Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 58

Læknablaðið - 01.09.2014, Qupperneq 58
ö l D U n G a D E i l D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðmundur oddsson, Guðrún Agnarsdóttir. Öldungaráð Jóhann Gunnar Þorbergsson, Jón Hilmar Alfreðsson, Kristín Guttormsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður Egilsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Magnús Jónsson sagnfræðingur var leið- sögumaður og fararstjóri. Flogið var til Manchester í Englandi. Þaðan var haldið til Liverpool og tekin ferja til Douglas, höfuðborgar eyjarinnar Manar. Mön er 572 km2, 52 km á lengd og mesta breidd er 22 km. Fyrsta morguninn var skoðuð Old Kirk Braddon í Douglas. Þar eru frægir rúnasteinar og steinkrossar. Þá var haldið til Tynwald sem er fagur grasflötur með háum hól. Þar hefur árlegt allsherjarþing Manar verið haldið óslitið í meira en 1000 ár og talið vera elsta þing í heimi. Í borginni Peel á vesturströndinni er byggðasafnið Manannan sem segir sögu frumbyggja eyjarinnar og víkinga. St. Patricks-eyja er nú áföst við land. Þar byggði Magnús berfætti virki rétt fyrir árið 1100. Þar er nú kastali og rústir í fögru umhverfi. Nú var haldið til austurstrandar að bænum Laxey. Þar blasti við stærsta hjól knúið vatni. Það er 22 m í þvermál og hefur snúist stanslaust síðan 1854. Ekið var skammt frá hæsta fjalli eyjarinnar, Snaefell, rúmlega 600 metra háu. Síðdegis var farið í Manx Museum í Douglas. Þar eru gripir tengdir sögu eyjarinnar. Næsta dag var farið um sunnanverða eyjuna og stansað við Braaid. Þar eru leifar byggðar um 4000 ára gamlar. Í bænum Castletown skoðuðum við gamlan kastala. Þar inni er sýndur lifnaður aðalsins á mið- öldum. Skammt þaðan er byggðasafnið Cregneash. Þar eru rófulausir kettir sem við sáum þó ekki. Við syðsta odda Manar er smáeyjan Calf of Man. Í sundinu milli lands og eyjar gætu þrír tugir skipa hafa legið og búið sig undir Brjánsbardaga eins og segir í Njálu. Næst var haldið til Rushen Abbey, gamals klausturs þar sem nú er safn og veitingastaður. Loks var stansað við kuml frá söguöld á Church Hill í Balladoole héraði. Að morgni fjórða dags var flogið til Dyflinnar og haldið beint til borgarinnar Athlone við Shannon-fljót. Þar nærri eru rústir hins forna klausturs Clonmacnoise og fornir steinkrossar. Þaðan var haldið til næsta gististaðar, Limerick. Shannon rennur í gegnum borgina. Næsta dag var komið til St. Patrick’s Rock nærri bænum Tipperary. Þar mun hafa verið aðsetur konunga fyrir víkinga- tíma. Rústir kirkju og annarra bygginga eru frá 12. og 13. öld. Þar er hár turn vel varðveittur. Síðdegis var leitað að Hákrossi Írlands, fornum og frægum steinkrossi í bakgarði býlisins Moone. Hann mun vera frá 9. öld og er heillegur. Næst var komið til Glendalough Monastic City í Glendaloughdal. St. Kevin mun hafa reist þarna klaustur á 6. öld. Þar er 100 feta hár klukkuturn, rústir og safn sem lýsir sögu staðarins. Síðla dags komum við til Dyflinnar og gistum þar síðustu þrjár næturnar. Næsta dag var haldið til Tara Hill þar sem höfuðkonungar Íra héldu til fyrir myndun þéttbýlis. Þar er stór stytta af Pat- reki helga. Monasterboice, nærri bænum Drogheda er ein elsta byggð í kristni á Írlandi, frá um 500. Þar stendur hár stein- kross, Muiredach, frá 9. öld, hár turn og miklar rústir. Skammt frá, í Newgrange, er safnið Brú na Bóinne sem lýsir lífi og byggð á staðnum um 3000 árum f. Kr. Far- ið var með leiðsögumanni að svokölluðum grafhaugum, kúpulaga og grasklæddum mannvirkjum frá þeim tíma. Uppi á þeim stærsta er nær sléttur flötur, 2/3 úr hektara, sem mun hafa verið byggðasvæði. Er hann umgirtur stórum steinum sem vega um tvö tonn hver. Nálægt Newgrange er safn sem lýsir orustunni þar milli Vilhjálms af Oraníu og James II Englandskonungs 1690. Árlega er haldið upp á minningu þessarar orustu á Norður-Írlandi. Næsti morgunn fór í að kanna staðsetningu og hugsan- legar aðstæður Brjánsbardaga. Svo var litið inn í dómkirkjuna Christchurch sem Sigtryggur silkiskegg konungur Dyflinnar lagði grunninn að 1038. Síðasta daginn var ferja tekin til Holyhead á Wales. Þaðan var ekið til London og flogið heim. Ferð Öldungadeildar Læknafélags Íslands til Manar og Írlands 14. til 22. maí 2014 Hér er birt stytt frásögn Harðar Þorleifssonar augnlæknis. Ferðasagan í heild ásamt myndum úr ferðinni er á vefsíðu öldungadeildar.Hópurinn við Christchurch dómkirkjuna í Dublin. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson. 490 LÆKNAblaðið 2014/100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.