
LÆKNAblaðið 2014/100 479 U M F J ö l l U n O G G R E i n a R þetta séu vissulega allt fljúgandi skordýr er lífshlaup þeirra gerólíkt. „Humlurnar eru þessar stóru svörtu og gulu hlussur sem fara á kreik á vorin eftir vetrardvala. Þetta eru drottningar sem leita sér að holu til að gera bú sitt í og hefja þar varp og koma sér upp vinnuflugum sem safna blómasafa til að fóðra lirfurnar yfir sumartímann. Humlan safnar ekki vetrarforða þar sem allar vinnuflugurnar drepast á haustin og drottningarnar eru þær einu sem lifa af veturinn. Geitungar eru ræningjar og alætur, þeir safna ekki blómasafa en eru hrifnir af öllu sætu og sækja því meira í mat og drykk hjá mann- fólkinu. Síðan er hunangsbýflugan alveg sér á báti, lífshættir hennar og atferli er mjög sérstakt. Í búinu er fullkomin verka- skipting og hver einasta fluga er hluti af heild þannig að líta má á búið sem eina lífveru þar sem afkoman er undir því komin að allir einstaklingarnir sinni sínu hlutverki. Yfir veturinn hættir ungviða- framleiðslan og hitastigið lækkar mikið. Þernurnar mynda klasa utan um drottn- inguna og halda um það bil 25 stiga hita í kjarna klasans. Ekki er um raunverulegt dvalaástand að ræða. Búið er því tilbúið að hefja hunangssöfnun um leið og hitastigið úti hækkar og fyrstu plöntur blómgast að vorinu.“ Hrifning Torbjörns á býflugum er smit- andi og ég er næstum því farinn að hlakka til að hitta þessar vinnusömu og einbeittu flugur eftir ökuferðina austur í Grímsnes. Þó er ein spurning sem liggur í loftinu og mikilvægt að fá svar við: Stinga þær? „Já. En bara ef þú truflar þær í vinnunni. Ef þú gætir þess að koma búinu ekki í uppnám láta þær þig alveg í friði. Þetta eru fremur gæfar flugur og ekki mjög árásargjarnar. Það er nokkuð þægi- legt að umgangast þær.“ Hefur þú verið stunginn? „Já ótal sinnum. Svo oft reyndar að ég fékk ofnæmi fyrir býflugnaeitri. Ég hef verið í afnæmingu undanfarin 5 ár en án þess gæti ég ekki stundað býflugnarækt. Býflugnaeitur er ansi sterkt og virðist kveikja mjög hressilega á ónæmiskerfi lík- amans. Það er ekki óalgengt að býflugna- bændur fái ofnæmi fyrir stungunum.“ Torbjörn er fæddur og uppalinn í Nor- egi og kom hingað til Íslands árið 1987 til náms í læknisfræði við læknadeild HÍ. „Á þeim tíma voru nokkur pláss frátek- in í læknadeildinni fyrir norska stúdenta og ég var einn af þeim. Eftir að hafa lokið námi og starfað hér í tvö ár flutti ég með fjölskylduna mína til Björgvinjar og þar bjuggum við í 11 ár. Á þeim tíma lauk ég sérnámi í heimilislækningum en árið 2008 fluttumst við aftur hingað.“ Torbjörn er einn 12 heimilislækna í Reykjavík sem starfa sjálfstætt en hann tók við samlagi af Ólafi Ingibjörnssyni. „Ég kann vel við þetta fyrirkomulag og veit að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.