Ægir - 01.03.2001, Page 19
19
S K I P A M Á L N I N G O G H R E I N S I E F N I
Dynjandi hf. í Reykja-
vík hefur síðan 1990
selt og þjónustað há-
þrýstidælur og dælu-
stöðvar frá þýska fyr-
irtækinu Oertzen.
Dælustöðvar eru hannaðar fyrir
staðbundna notkun, m.a. til teng-
ingar við lagnakerfi. Slík kerfi
hafa víða verið sett upp m.a. í
matvælaiðnaði og þar sem kröfur
um dagleg þrif eru. Til marks um
það var nýverið sett upp dælustöð
frá Oertzen og lagnakerfi frá
Dynjanda í kjúklingasláturhúsi
Reykjagarðs á Hellu.
Kristján Einarsson, sölumaður
hjá Dynjanda, segir að fyrirtækið
selji í raun allt í þessu sambandi
nema sjálft hreinsiefnið. Þarfir
fyrirtækja segir Kristján að séu
afar mismunandi og að mörgu
þurfi að gæta við hönnun slíkra
kerfa; stækkunarmöguleikum,
fjölgun notenda og búnaðar til
sérhæfðra þrifa. Dælustöðvarnar
eru framleiddar í nokkrum útgáf-
um; eins, tveggja eða þriggja not-
enda og með 120 eða 210 bara
þrýsting. Þar sem óskað er eftir
fleiri en þrem notendum er ein-
faldlega bætt við stöðvum þar til
að ákjósanlegum fjölda notenda er
náð. Þar sem tvær stöðvar eru seg-
ir Kristján að lagnakerfið sé byggt
upp sem tvær óháðar einingar að
hvorri stöð en þegar komi að við-
haldi eða bilunum sé hægt að
opna á milli lagna og láta aðra
stöðina afkasta báðum lögnum
með sama þrýsingi, en þó færri
notendum í einu, og við það skap-
ist ákveðið rekstraröryggi því
sumstaðar geti þrif ekki lagst
niður öðruvísi en vinnsla stöðvist.
Þrýsingur á dælunum frá Ortzen
er um 120 eða 210 bör og
lítraflæði af vatni á mínútu er um
16 lítrar á hvern notanda, hver
stöð er búin stjórnbúnaði sem
stýrir því að hún fari í gang þegar
notandinn tekur um gikk byss-
unnar og slekkur á sér skömmu
eftir að notandi hættir að nota
hana.
Eins og áður segir eru þessar há-
þrýstidælur víða að finna. Í sjávar-
útvegi er þær bæði í vinnslustöðv-
um í landi og togurum úti á sjó.
Og þær nýtast vel í ýmsum iðn-
fyrirtækjum, sem dæmi var eitt
heildar háþrýstikerfi frá Ortzen
sett nýverið upp hjá Myllunni-
Brauði hf. í Reykjavík.
Dynjandi hf. í Reykjavík:
Háþrýstidælur og þvottastöðvar
JF-verktakar á Akur-
eyri sérhæfa sig í há-
þrýstiþvotti og hefur
starfsvettvangur fyrir-
tækisins meðal ann-
ars verið í sjávarút-
vegi.
Freyr Ragnarsson, annar eigenda
JF-verktaka, en hinn er Jóhannes
Gísli Pálmason, segir að á þriggja
ára líftíma fyrirtækisins hafi það
tekið að sér háþrýstiþvott á öllum
sköpuðum hlutum, ekki síst hafi
starfsviðið verið sjávarútvegsgeir-
inn. Þannig hafa JF-verktakar í
töluverðum mæli verið undir-
verktakar við málningarhreinsun
og málningarvinnu hjá Stáltaki
hf. á Akureyri. JF-verktakar hafa
yfir að ráða einni CAT-dælu sem
hefur dælukraft upp á 400 bör og
er mögulegt að auka hann.
Auk þess að háþrýstiþvo skip
og báta til undirbúnings fyrir
málningarvinnu, vinna þeir JF-
verktakar mikið utandyra við há-
þrýstiþvott húsa, fyrst og fremst
yfir sumarmánuðina, en einnig
hafa þeir tekið að sér stærri verk-
efni innanhúss. Nýlega háþrýsti-
þvoðu þeir innandyra í sláturhús-
inu á Akureyri og það sama má
segja um fyrrum hús Söltunarfé-
lags Dalvíkur, þar sem í framtíð-
inni verður kjötvinnslustöð Ís-
landsfugls ehf.
JF-verktakar á Akureyri:
Háþrýstiþvo allt
milli himins og jarðar
Kristján Einarsson,
sölumaður hjá
Dynjanda
Mynd: Sverrir Jónsson