Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 50

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 50
482 LÆKNAblaðið 2014/100 Vegabætur á veginum til Vestfjarða hafa verið til umræðu að undanförnu og er tek- ist á um vegagerð um Teigsskóg í Þorska- firði. Því rifjaðist upp fyrir mér löngu liðinn atburður úr einni lítilli læknisævi. Sunnudaginn 15. mars 1981 fékk ég símtal frá Skálanesi vegna veikinda Ingi- bjargar Jónsdóttur, konu Jóns Einars Jóns- sonar bónda á Skálanesi. Margir sem fóru um hlaðið á Skálanesi á leið sinni vestur á firði minnast Jóns. Hann rak þar útibú Kaupfélags Króksfjarðar, seldi bensín og olíur en einkum og sér í lagi óbarinn vestfirskan harðfisk og vísaði viðskipta- vinunum á klubbu og stein handan vegar. Ég var læknir í Búðardal á þessum tíma og náði svæði heilsugæslustöðvarinnar í Búðardal að hreppamörkum Gufudals- sveitar og Múlahrepps á Klettshálsi. Var það um 150 km vestan við Búðardal. Þá var enn búið á mörgum bæjum í Gufu- dalssveit, meðal annars á þremur bæjum í Kollafirði. Liðlega 120 km voru frá Búðar- dal á Skálanes. Ég mat vandann þannig að sinna þyrfti sjúklingnum án tafar. Þetta var snjóþungur vetur. Töluvert hafði snjóað um nóttina og dregið og erfið færð um allar sveitir. Svínadalur var alveg ófær, Gilsfjörður þokkalegur en hálsarnir í Austur-Barðastrandarsýslu, Hjallaháls og Ódrjúgsháls, ófærir. Veðrið var annars gott, bjart og bloti í snjónum. Var úr vöndu að ráða. Annaðhvort þurfti að fá alla leiðina opnaða með dýrum tækjum Vegagerðarinnar eða fá þyrlu til að flytja mig á staðinn, sem var ekki eins sjálfsagt mál í þá daga og nú. Ég hafði samband við Þorgeir Samúelsson frá Höllustöðum en hann var hefilsstjóri Vegagerðarinnar á Reykhólum (nú verksmiðjustjóri í Þör- ungaverksmiðjunni). Þorgeir var ódeigur til hjálpar ef því var að skipta, en nú sá hann mörg tormerki á mokstri, hann yrði heilsugæslunni óbærilega dýr. En Þorgeir var ekki ráðalaus; ég skyldi koma mér vestur og síðan myndum við hittast á Stað á Reykjanesi og freista þess að fara yfir á Skálanes á snjósleða. Firðirnir væru á ís og þetta yrði sennilega skásti kosturinn. Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar og bjó mig út þegar í stað með nauðsynleg gögn og hjartalínuritstæki sem hafa mátti í tösku um öxl. Ég var venjulega á ferðum sem þessum í ullarfötum, lopapeysu, skíðasmekkbuxum og VÍR-gæruúlpu, sem ég á enn. Slíkur fatnaður er kallaður aumingjaúlpa á mínu heimili en telst eftir- sótt munaðarvara af menntaskólafólki. Þá hafði ég jafnan litla lyfjatösku og aukaföt og nesti ef á þyrfti að halda. Ferðin sóttist vel til að byrja með inn í Hvammssveit en þá varð ég að taka stefnuna út á Fellströnd og fara fyrir strandir sem kallað er. Færðin þyngdist stöðugt og í móunum fyrir neðan Rauðbarðaholt þurfti ég að járna Volvoinn minn, sem oft kom fyrir. Ég naut þess þó að einhver var á undan mér og höfðu skaflarnir víða verið hand- mokaðir. Brátt ók ég fram á Björn Stefán Guðmundsson kennara frá Reynikeldu á Skarðsströnd, þar sem hann var einn á ferð með hestakerru. Ætlaði að ná í hross sem hann átti vestur í Reynikeldu. Þótti mér hann heldur velja daginn til þess, en Birni er ekki fisjað saman. Eftir þetta var ferðin tíðindalaus. Skarðsströndin er alla jafna snjólétt og lítil vandræði nema þar sem vegarstæðið er slæmt og skafrenn- ingurinn hleður í. Ég kom að Stað einhvern tímann upp úr miðjum degi. Veðrið var enn gott en þó heldur tekið að þykkna í lofti og það var komið frost. Þeir tóku á móti mér Þorgeir og kunningi minn Eiríkur Snæbjörnsson, bóndi á Stað, sem ætlaði að fylgja okkur á dráttarvél til strandar. Hann var auðvitað öllum hnútum kunnugur. Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður voru allir ísi lagðir og engin hætta nema ef til vill uppi við land. Við Þorgeir settumst nú á sleðann, ég sat fyrir aftan og brá töskunni með hjartaritinu á bakið en hafði læknis- töskuna og aukabúnaðinn í fanginu. Þótti mér það ágæt vist. Við lögðum á ísinn til norðurs með stefnu á Hallsteinsnes til að hafa sem traustastan ís og rétt sunnan nessins sveigði Þorgeir til vesturs í stefnu á Grónes og fórum við þar rétt undan landi. Þá tók hann stefnu á Hofsstaði sem er „hæg smájörð“ vestan til í Gufufirði. Þar tókum Sigurbjörn Sveinsson heilsugæslulæknir og fyrrum formaður LÍ sigurbjorn.sveinsson@heilsugaeslan.is Í Skálanesi 1981 Söguslóðir Sigurbjörns líta svona út á korti Landmælinga Íslands af Gufudal. Þetta er í grunninn kort frá árinu 1911 sem Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topogra- fiske Afdeling) mældi út og teiknaði. Einsog fleira gott má finna þetta inn á timarit.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.